Leita í fréttum mbl.is

Hækkuðu þeir ekki líka kaupið hjá fólkinu?

fiskátÞað væri gaman að vita hvort Jón Ásbjörnsson og sonur borgi verkafólkinu sem vinnur hjá þeim í ,,nýju fullkomnu fiskvinnslunni" mannsæmandi kaup. Eða láta þeir sér sæma að sletta hungurlús, samkvæmt taxta Vilhjálms Gylfa Egilssonar og Kristjáns í Keflavík, í liðið? Ég trú ekki öðru en Jón og sonur hafi látið kné fylgja kviði, rifið sig uppúr smáninni, og hækkað kaupið hjá fólkinu sínu uppí 250 þúsun krónur á mánuði miðað við 40 stunda vinnuviku.

En mikið andskoti væri gaman að fylgjast með verkalýðshetjunum á Starfsgreinasambandskontórnum, þeim Kristjáni í Keflavík og Skúla Thoroddsen, reyna að pluma sig í lífinu á dagvinnukaupi fiskverkafólks. Ég er hræddur um að það yrði brátt um blessaða kappana að búa við slíka auðlegð.


mbl.is Reistu stórglæsilega fiskvinnslu í miðri kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kanski ekki undarlegt að ekki fáist innlendur mannskapur í þessi störf ef rétt reynist að launin séu smánarleg

Jón Snæbjörnsson, 26.10.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Laun verkafólks í fiskvinnslu eru smánarleg, svo mikið er víst. Raunar eru umrædd laun svo lág, að um fullkomna þjóðarskömm er að ræða.

Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þá þarf að laga það nú þegar - óþolandi að fiskvinnslufólk "íslenskt" fáist ekki í þessi störf ef raunin er þessi í raun skömm af fyrir þá sem "fá" að vinna þessa vöru

Jón Snæbjörnsson, 26.10.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Hvað segirðu villtu að Kristján fari í megrun.?

Rauða Ljónið, 26.10.2009 kl. 14:55

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ætti að gefa þessari framleiðslu hærra undir höfði en nú er gert - kappsmál okkar íslendinga að vinnan sé hér heima og unnin af íslendingum eins og kostur er

Jón Snæbjörnsson, 26.10.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband