Leita í fréttum mbl.is

Helgarferð SÚS út á land

drunk2.jpgdrunk3.jpgAlltaf þykir mér jafn gaman að heyra sögur af Sambandi ungra sjálfstæðis- manna (sikileyinga) og þá eru samþykktir þeirra og yfirlýsingar lítið síðri. Mörgum er t.d. í fersku minni þegar hópur SÚS-ara tók sig upp eina helgi að sumarlagi og gerði ferð sína út á land. Nánar tiltekið setti þessi þokkalegi félagsskapur sig niður í útgerðarbæ nokkrum vestanlands og tók þegar til óspilltra málanna. Er skemmst frá að segja, að á mánudagmorguninn þegar SÚS-lýðnum var smalað upp í rútu og sendur beina boðleið til Reykjavíkur í fylgd lögregluþjóna, hafði SÚS-urum tekist að hægja sér að minnsta kosti einu sinni í hvern húsagarð í útgerðarþorpinu. Ennfremur hafði þeim líka tekist að brjóstast inn í áfengisverslun ríkisins á staðnum og drekka þar upp hvern deigan dropa. Við yfirheyrslu báru SÚS-arar fyrir sig að þeir hefðu brotist inní áfengisverslunina til að mótamæla því að ríkið væri að vasast í áfegissölu, brennivínið væri betur komið í umsjá matvöruverslana í eigu Bónuss og Kaupáss.
mbl.is Aðrir flokkar fylgi fordæmi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þetta eru spes einstaklingar.

Þeirra aðkoma að þessu styrkjadæmi öllu saman er þeim til vansa.

Ekki skrítið að einn úr þeirra hópi hafi sagt sig úr SUS. Ég hefði gert hið sama.

ThoR-E, 13.4.2009 kl. 16:58

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fáið þið landsbyggðarfólk ekki einu sinni að vera í friði.

Finnur Bárðarson, 13.4.2009 kl. 17:00

3 Smámynd: Ásdís Helga Jóhannesdóttir

Væri þá ekki bara ágætt að rannsakaðir yrðu þeir Sigurður Kári og Ágúst Ólafur sem hafa verið ötulir talsmenn þess að koma áfenginu inní verslanir.

Áfengisheildsalarnir voru nú byrjaðir að bjóða yfirmönnum matvöruverslanna í veiðiferðir til að geta komið vörum sínum inn þar, þannig að það væri ekki skrítið ef þeir hefðu verið komnir með vilyrði fyrir að koma áfenginu í matvöruverslanirnar.

Ásdís Helga Jóhannesdóttir, 13.4.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband