Leita í fréttum mbl.is

Gaurinn sem giljar kvenpéníng vorn

jol2Og Stúfur þorði ekki að fækka fötum í Jarðböðunum í Mývatnssveit!!! Nú þykir mér Bleik brugðið. Ég man þá tíð þegar Stúfur hljóp berrassaður um sveitir með stóran hóp af brjáluðum bændum á eftir sér, sem gjarnan vildu hafa höndur í hári Stúfs og hengja hann, því að í þeirra augum var þessi geðugi jólajúði algjört ódó og hjónadjöfull.

Og aldrei hefur Giljagaur verið smærri í sniðum en bróðir hans Stúfur, m.a.s. heldur stærri, ef eitthvað er. Kvensamari jólasveinn hefir aldrei verið uppi frá því jólasveinaöld hófst en einmitt hann Giljagaur. Eins og gefur að skilja, hafa húsfreyjur landsins alið Giljagaur fjöldann allann af börnum, sem öll eiga það sameiginlegt, að vera rangt feðruð, því engin kona hefur, fram að þessu, viljað kenna þessum frjósama og kynsæla jólasveini krakka. Hinsvegar vefst ekki fyrir glöggum mönnum að þekkja afkvæmi Giljagaurs frá öðru fólki. Hinir fróðu menn uppástanda, að synir og dætur Giljagaurs hafi leikið ófá stórhlutverk í októberhruninu fræga á Íslandi í fyrra. -Á ávöxtunum skulu þér þekkja hinar örgu kúlulánagrýlur og þá útsmognu æseifböðla: Allt er það hyski meira eða minna undan gaunum sem giljar kvenpéníng vorn, sagði einn virtasti og frómasti ættfræðingur landsins við mig á dögunum. 


mbl.is Jólasveinar fóru í Jarðböðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta eru stórmerk tíðindi. Giljagaur forfaðir útrásarvíkinga og því mætti e.t.v. kenna jólasveininum um efnahagshrunið. Ætli rannsóknarnefndin verði ekki að taka þetta fyrir?

Guðmundur St Ragnarsson, 5.12.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta merkilega mál er nú þegar komið inná borð sérstaks saksóknara, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð yfir þessari óvæntu staðreynd.

Jóhannes Ragnarsson, 6.12.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband