Leita í fréttum mbl.is

Einn öflugan ríkisbanka, takk

fall2.jpg,,Sigrún sagði að með einkavæðingu bankanna hefðu margir vonast eftir að það myndi losna um gömul sambönd sem hefðu byggst á flokkstengslum og kunningsskap. Þetta hefði ekki gerst."

Hvernig gat nokkrum manni dottið í hug, að með einkavæðingu bankanna myndi ,,losna um gömul sambönd sem heðfu byggst á flokkstengslum og kunningsskap"? Það sáu allir, sem á annað borð höfðu augu í hausnum, að einkavæðing bankanna gerði ekkert annað en herða hreðjatök stórauðvaldsins og þar með Sjálfstæðisflokksins í samvinnu við Framsóknarflokkinn á þjóðfélaginu. Við einkavæðingu bankanna varð spillingin algjör, eins og við var að búast; þá töldu auðvaldsöflin, sem að langmestu leyti eru til heimilis í Sjálfstæðisflokknum, að þau hefðu alla þræði í sínum höndum og gætu leikið lausum hala að vild án þess að spyrja kóng eða prest. Enda lét árangurinn ekki á sér standa.

Á Íslandi á einungis að vera einn öflugur ríkisbanki, sem hefur velferð og þjónustu við fólkið í landinu að markmiði en ekki hámarksgróða. Aðrar fjármálastofnanir eru með öllu óþarfar og til óþurftar.


mbl.is Hafa hreðjatök á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jóhannes, æfinlega !

Tek heilshugar undir með þér; í þessu máli. 

Einnig; mættu nokkrir ærlegir Sparisjóðir starfa, í hinum ýmsu héraða, til hagsbóta, á hverjum stað - líkt; og þeir gömlu, forðum.

Og; sumir þeirra reyndar, enn þann dag, í dag, sem betur fer.

Með beztu kveðjum; út undir Enni vestur /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband