Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Afkomendur Axlar-Bjarnar

images[36]Hvað Björn ætli það sé sem Edda Rós Krataskinn heldur að sé vaknaður? Ekki er það Björn Bjarnason, svo mikið er víst. Því síður Björn Ingi, sem lagstur er í værðarfullt framsóknardá.

Þá hljóta böndin að berast að Birni Péturssyni, fyrrverandi bónda að Öxl í Breiðuvíkurhreppi. En Björn þessi Pétursson var svæfður svefninum langa að Laugarbrekku í sömu sveit fyrir u.þ.b. 400 árum sökum umsvifa sinna við fjáröflun. Ekki mæli ég með því að ferðaþjónustubóndinn Björn í Öxl verði vakinn til fullrar meðvitundar til að bjarga sukkpésum fjármálabrasksins á Íslandi. Það ætti að vera nóg, að nefdur Björn Pétursson sé trúlega forfaðir margra af okkar fremstu fjármálaséníum þó ekki verði hann vakinn upp að fullu til að stappa stálinu í sína bestu afkomendur til frekari illvirkja í gróðasóttarbransanaum. 


mbl.is Edda Rós: Björninn er vaknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100% flórhjú í Íhaldsfjósinu

belja2Ég held, svei mér þá, að ruddamennin og ræfilstuskurnar í seðlabanka og ríkisstjórn ættu að gera langa sögu stutta og hækka þessa helvítis stýruvexti sína upp í 100% eða þaðan af meira. Þá held ég að krataeignirnar, flórhjúin í Íhaldsfjósinu, yrðu aldeilis hamingjusamar í sjálfhverfu sinni.
mbl.is Eðlileg viðbrögð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farandsalar skotnir

Fyrst að bandaríkjamenn er farnir að skjóta farandsala er sjálfsagt ekki langt að bíða þess að íslendingar, jafn ameríkanséraðir og þeir eru, taki þennan athyglisverða sið upp eftir þeim. Það má því búast við að ábyrgir heimilisfeður og röskar húsmæður fari að senda farandsölum, sem nálgast heimili þeirra, hinstu kveðju útum eldhúsgluggann.
mbl.is Skutu á farandsala í Súesskurðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því fleiri dauðir því meiri friður

kapital11Samkvæmt hugarórum Geogs Bush eykst friður og í réttu hlutfalli við hve mörgum er hægt að slátra.

Hinn fullkomni friður gæti, samkvæmt því, náðst þegar síðasta mannskepnan liggur í valnum. Að minnsta kosti hefur ríkt mikill friður í ríki geirfuglanna eftir að sá síðasti af þeirri dýrategund varð græðgi mannana að bráð.

En svona okkar á milli sagt: hvað ætli SjálfstæðisFlokksmenn heimsins segðu, ef það væru t.d. kínverjar en ekki bandaríkjamenn sem væru að bardúsa við stríðsglæpi í Írak? 


mbl.is Samúðarkveðjur frá Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvíti er víst til - og Djöfullinn líka

peningageðsjúklingurHvurskonar helvítis vitleysa er þetta í einhverjum manngeitum sem sagðir eru vera forsvarsmenn nokkurra ,,kristinna?" safnaða á Norðurlöndum? Hvernig dettur þessum óforsjálu þorpurum i hug að Helvíti sé ekki til og þá væntanlega ekki Djöfullinn heldur? Fyrr má nú vera ekkesens þvælan! 

Sko, drengir mínir, Helvíti er til og þar er allt fullt af sálarræxnum framliðinna kapítalista. Yfir þeim félega söfnuði trónir sjálfur Erki-Djöfullinn í öllu sínu veldi, sprækari en nokkru sinni fyrr, enda á hann von á fjöldanum öllum kapítalistum til sín, smáum og stórum, sem enn vafra um á Jörðinni. En fyrir þá sem ekki vita, skal það upplýst hér, að það er einmitt sá gamli góði Myrkrahöfðingi, þ.e. Djöfullinn sjálfur, sem frá örófi alda, hefur blásið hugmyndasmiðum kapítalismans og lærisveinum þeirra rétta andanum í brjóst. Þannig má ljóst vera, að norrænu kirkjuhöfðingjarnir eru heldur en ekki með allt í buxunum varðandi landafræðilega tilvist Helvítis, ef þeir eru þá ekki beinlínis innblásnir af villukenningu Pokursins.    


mbl.is Helvíti andlegt frekar en líkamlegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nektarmynd af frakklandsforseta

BerrassiNær væri að láta meðfylgjandi berrassínumynd af frakkaforseta á uppboð en eitthvert skitið skilirí af gærunni Körlu Brúnu þar sem hún er að myndast við að sperra á sér bera, hjólbeinótta spóaleggina og furðuslappar bringublöðrurnar. 

Myndin af frakklandsforseta er, eins og sjá má, fullkomin frá listrænu sjónarmiði og ætti því að seljast á gífurlega háu verði. Hún er tekin fyrir u.þ.b. 10 árum, þegar forsetinn var í mun betri holdum en nú, af hinum heimsfræga myndasmiði Le DaVinci og þykir sýna pólitískar hugsjónir herra Sarkoskys á eftirminnilegan hátt í réttu ljósi. 


mbl.is Nektarmynd af frönsku forsetafrúnni boðin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru konur skepnur - eða hvað?

Þær gjörast nú æ válegri fréttirnar úr Kjósarsýslu á þessum guðsvolaða öðrum degi í páskum 2008.

Alki2Fyrst fundu þeir höfuðkúpu af konu og héldu því fram bísperrtir eins og þúfutittlingar, að hún væri af manni. Svo bæta þessir bögubósar um betur og draga fram í dagsljósið hjólhýsiseiganda nokkurn, sem fullyrðir að margnefnd höfuðkúpa hafi tilheyrt búsáhöldum hljólhýsis þess er hann átti og sprakk í loft upp í vindhviðu fyrr í vetur. Og auðvitað er þessi hjólhýsarokkur af sama sauðahúsi og aðrir sem hafa vélað með málið, því hann segist hafa haldið að þetta sérkennilega búsáhald væri höfuðskel af skepnu en ekki konu, hvað þá manni! Og sannast hér hið fornkveðna, að sjálfumglaðar karlrembur og andfémínístar gera ekki greinarmun á skynlausum skepnum og konum.

Svo gæti ég best trúað að hjólhúsadrjólinn hafi notað höfuðkúpuna fyrir drykkjarílát og þambað úr henni bjór og brennivín þegar vel lá á honum. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa stórbrotna máls ef hún verður á sömu nótum og hingað til.


mbl.is Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konan haldin trúarofstæki

Hundur að mígaAllstaðar veður déskotans smekkleysan uppi: Að skíra hundinn sinn ,,Konan" er blátt áfram svívirðilegt tiltæki. Það minnir mig á bóndadurginn sem gaf ljótasta hrútnum í fjárhúsinu nafnið Jón Baldvin til háðungar Jóni Baldvini Hanníbalssyni.

Og ekki nóg með það: Heldur hefur hundinum Konu verið kennt trúarofstæki af síðustu sort þannig að hann er farinn að liggja ýlfrandi á bæn í tíma og ótíma.

Þá var nú hlutunum öðruvísi farið í mínu ungdæmi: Í mínu ungdæmi voru allir hundar kristnir og hétu Snati eða Týra og létu sér nægja að biðja garðárum og flækingsköttum bölbæna með hjartahreinu gelti.


mbl.is Hundur á bæn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennabein er ekki sama og mannabein

reið kona,,Hvern fjárann á nú þetta að þýða" varð mér á að hugsa þegar ég las meðfylgjandi höfuðkúpufrétt á mbl.is.

Það sem mér blöskrar þó helst við þessi ósmekklegu skrif, er að greinarhöfundur kallar bein þau er fundust á víðavangi í Kjósarhreppi ,,mannabein" þó að talið sé að um kvenbein sé að ræða. Og það var ekki laust við að mín fémíníska taug færi að kúgast af sannri fémínískri vandlætingu. 

Ég vona bara að Guð Almáttugur á Hymmnum Hátt, forði hinum róttæka fémínísta sem ætlar að bjarga heiminum, Sóleyju Tomm- fílíbomm-bomm-bomm, frá því að lesa þvílík býsn og karlpúngsrottuhátt, að kalla kvennabein mannabein.

Því miður, gott fólk (orðið ,,fólk" lesist með þýskum framburði að hætti norðlendinga), með hliðsjón af beinafréttinni út Kjós, á jabnréttisbaráttan og jafbnréttisumræðan langt í land með að verða viðunandi. Á sama hátt og sauðkind getur aldrei orðið að þarfanauti, þá geta kvennabein aldrei orðið að mannabeinum, hvernig sem farið er að.


mbl.is Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manna, hvað ?

full konaGóður söngleikur ,,Manna Mía" er mér sagt.

Reyndar vefst orðið ,,Manna" í samhenginu ,, Manna Mía" harkalega fyrir mér. Ég hefi í kvöld leitað til nokkurra málvísindasinnaðra manna varðandi kórrétta þýðingu á þessum helvítis ,,Manna" í Manna Míu" með svo óhrjálegum árangri að ég veit hreinlega ekki hverju ég á að trúa.

En það var ágætt að Sesselía, sú er bjó með Sarkozky graðnagla af Frakklandi, lét sig hafa að skrönglast, draugfull að vanda og með nýjan/gamlan auðkýfðan graðnagla í eftirdragi, á söngleikinn um ,,Manna Míu."

Uppá stól stendur mín kanna / 9 nóttum fyrir jól fyllist hún af ,,manna"?!??


mbl.is Fyrrum eiginkona Frakklandsforseta gift á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband