Leita í fréttum mbl.is

Eitt gleymdist

Það virðist sem Steingrími J. og Jóhönnu hafi orðið örlítið á í messunni varðandi skattkerfisbreytingarnar. Svo er að sjá, að þau hafi gleymt, vonandi ekki af yfirlögðu ráði, að leggja sérstakan aukaskatt á sjálfstæðismenn. Það er ekki nema eðlilegt réttlæti, að þeir sem stóðu fyrir hruninu mikla, leggi meira að mörkum í sameiginlega sjóði landsmanna en þeir sem litla eða enga ábyrgð bera á afhroðinu. Réttast væri, þegar alls er gætt, að sá þriðjungur þjóðarinnar sem kosið hefur Sjálfstæðisflokkinn og ætlar að gera það áfram, borgi hrunadansinn alfarið án aðstoðar frá okkur hinum. En vonadi verður þessu kippt í liðinn í þegar málið kemur til kasta Alþingis.

Og svo leyfa sjálfstæðisflokkseignirnar sér að grenja og góla opinberlega útaf fyrirhuguðum skattabreytingum þegar staðreyndin er sú, að öllum almennigi er gert að hlaupa undir bagga með þeim við að borga óráðsíuna. Þvílík bölvuð kríp atarna.


mbl.is 50 milljarða skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hrunaskattur? Góð hugmynd að vestan. Þá verðum hins vegar að taka fleiri með en Sjálfstæðismenn. Samfylkingin verður nú ekki skorin úr snörunni, því þeir sátu við stýrið þegar hrunið var Framsóknarflokkurinn getur ekki neitað sínum stóra þætti í hruninu. Það þýðir að það verða bara Vinstri Grænir sem verða skattlausir. Hugmynd sem verður að skoða.

Sigurður Þorsteinsson, 19.11.2009 kl. 08:43

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jú, ætli kratakindurnar og synir og dætur Gömlu Framsóknarmaddömunnar verði ekki að greið sinn hlut í fyrirtækinu.

Á sama hátt ættu kjósendur VG að fá veglegan skattaafslátt vegna baráttu sinnar gegn þeirri harðvítugu hrunapólitík, sem að lokum reið þjóðfélaginu á slig.

Jóhannes Ragnarsson, 19.11.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband