Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir sjóræningjar hóta líka hefndum

mafia.jpgEkki verður annað sagt en að það örli á skyldleika með sómölsku sjóræningjunum og stéttarbræðrum þeirra íslenskum í LÍÚ: Þeir sómölsku hóta að hefna fyrir smávægilega röskun á starfsemi þeirra, þeir íslensku hóta dauða og djöfli ef stjórnvöld hrófla við ránsfeng þeirra, kvótanum.

Ójá, piltar mínir og stúlkur, sjóræningjar eru víðar vandamál en fyrir ströndum Sómalíu.

En það verður bæði gaman og fróðlegt að sjá til kvótaþrjótanna í LÍÚ þegar þeir fara að bera sig til að hefna sín þegar farið verður að fyrna þeirra illa fengna góss. 


mbl.is Sjóræningjar hóta hefndaraðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er einkennilegt hvernig fólk á landsbyggðinni býður eftir að verða rænt aftur og aftur, eða sérðu ekki í gegnum þessa fyrir huguðu skattlagningu stjórnvalda á landsbyggðina svo snobbliðið í 101 getir haldið áfram að blogga og bulla á kaffihúsunum, eða heldur þú að þú fáir að veiða kvótann?  Nei hann verður boðinn upp á ESS og það verða Spánverjar sem fá að veiða hann, en innkoman verður notuð svo Katrín Jakobs getir haldið áfram að borga Hallgrími Helga "listamannalaun", en fólkinu sem hefur haft atvinnu af fiskveiðum og vinnslu verður tilkynnt að því miður þá hafi ríkið ekki efni á að borga því atvinnuleysisbætur svo það getir bara hypjað sig eða framið sjálfsmorð.

Nei hefndaraðgerðirnar verða ekki í boði LÍÚ heldur Samfylkingarinnar og VG, en rétt að muna að Sjallarnir og Frammsókn sáu um undirbúninginn.

Hér á Íslandi snýst lýðræðið um að þú færð að velja hvaða flokkar fá að nauðga þér næstu fjögur árin eða kannski verða það bara mánuðir því þá verður búið að koma okkur undir nauðgunarvélina í Brussel.

Einar Þór Strand, 13.4.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Fyrirhuguðu skattlagningu á landsbyggðina???" Hefurðu gert þér grein fyrir því, Einar, að stórútgerðirnar skattleggja þær minni purkunarlaust um 80-100% í formi kvótaleigu? LÍÚ-gengið hefur gengið svo rösklega til verks í ránsskap á landsbygginni að víða stendur ekki steinn yfir steini. Það sjá allir heilvita menn að þeirri þróun verður að snúa við.

Jóhannes Ragnarsson, 13.4.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: Einar Þór Strand

það eru 2,8% ef heildinni kæri vin.

Einar Þór Strand, 13.4.2009 kl. 11:38

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Ein spurning þú ert úr Ólafsvík er það ekki, hverjir eru duglegastir þar við að legja frá sér kvóta?

Einar Þór Strand, 13.4.2009 kl. 11:43

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.4.2009 kl. 11:44

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvaða 2,8% ert þú að tala um félagi? Af hvaða heild?

Í Ólafsvík eru engar stórútgerðir lengur. Hinsvegar þurfa þær útgerðir sem eftir eru að leigja sér töluvert af kvóta. Þar er óumdeilanlega um að ræða þungan landsbyggðarskatt.

Jóhannes Ragnarsson, 13.4.2009 kl. 13:13

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er samkvæmt skýrslum hitt er tonn á móti tonni og báturinn er leigður og svo framvegis, en ég spyr bara hvernig dettur mönnum í hug að leigja til sín kvóta nema til að laga til vegna umframveiði á 160 kr kg  þegar þeir erum að fá 200 kr fyrir sama kg á markaði má ekki líka kanna þeim sem leigja um bullið sem er í gangi, og hvernig heldur þú að þessir bullarar muni haga sér þegar ríkið býður út heimildirnar?

Er ekki málið að þetta kerfi myndaðist vegna ja ég verð bara að segja það heimsku þeirra sem eru að leigja til sín kvóta, heimsku vegna þess að þeir láta plata sig upp úr skónum?

Einar Þór Strand, 13.4.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband