Leita í fréttum mbl.is

Og það skulu þau vita ...

Ætli færi ekki best á, úr því sem komið er, að ríkisstjórn Íslands hunskist til að upplýsa þjóð sína um samskipti sín við ESB og einstök ríki þess síðustu mánuði. Ég get ekki að því gert, en ég hef það mjög á tilfinningunni að ríkisstjórnin sé sek um að hafa farið illilega á bak við okkur, stundað óafsakanlegt jafnvel þjóðhættulegt leynimakk og pukur sem gengur útá að fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, sem og íslenskri alþýðu, verði fleygt eins og hverju öðu skrani í kjaftinn á gömlu nýlenduveldunum, ESB-auðvadinu, til að borga sig frá stórglæpunum sem framdir voru í skjóli frjálshyggjustefnu Davíðs, Halldórs og Ingibjargar Sólrúnar - já og Jóhönnu og Össurar. 

Ef stjórnmálamennirnir sem fólkið í landinu kaus til starfa á Alþingi hefur ekki getu til að sinna störfum sínum af heiðarleika og tilhlýðilegri auðmýkt, sagt okkur satt og rétt frá hvað raunverulega er að gerast, er ekki um annað að ræða en að fólkið á götunni grípi til sinna ráða áður en það er um seinann.

Og það skulu þau Jóhanna, Steingrímu, Össur og Árni Páll vita, að Byltingin liggur í loftinu tilbúin að fleygja þeim á sorphaugana með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.   


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Mælið þér manna heilastir félagar. Og Jóhannes aðalritari hittir snöruna í gálgann eins og venjulega. Þetta ESB-sinnaða svikahyski á auðvitað að gera hreint fyrir dyrum sínum og hætta þessum fasísku stjórnarháttum og kúgun mussukommana okkar í stjórn og þingsveit.

Bráðum kemur blessað haustið

bylting þá mun skella á.

Og botna svo Jóhannes!

Sigurður Sigurðsson, 22.7.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband