Leita í fréttum mbl.is

Hvort er róttækara, að vega mann eða yfirvega?

Hvernig í skrattanum ætli sé farið að því að ,,yfirvega" mál, eins og frú Elín Norðgren hyggst gera varðandi graðkvikindið Tígur Woods, sem á að heita eiginmaður hennar? Ég þykist skilja hvað það er að ræða mál af yfirvegun og hugsa sitt ráð af yfirvegun. En gagnvart því að yfirvega mál er ég alveg mát, þrátt fyrir að ég sé löggiltur vigtarmaður. En máske er þetta málfar í grein mbl.is um Elínu á skíðum í Frakklandi, skylt sögninni á vega, þ.e.a.s. drepa eða myrða. Ef svo er, þá vona ég að jafn prúð stúlka og geðug, hafi ekki í hyggju að vega Tígurinn, jafnvel yfirvega hann, sem er væntanlega mun róttækari slátrun en venjuleg aflífun.

 


mbl.is Elin á skíðum í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband