Leita í fréttum mbl.is

Sértrúarsöfnuður á ferð?

drunk2_888246.jpgJæjajá, og eru þeir nú farnir að kveikja í litlum sveitakirkjum langt utana alfaraleiðar? Ósköp er nú eitthvað lítill mannsbragur af þessháttar. Eða var Krýsuvíkurkirkja máske í útrás, sem verðskuldaði svona meðferð? Ég veit svo sem ekkert um það. Svo getur líka vel verið að kirkjan hafi ekki brunnið af völdum hryðjuverkamanna. Hver veit nema sértrúarsöfnuður hafi læðst í litla guðshúsið í skjóli nætur til að efla trú sína með bænagjörð og messusöng og misst í leiðinni niður logandi sígarettustubb? Svona sértrúarsöfnuðir eru til alls líklegir, einkum ef Bakkus konungur er með í för í líki alkóhóls og ólöglegra fíkniefna. Mannlausar kirkjur langt út í sveit eru nefnilega kjörið húsnæði til helgihalds í nafni áðurnefnds Bakkusar. Enhverju sinni smugu Arinbjörn Arinbjörnsson og hans kammeratar sér inní mannlaust frystihús til að komast hjá því að blóta Bakkurs frelsara sinn undir beru lofti. Það var íka eins og við manninn mælt: Tveimur klukkustundum eftir að sértrúarsöfuður Arinbjarnar hóf helgihald sitt, stóð frystihúsið í björtu báli. Þannig var nú það. 
mbl.is Krýsuvíkurkirkja brann í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband