Leita í fréttum mbl.is

Þúfutittlingurinn staðfastur eins og blágrýtisurð

Skelfilega er gott til þess að vita að enn skuli uppi með þjóðinni staðfastir menn, sem standa á sínu og viðurkenna aldrei neitt, allrasíst eigin mistök og axarsköft, jafnvel þó þeir séu hengdir uppí flaggstöng á afturlöppunum og króki með lóði neðaní borað í gegnum miðnesið á þeim. Svona járnbentur últrajötunn er okkar ástkæri Gvöðlaugur Þorn Þórðarson: ekki lætur hann bilbug á sér finna þó andstyggileg ofstækisöfl í Sjálfstæðisflokknum sæki að honum af offorsi með þungum höggum undir beltisstað. Best gæti ég trúað að leikar fari svo að Gvöðlaugur leggi gjörvalla Náhirðina að velli og standi að lokum með pálmann í höndunum, en Illugi, Bjarni Ben, Davíð, Hannes Hólmsteinn, Jón Steinar, ásamt fleiri mannvænlegum köppum, liggi í valnum með slitnar brynjur og sundruð sverð og ógreiddar efnahagssyndir.
mbl.is Guðlaugur ítrekar fyrri yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þetta vissu þeir þegar þeir hófu að safna dómurum í kringum sig.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.4.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þeir eru staðfastir þessir þúfutittlingar.

Einu sinni var mjög fátæk kona  og það var sama hvað fátæk hún var og varð, í hverjum kosningum kaus hún alltaf D-LISTANN. á endanum fékk hún viðurnefnið ....Þúfutittlingur.!!!!!

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.4.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þessir þúfutittlingar eru því miður allt of margir.  Við þurfum að hjálpa þeim til að sjá ljósið.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.4.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband