Leita í fréttum mbl.is

Óþverrabrækjan ólýsanlegri en orð fá lýst

lykt.jpgSvo segja mér kunnugir menn, að óþefur fari vaxandi dag frá degi í Alþingishúsinu og fari fram sem horfi mun brækjan verða ólýsanlegri en orð fá lýst eftir fáeina daga; engu sé líkara en dauður hundur sé að grotna sundur einhversstaðar undir borði í húsinu, jafnvel að fiskifluga hafi komist í hræið.

Úldnastir af öllum úldnum á löggjafarsamkomunni séu þó samfylkingarpésarnir sem vita um þessar mundir ekki sitt rjúkandi ráð fremur en venjulega. Meira að segja drengstaulinn Björgvin Sigurðsson er sagður vaða þar um ganga hótandi þingmönnum VG, sennilega með Djöflinum í Helvíti, ef þeir makki ekki rétt á forsendum auðvaldsins. Um Björgvin þennan er það annars að segja, að eftir framúrskarandi afrek hans sem viðskiptaráðherra í hrunastjórn Gjeirs og Ingibjargar Sólrúnar, hefði stjórnmálaferli hans að vera lokið að eilífu. En, ónei. Stórbrotið dómgreindarleysi hans sjálfs og kjósenda skolaði honum aftur uppá fjörur Alþingis þar sem hann var verðlaunaður af Samfylkingunni með nafbótinni ,,þingflokksformaður." Það hlýtur að vera eitthvað alvarlegt að í stjórnmálaflokki sem hagar sér með þessu hætti.  


mbl.is Skoðanir enn skiptar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samfylking er meindýr í íslenskum stjórnmálum, því fyrr sem hún brotnar í smæstu einingar því betra. Og því fyrr sem þið losið ykkur við Steingrím J og hans pótintáta og lyftið Ögmundi og hans fylgifiskum upp því betra

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já nú reynir á VG. Ætla þeir að standa sig eða ekki. Líklega hlaupa þeir í allr áttir en vonandi ekki.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 10.8.2009 kl. 09:32

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Standa sig í hverju, Þórdís Bára?

Jóhannes Ragnarsson, 10.8.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband