13.7.2009 | 21:10
Það á fortakslaust að rannsaka stórkostleg afglöp Davíðs Oddssonar
Það er eitthvað meira en lítið einkennilegt við þennann margumtalaða Davíð Oddsson. Hvernig þessum auma manngarmi, sem óumdeilanlega fór fremstur í flokki græðgisvæðingarinnar miklu sem þjóðin sýpur nú seyðið af, dettur í hug að koma ítrekað fram í fjölmiðlum eins og gljárakaður og balsmeraður engill er aldeilis stórfurðulegt. Með þessum heimskupörum sínum setur Davíð Oddsson sig sannarlega á bekk með hinum siðlausu útrásardjöflum, sem allir sem einn hafa lýst sig alsaklausa af efnahagshruninu, spillingunni, rangsleitninni og siðleysinu sem var einkennismerki stjórnmálamanna og fjármálamanna í valdatíð Sjálfstæðisflokksins á árunum 1991 til 2009.
Á meðan Lárusi Svavarsyni Jones og öðrum af hans kalíberi er ítrekað stungið í steininn, látnir afplána á Litla-Hrauni, ganga einhverjir verstu þorparar íslandssögunnar lausir eins og ekkert sé. Það er t.d. nokkuð víst, að mikill meirihluti þjóðarinnar undrast mjög að helstu gerendur í hruninu mikla skuli ekki hafa verið handteknir umsvifalaust síðastliðinn október og settir í gæsluvarðhald til að koma í veg fyrir að þeim tækist að spilla sönnunargögnum og samræma málflutning sinn.
Svo getur hver og einn spurt sjálfan sig þeirrar áleitnu samviskuspurningar hverjir eigi meira erindi á Hraunið, Lárus Svavarsson Jones og co eða þeir sem komu þjóðinni nánast í gjaldþrot, hvort heldur þeir báru titilinn stjórnmálamenn eða fjármálamenn. Að minnsta kosti er margfalt meiri ástæða að rannsaka feril, vinnubrögð og stórkostleg afglöp Davíðs Oddssonar niður í kjölin af til þess bærum yfirvöldum, í stað þess að láta hann komast upp með að drulla framan í allt og alla með reglulegu millibili í fjölmiðlum.
Engin ríkisábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.7.2009 kl. 08:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 1545272
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Ég held að hann sé að koma aftur í pólitík og sé genginn í Borgarahreyfinguna!
Kv.Ásdís
Reynir Andri, 13.7.2009 kl. 22:57
Það fyrsta sem þarf að rannsaka er heilabúið í sjálfum þér. Frekar skrautlegur hræringur þar á ferðinni !!!
Sigurður Sigurðsson, 13.7.2009 kl. 23:39
Alveg sammála þér Jóhannes.
Ég sá alveg ljómandi skemmtilegt viðtal um daginn (sem tekið var gegnum miðil haustið 1945) Þar var rætt við mann sem kvaðst hafa verið uppi í Þýskalandi framundir miðbik tuttugustu aldar og heita Adolf (Hitler eða eitthvað svoleiðis í eftirnafn). Hann sagðist alla tíð hafa séð fyrir að heimstyrjöldin seinni myndi enda með ósköpum og í viðræðum sínum við Göring og Himmler hefði hann sagt á þá leið að "þið getið herjað og eyðilagt allt í Póllandi og Rússlandi en þið hafið ekkert leyfi til þess að eyðileggja Þýskaland kálfarnir ykkar"!
Samt hefði verið látið alveg fáránlega illa við sig og vondir menn hefðu sótt að sér með vopnum og reynt að flæma sig útúr einhverju seðlabankalíku vel steyptu byrgi þar sem honum fannst hann eiga svo vel heima og vera þjóð sinni til gagns og sóma þar sem hann sat...
Horfði á þetta viðtal. Það er alveg með ólíkindum hvað blessaður maðurinn getur látið útúr sér, og komist upp með það.
Spurt var hvort hann teldi sig bera einhverja ástand á bankahruninu. Svarið var á þá leið; Við berum öll einhverja ábyrgð og ég þá að sjálfsögðu líka. Spyrill: En hefur þú ekki verið æðsti eða meðal æðstu manna undanfarin 20 ár? Svar: Ég varð forsætisráðherra árið 91 og hófust þá miklir frjálsræðistímar og uppgangur mikill meðal þjóðarinnar. Og...? hugsaði ég, en það var ekki spurt meir.
Ég fór að hugsa; var hann kannske laungu hættur í pólitík þegar Landsbankinn var seldur og keyptur með peningum úr hinum ríkisbankanum og aldrei borgað? Davíð er svo ótrúlega brattur eitthvað og sannfærandi að ég fór stórlega að efast um mitt eigið minni. Var hann kannske ekki seðlabankastjóri heldur? Ég hreinlega varð að fara á Wikipedia til þess að taka af allan vafa. Og jú, þar stendur reyndar þetta: "Davíð Oddsson (fæddur 17. janúar 1948) er íslenskur stjórnmálamaður og var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004 lengst allra, en var einnig borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 1982 til 1991, utanríkisráðherra frá 2004 til 2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2005. Davíð gegndi stöðu aðalbankastjóra Seðlabankans 2005 til 2009.
Svo komu gullkornin hver af öðru. Hann er til dæmis að safna saman gögnum sem sýna að Seðlabanki Íslands vissi af aðsteðjandi bankakreppu og heimskreppu laungu á undan öllum öðrum bönkum heims. Nýr Nostradamus er upprisinn mitt á meðal vor
Og gengi íslensku krónunnar var á uppleið en hríðféll þegar "gerð var aðför að seðlabankanum" eins og hann kallar það þegar honum var loksins komið þaðan út. Gengi íslensku krónunnar er sem sagt háð því hvort Davíð Oddsson dinglar sér í aðal stólnum í Seðlabankanum eður ei
Jón Bragi Sigurðsson, 14.7.2009 kl. 00:34
Það er örugglega skárri hræringur en það sem hann Davíð er að taka við "verkjunum" Ágúst.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.7.2009 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.