Leita í fréttum mbl.is

Þegar María mey birtist í Múlasýslu

boliFyrir nokkrum árum sá fólk í Múlasýslu alveg eins ljós á himni og þeir hafa verið að glápa í Kaíró og héldu lika að þetta væri María mey. Kvöld eitt höfðu um 500 manns safnast saman þarna í Múlasýslunni og biðu þess að hin heilaga jómfrú birtist þeim. Um um klukkan hálftólf sá fólk ljósbjarma yfir fjalli nokkru þar í grendinni og kæsttust menn þá gríðarlega og eggjuðu Maríu lögeggjan að koma nær. Og ekki stóð á að ljósið færðist nær og brá þá svo við að því fylgdu eldglæringar og hvalablástur mikill. -Hún hlýtur að vera svona móð af því að fljúga svona langt, sagði fólki hvert við annað og lofuðu Drottinn. En þegar fyrirburðurinn var kominn fast að fólkinu sá það, að hér var um einhvern misskilning að ræða, því hið lafmóða ljós var alls ekki nein guðsmóðir, heldur nautgripur sá er var uppvakinn forðum á Norðurlandi og kallaður er Þorgeirsboli. Greip þá um sig mikil hræðsla og tvístraðist fólkið í allar áttir eins og sauðahjörð, sem grimmum rökkum hefur verið sigað á. Síðan hefur enginn minnst upphátt á Maríu mey austur í Múlasýslu.
mbl.is María mey birtist kristnum í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sást nokkuð til Eyjafjarðar-Skottu í fylgd með bola ?

Níels A. Ársælsson., 24.12.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það fylgdi ekki sögunni, en ekki kæmi mér á óvart þó Skotta gamla og hennar sérlegur fylgisveinn, GjH, hafi verið með í för.

Jóhannes Ragnarsson, 24.12.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já þú meinar.

Tálknafjarðar-Skotta.

Níels A. Ársælsson., 24.12.2009 kl. 14:36

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ójá, og sennilega hafa þau verið nýkomin úr skorsteinshúsinu. 

Jóhannes Ragnarsson, 24.12.2009 kl. 16:20

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nánar tiltekið gerðist þetta á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.

Baldur Hermannsson, 24.12.2009 kl. 16:53

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Í skosteinshúsinu eska ?

Níels A. Ársælsson., 24.12.2009 kl. 19:55

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Uppi á háalofti hjá Villa hreindýrsbana.

Baldur Hermannsson, 24.12.2009 kl. 19:59

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 24.12.2009 kl. 21:13

9 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleðileg jól.

Níels A. Ársælsson., 24.12.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband