Leita í fréttum mbl.is

Árni Johnsen, kunningi minn og gamla konan sem dó

gitar_888308.jpgKunningi minn, tónfróður maður og söngvinn, labbaði sig eitt fallegt októberkvöld niður í brekkuna fyrir neðan heimili sitt með gítarinn sinn og fór að syngja svona brekkusöngva eins og Árni Johnsen gerir. Engir áheyendur voru nær og kvöldið var kyrrlátt en fremur kalt. Þegar kunningi minn var hálfnaður með fimmta lagið komu þrír lögregluþjónar og höfðu hann á brott með sér, tóku af honum gítarinn og lokuðu hann inni fram undir hádegi næsta dag. Nokkrum dögum síðar var honum gert að greiða heilmikla sekt fyrir ölvun og óspektir á almannafæri og hafa raskað alsherjarreglu.

En Árni Johnsen fær átölulaust að orga ár hvert yfir gjörvallann Herjólfsdal með þvílíkum tilburðum að ungmenni, allt uppí stálpaða krakka, verða skelfingu lostin eins og þau hafi séð draug eða skrímsli. Það má þó Árni eiga, að söngskrá hans var óvenju vönduð og líbéral í kvöld. Meðal annars kumraði hann hin vinsælu lög ,,Bylur hátt í koki klúru," ,,Gamla konan sem dó," ,,Í skorsteini hann Skottu lá," og sjómannalagið góðkunna ,,Kvótasvínið keilunni stal."


mbl.is 13 þúsund manna kór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er áreiðanlega haldið einhverri dularfullri sjálfspyntingarhvöt þetta fólk sem ferðast milli landa til að hlýða á ósköpin.

Jóhannes Ragnarsson, 3.8.2009 kl. 01:07

2 identicon

Áhugaverð söngskrá!

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 03:17

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Tók hann ekki járnplötu-valsinn og lagið sem sökkti bátnum frá Sandgerði ?

Níels A. Ársælsson., 3.8.2009 kl. 10:41

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Auðvitað orgaði hann ,,Járnplötuvalsinn" og ,,Lagið sem sökkti bátnum í Sandgerði." Þó það nú væri! Svo heyrðist mér ekki betur en karlhólkurinn væri að bera sig til við að stauta sig gegnum ,,Lagið sem drap beljuna," - en það er best að hafa sem fæst orð um það.

Jóhannes Ragnarsson, 3.8.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Áttu Jóhannes textan af "Kvótasvínið keilunni stal"? Bara svona til almennrar upprifjunar....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 22:19

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ekki spurning um það Sveinn, hann Jóhannes á þennan texta.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég hlusta alltaf á Rás 2 um Verslunarmannahelgar, en slekk klukkan 23:00 á sunnudagskvöldum og kveiki ekki aftur fyrr en eftir að brekkusöng er lokið.

Ég fæ óbragð í munninn og gæsahúð frá toppi til táar, þegar ég heyri í þessum holdgerfli spillingar og falskra tóna.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.8.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband