Leita í fréttum mbl.is

Byltingin bíður handan við hornið tilbúin að gera það sem gera þarf

birna.jpgSannast sagna væri mun betra að eyða Kaupþingi og Íslandsbanka en að eyða einhverri óvissu um áframhaldandi rekstur þessara sóðabæla. Það er andskotans nóg fyrir okkur að starfrækja einn ríkisrekinn banka á rústum Landsbankans. Þar til viðbótar væri æskilegast að eyða svokölluðum tryggingafélögum, við komumst af með eitt ríkisrekið tryggingafélag. Sömu aðferð á vitaskuld að brúka á olífélögin, sjónvarps og útvarpsfélögin og símafélögin, svo fáein blóðsugufyrirtæki séu nefnd. Ef vesalings ,,vinstristjórnin" okkar væri ekki uppfull af vitleysu og andvinstriórum hefðu ofangreindar tillögur orðið forgangsaðgerðir af hennar hálfu. En koma tímar koma ráð. Byltingin bíður nefnilega handan við hornið, tilbúin að gera það sem blauð stjórnvöld hafa hvorki vit né áræði til. 
mbl.is Óvissu um bankana eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta kom mér í gott skap (að vísu með dökku ívafi) :)

Finnur Bárðarson, 20.7.2009 kl. 14:33

2 identicon

Heill og sæll; Jóhannes !

Ætli kunni ekki; að fara um Finn karlinn ''stjórnar''vin, og aðra hans líka, þá vopnuð átök fara að hefjast, hér á Fróni, að óbreyttu - innan fárra missera ?

ESB, og Ísþræla reikninga Goðin hans; SJS og JS, hafa ekki gefið neitt tilefni til annars, en að verða gripin, ásamt Davíð Oddssyni - Halldóri Ásgrímssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni - auk fjárglæfra fólksins, og hljóta svo grimmilega refsingu, að eftir yrði tekið, um aldur og æfi.

Með beztu kveðjum; þó með þungum undirtón sé, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 14:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki vinstristjórn fyrir fimmaura, lætur markaðsöflin ráðskast með sig eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Onei, Ágúst minn, við eigum ekki undir neinum kringumstæðum að sætta okkur við hrímkalda hönd markaðshyggjunnar og náhirðina sem að henni stendur.

Jóhannes Ragnarsson, 20.7.2009 kl. 17:29

5 Smámynd: Björn Emilsson

Gott hjá þér Jóhann, burt með ófögnuðinn, hvort sem hann kallast Glitnir eða eitthvað annað. Skallagrímur gæti sparað góðan pening með að nýta Kirkjusandshúsið sem hvítflibbafangelsi. Svo getur hann notað Kaupþingshúsið fyrir Einkaskrifstofu sína. Valdamaðurinn mikli í valda stólnum langþráða stendur nú í forsvari fyrir öllum stærstu fyrirtækjum Islands , eða næstum því. Hengir bara rauðu ´Sovét Íslands´ Glitnis borðana, yfir anddyrið.

Björn Emilsson, 21.7.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband