Leita í fréttum mbl.is

Árásir og einelti kalla á róttæka mótspyrnu

„Við höfum auðvitað verið að vinna hörðum höndum að lausn þessa máls og koma því á endastað. Það tókst um áramótin" segir Steingrímur J. Sigfússon.

Og hann getur trútt um talað, kallrassgatið.

En ekki er sopið Icesave-kálið þó í ríkisstjórnarausuna sé komið og búið að skammta á diskinn hjá forsetanum.

búr1Eitt af því sem Steingrímur og Álfheiður, og búrtíkur þeirra, voru hvað harðhentust við í Icesavemálinu voru þeirra eigið samflokksfólk. Framganga þessara vesalinga í þeim efnum var með slíkum endemum, að furðulegt má heita, að þeir sem urðu fyrir árásum og einelti Svavarsistanna, skuli ekki enn hafa gengið hreinlega á dyr. Það er eins og Steingrímur geri sér engan veginn grein fyrir, að með vinnubrögðum sínum gagnvart stórum hluta þingflokks VG og fjölda almennra flokksfélaga, hafi hann grafið svo illilega undan eigin flokki og sundrað honum, að þar grói ekki um heilt á næstunni, jafnvel aldrei. Hann virðist heldur ekki gera sér grein fyrir, að fólk er farið að ræða saman í fullri alvöru hvernig best sé að bregðast við árásunum og eineltinu. Það eru nefnilega, sem betur fer, ekki allir félagar í VG tilbúnir  að láta svavarsvædda flokksforystu og búrtíkur hennar traðka endalaust á sér með hótunum og baknagi.

Og hvernig sem Icesavesamningnum á eftir að vegna á Bessastöðum, þá á hægrivængstubburinn í VG, með Svavar, Álfheiði og Steingrím í broddi fylkingar, eftir að finna ærlega fyrir vinstri armi flokksins, sósíalistunum, á næstunni.   


mbl.is Ekki algert klukkutíma- eða dagaspursmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband