Leita í fréttum mbl.is

Ryðbrunasveitin Hjaltalín misbýður fólki

Ryðbrunasveitin Hjaltalín er áreiðanlega ein af þrem verstu hljómsveitum á Íslandi í dag. Þetta er að vísu jargansmikið hávaðaband, en í því felst galdurinn, því að með skerandi skarkalanum tekst þessum ótútlegu drengjum að fela að mestu hve herfilegir þeir eru á hljóðfæri sín. 

Fyrir fáeinum dögum var ég svo ólánssamur, að þurfa að sitja undir einu af tónverkum Hjaltalínsbræðra af nýrri hljómplötu þeirra, án þess að eiga mér undankomu auðið. Það voru hræðilegar mínútur og ég gat ekkert sofið nóttina á eftir, afþvíað sargandi breimið kom aftur og aftur uppí hugan og vakti upp verulega óskemmtilega minningu um þá lífsreynsu að hafa heyrt þessi ósköp hellast yfir mig úr útvarpstæki án þess að koma vörnum við.

Ég get á þessari stundu fullyrt, að aldrei hefi ég hlýtt á hörmulegri hávaðamengun þetta hjaltalínsgarg síðan dægurlagasveitin Samræðisfýsnir lék Járnplötuvalsinn fyrir fullu húsi í Breiðfirðingabúð í gamla daga. 


mbl.is Hjaltalín hefur sig til flugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gæti verið að við höfum tjúttað saman í Breiðfirðingabúð.  Ég var þar steddý öll fimmtudagskvöld.

Hjaltalín eru skárri en Sigurrós.....

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.11.2009 kl. 15:44

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jahá Ingibjörg, varstu stundum á böllum í Breiðfirðingabúð með Samræðisfýsnum?

Jóhannes Ragnarsson, 19.11.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Já, þá langaði alla vega, en þetta var nú bara á Jómfrúardögum dísarinnar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.11.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband