Leita í fréttum mbl.is

Hin nýja stétt útigangsmanna

drunk1.jpgUpp er risin ný stétt útigangsmanna; manna sem með framferði sínu hafa sagt sig svo rækilega úr lögum við samfélag siðaðra manna að þeir eiga þangað aldrei afturkvæmt. Hin eldri stétt útigangsmanna, drykkjumenn sem lent hafa á skjön við þjóðfélagið, hafa aldrei verið óhræddir við að vera á ferli á götum Reykjavíkur, enda hefur fólki einlægt þótt í aðra röndina vænt þessa ógæfumenn. Öðru máli gegnir um þorparana sem með rangindum, óhófi og stórfeldum fjármálaglæpum gegn þjóð sinni hafa komið sér allstaðar útúr húsi; þau óféti geta aldrei látið sjá sig á almannafæri meir öðruvísi en að eiga á hættu að vera veitt ráðning í hastarlegri kantinum. Öllum er illa við þennann fyrrum vonarpening Sjálfstæðisflokksins, enginn víkur að þeim góðu, engum dettur í hug að hleypa þessum ræflum inn til sín. Peningaglæpamönnum frjálshyggjunnar eru búin þau örlög að hokra utangarðs, skítugastir af öllum skítugum, og svo fyrirlitnir að jafnvel gatan er þeim bönnuð.

Á hinni nýju stétt útigangsmanna sannast orð litla sósíalistans frá Nasaret: ,,Hinir fyrstu munu verða síðastir" ... 


mbl.is Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Og hinir síðustu fyrstir.

Hvað er eiginlega í gangi, er Þrymur í eftirlitsferð.  Við deyjum öll að lokum og ættingjar syrgja, hver á sinn hátt. Dauðinn er ekki það versta sem henda fjölskyldur.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.4.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband