Leita í fréttum mbl.is

Fer ekki bráðum að koma að tjöru og fiðri?

Satt að segja þá er rauð málning fullgóð á hjallinn hjá þessum Hjörleifi. Eða ætlast máske einhverjir til að menn noti rauðvín á veggina hjá þessum körlum? Eða rauðspritt?

En mikið er ég hræddur um að þrjótarnir sem klína málningu á hús glæsilegra fulltrúa valdastéttarinnar láti ekki þessháttar iðju nægja sér til lengdar. Það fer áreiðanlega að styttast í að fyrsti góðborgarinn verði flettur klæðum og velt uppúr tjöru og fiðri. Ekki er ólíklegt að saklausu fólki muni bregða all verulega í brún þegar þjóðþekktir mektarmenn fara að sjást tjargaðir og fiðraðir á æðisgengnum flótta hér og þar á höfuðborgarsvæðinu, eða liggjandi í slíku ásigkomulagi á tröppunum heima hjá sér lamaðir af ótta. Það kæmi að minnsta kosti ekki á óvart þó mikill kippur kæmi á næstunni í sölu á tjöruhreinsi eins og bílar eru skrubbaðir uppúr á vorin.    


mbl.is Málningu slett á hús Hjörleifs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tjara og fiður löngu tímabær. Heykvíslar á loft!

Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Sigurjón Páll Jónsson

Fer og kaupi verðbrev hjá Undra :) undri.is

Sigurjón Páll Jónsson, 10.8.2009 kl. 12:36

3 Smámynd: Kristvin Guðmundsson

Farið nú að gera eitthvað af viti....
Nema að fólki finnist svona gott að láta endalaust taka sig fram á búkkanum...

Máling er ágætis byrjun en það er ekki hlustað á það.

Kristvin Guðmundsson, 10.8.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband