Leita í fréttum mbl.is

Fikt með últratón rafmagn er ekkert grín

bangAumingja blessaðar manneskjurnar orðnar leiðar á að vera heima! Það er merkilegur andskoti hvað sumt fólk er blint á hvar það sé best geymt. Og hvað var svona herfilega leiðinlegt heima hjá þessum vesaling konum? Uppvaskið? ... ryksugan? ... skúringafatan? Og hver fjandinn sjálfur er þetta sem þær kalla ,,ultratone rafbylgjumeðferð? Er það máske einhverskonar nýmóðins BDSM-dæmi? Það muna víst flestir hvernig fór þegar kerlingin tengdi rafgeymi úr toyota landcruiser bifreið þeirra hjóna við rassinn á eiginmanni sínum. Það sprakk allt í loft upp, hjónaherbergið, hjónarúmið og hjónin sjálf, að ógleymdum geyminum sem þoldi engann veginn að komast í beint samband við bláendann á hinum óhamingjusama eiginmanni.

Mín skoðun er sú, að frænkurnar, Margrét og Erla Hanna, eigi að halda sig í eldhúskróknum heima hjá sér því að þá eru minnstar líkur á að þær geri eitthvað af sér. Fikt með últratón rafmagn er ekkert grín í höndunum á svona kerlingum. Þessháttar spaug getur auðveldlega endað með stórslysi, jafnvel tvíburaturnasprengingu ef þannig háttar til.


mbl.is Orðnar leiðar á að vera heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Geturðu útskýrt hættuna nánar ??

Einar Guðjónsson, 14.9.2009 kl. 11:03

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nú, það segir sig sjálft. Það hefir aldrei kunnað góðri lukku að stýra þegar kvenfólk hefur farið að vasast í rafmagni.

Jóhannes Ragnarsson, 14.9.2009 kl. 11:10

3 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Haha, þetta er fyndin grein. :)

En ég trúi nú varla að þú meinir þetta =)

Birgir Hrafn Sigurðsson, 14.9.2009 kl. 13:57

4 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Ég mundi nú fara til læknis hið snarasta og reyna að fá eitthvað við þessu þunglyndis/svartsýnis/neikvæðnis-rausi.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 14.9.2009 kl. 20:41

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ekkert má nú segja

Jón Snæbjörnsson, 14.9.2009 kl. 21:35

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Sigurbjörg mín, ég er alveg sammála þér í því að þú þurfir að fara til læknis hið snarasta. Ég veit um ágætis lækni, sem mér finnst þú ættir að leita til. Hún heitir Helga Finnsdóttir og er með stofu að Skipasundi 15 í Reykjavík. Nú er bara, Sigurbjörg mín, að drífa þig að panta tíma hjá henni Helgu.

Jóhannes Ragnarsson, 15.9.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband