Leita í fréttum mbl.is

Þegar Gjeir lá ósjálfbjarga í frjálshyggjusvaðinu fór Bjarni á stúfana

Og ætlaði aumingja kallinn hann Bjarni litli Ben að bjóða sig fram á móti Gjeir Haaarde? Hefur ætlað að láta kné fylgja kviði þegar Gjeir lá ósjálfbjarga í frjálshyggjusvaðinu. Þessar aðfarir Bjarna minna á manninn sem hjó hausinn af sofandi manni af því hann lá svo vel við höggi. Já, þeir kunna fræðin sín frjálshyggjuhvolparnir úr Valhöll, ekki ber á öðru.

Hinsvegar er skrýtnara en allt sem skrýtið er, að fylgjast með frjálshyggjutittum Sjálfstæðisflokksins sem enn eiga sæti á Alþingi. Uppúr pestardrullupolli efnahagshruns og stórbrotinnar spillingar emja þessi grey og spangóla eins og halaklipptir hundar og reyna af fremsta megni að telja fólki trú um að þau séu hvítþvegnir englar, saklaus af öllu misjöfnu úr fortíðinni. 

Hvað höfum við að gera með stjórnmálaflokk sem er borinn uppi af hrunadönsurum eins og Bjarna Ben, Torgerði Katrínu, Illuga Gunnarssyni, Tryggva Þór Herbertssyni, Pétri Blöndal, Einari Kr. og Árna Johnsen? Dettur ef til vill einhverjum í hug að taka svona herdeild alvarlega? Fyrir hvað stendur þetta fólk í raun og veru umfram græðgi, spillingu og andsamfélagslega stjórnmálastefnu?

Það væri mikið þjóðþrifaverk að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og banna starfsemi hans. Slíkt er gert við öfga-hægriflokka í nálægum löndum og hefur gefist ágætlega. 


mbl.is „Átti bara að vera okkar á milli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var ekki svipað uppi á teningnum þegar Davíð fór gegn Þorsteini æskuvini sínum og feldi hann, þegar hann átti í vök að verjast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2009 kl. 12:35

2 Smámynd: Kjarri thaiiceland

Þetta er svipað og mín tilfinning um þennan flokk. Nema ofboðslega vel orðað. Ég þori ekki að taka svona sterkt til orða. Það er oft svo margir MJÖG ósammála og kannski úthrópa mann fyrir vikið. Engu að síður mikið rétt.

Kjarri thaiiceland, 23.10.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Stákar, í "líðræðisflokkum" er þá nokkuð óvenjulegt við það að fólk bjóði sig fram

Jón Snæbjörnsson, 23.10.2009 kl. 15:26

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lýðræðisflokkur, Jón minn Snæbjörnsson.

Jóhannes Ragnarsson, 23.10.2009 kl. 15:34

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þú meinar  - en þá í öðrum líðræðisflokkum þá

hafið góða helgi guys

Jón Snæbjörnsson, 23.10.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband