Leita í fréttum mbl.is

Niđurlćging samtaka launafólks er alvarlegt mál

Auđvaldssví 2Ţađ hefur vćgast sagt veriđ hörmulegt ađ fylgjast međ niđurlćgingu samtaka launafólks á almennum markađi síđustu ár. Ţađ er engu líkara en svokallađir forystumenn ţessara samtaka, međ örfáum undantekningum, hafi komiđ sér saman um ađ fjarlćgjast fólkiđ sem heldur ţeim uppi eins mikiđ og mögulegt er. Ţessum auđvirđilega forystulýđ virđist yfir höfuđ fjandans sama um kaup og kjör launafólks og ţá einkum og sérílagi laun ţeirra lćgst launuđu, verkafólksins. Úrkynjun og sjálftökuhyggja verkalýđsleiđtoga er alvarlegt mál, svo alvarlegt ađ viđ svo búiđ má ekki standa studinni lengur. Ţegar svo er komiđ ađ örfáar manneskjur hafa tekiđ sér öll völd í hreyfingu, sem tugir ţúsunda félaga greiđa félagsgjöld til, og fara međ ţau ađ eigin geđţótta er nóg komiđ. Ţađ er sannast sagna viđbjóđslegt ađ horfa uppá sleikjuskap og undirgefni Gylfa ASÍ-forstjóra og húskarla hans viđ atvinnurekendur og fulltrúa kapítalismans. Hvađ á ađ segja um hálaunađa verkalýđshöfđingja, sem ákveđa uppá sitt einsdćmi ađ fella niđur áđur umsamdar launahćkkanir láglaunafólks? Eru svoleiđis kláđagemlingar yfirleitt á vetur setjandi? Og hvađ kemur ţessu liđi til ađ haga sér á ţennan hátt?

Og hvernig stendur á ţví ađ ólánsgaarmarnir Gylfi Arnbjörnsson, Kristján í Keflavík og Skúli Thoroddsen lögđust í skítlegan kafbátahernađ til ađ bola Ađalsteini Baldurssyni úr embćtti formanns matvćlasviđs Starfsgreinasambandsins og komust upp međ ţađ? Ástćđan fyrir ađför fyrrnefndra ţremenninga á hendur Ađalsteini liggur svo sem í augum uppi: Ađalsteinn er einn af sárafáum forystumönnum í almennu verkalýđshreyfingunni sem hćgt er ađ kalla sannan verkalýđssinna og ađ sama skapi sjálfum sér samkvćmur, heiđarlegur og fylginn sér. Ţessháttar persónu geta skrifstofusjakalarnir á kontórum ASÍ og Starfsgreinasambandsins ekki umboriđ, ţví skal hún lögđ í einelti og gert útaf viđ hana.

Hvort almennum félagsmönnum verkalýđshreyfingarinnar tekst ađ vakna svo til vitundar ađ ţeim auđnist ađ reka Gylfa Arnbjörnsson og hans hirđ af höndum sér veit ég ekki. En hitt veit ég ađ verđi ţessum ódámum ekki komiđ fyrir kattarnef mun úrkynjun og niđurlćging hreyfingarinnar halda áfram og taka stćrri og dýpri dýfur í framtíđinni.

Ef heldur fram sem horfir verđur hreinlega ađ stofna samtök gegn Gylfa Arnbjörns, Kristjáni í Keflavík, Skúla Thoroddsen og ţeirra líkum innan verkalýđshreyfingarinnar. 


mbl.is Stöđugleikasáttmálinn í hćttu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauđa Ljóniđ

Ađalstein passađi ekki inn í klíkuna gengiđ og var ekki nógu ţćgur og vildi hćkka lćgstu laun.

Rauđa Ljóniđ, 26.10.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Etta eru eymíngjar...

Steingrímur Helgason, 26.10.2009 kl. 22:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband