Leita í fréttum mbl.is

Gamla Ísland mun rísa úr rústunum áður en langt um líður

IMG000001Það er nú hálfnöturlegt fyrir þennan svokallaða síbrotamann, sem sagt er frá í fréttinni á mbl.is, að mega þola dóm ofaní dóm svo tugum skiptir og fangelsisvist í samræmi við það, meðan margfalt hættulegri síbrotamenn, sumir sannkallaðir stórglæpamenn, geta valsað um óáreyttir og lifað við gjálífi í hæsta gæðaflokki. Það er eitthvað mikið brogað við þjóðfélag þar sem svona viðbjóður fær að viðgangast eins og ekkert sé sjálfsagðara. Að forkóflar efnahagshrunsins skuli ekki hafa verið settir í gæsluvarðhald umsvifalaust í fyrrahaust, þegar sýnt var hvað verða vildi, er með öllu óskiljanlegt. Aðeins það eitt, að yfirvöld brugðust ekki við á viðeigandi hátt, er í sjálfu sér glæpsamlegt gagnvart þjóðinni.

Að framansögðu má ljóst vera, að mikil hætta er á að uppúr hruninu mikla rísi ekki nýtt Íslandm heldur muni gamla Ísland gægjast áður en langt um líður uppúr rústunum í öllu sína gjörspillta veldi. Það er áríðandi að almenningur sé vel á verði gagnvart þróuninni á næstunni og taki í taumana ef með þarf. 


mbl.is Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband