Leita í fréttum mbl.is

Lyf sem gerir fólk afhuga Sjálfstæðisflokknum

Ósköp er ánægjulegt til þess að vita að fransmenn séu í startholunum með að gelda afbrotamenn sína, en eins og kunnugt er geta geltir einstaklingar ekki með nokkru móti framið afbrot. Ekki stendur víst til af hálfu fransmanna að höggva undan glæpamönnunum eins og gert er við graðhesta, hunda og ketti, heldur á að hella ofan í þá ólyfjan sem gengur frá greddunni í þeim í eitt skipti fyrir öll. Ekki hafa enn borist spurnir af því að íslensk stjórnvöld ætli að feta í fótspor frönsku ríkisstjórnarinnar í geldingarmálum, sem sýnir, svo ekki verður um villst, algjöran sofandahátt hinna fyrrnefdu.

Ef ríkisstjórn Íslands væri starfi sínu vaxin væri hún löngu búin að láta finna upp lyf sem gerði fólk afhuga Sjálfstæðisflokknum. Slík íhalds- og auðvaldsgelding myndi með undraskjótum hætti bæta mannlíf á Íslandi svo um munaði og þar með væru möguleikar á öðru efnahagshruni alveg úr sögunni.


mbl.is Boðar lög um lyfjageldingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Antabus............ AntaSus!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta yrði stærsta gjöf sem unnt væri að gefa íslensku þjóðinni. Og einkaleyfið yrði dýrasta einkaleyfi sem sögur fara af.

Árni Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband