Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
26.1.2009 | 16:48
Hannes Hólmstein af launaskrá ríkisins strax
Eitt af fyrstu smáverkum næstu ríkisstjórnar verður, fyrir utan að fjarlægja Davíð Oddsson úr Seðlabankanum, að sjálfsögðu að taka nýfrjálshyggjupödduna Hannes Hólmstein Gissurarson af launaskrá ríkissins. Þessi sérkennilegi, en stórhættulegi, hugsuður er búinn að vera helst til lengi á framfærslu skattborgrana og það væri fullkomin móðgun við þjóðina ef slíkur kóni fær krónu meir úr ríkiskassanum.
Burt með ójafnaðar og spillingardraslið - út í hafsauga með það eins fljótt og auðið er.
Lifi byltingin !!!!!
![]() |
Ásaka hvert annað um hroka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.1.2009 | 16:19
Bylting fólksins sigraði - Ríkisstjórnin féll.
Það skiptir engu máli hvort málefnaágreiningur milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar var meiri eða minni. Það sem skipti máli var að almenningur í landinu vildi hvorki sjá né heyra ríkisstjórn þessara flokka stundinni lengur. En það mikilvægasta og gleðilegasta í öllu ferlinu var, að það var þessi sami almenningur kvað ríkisstjórnina niður með samtakamætti sínum og sparkaði íhaldinu út.
Dagurinn í dag er sannarlega gleðidagur. Bylting fólksins sigraði og ríkisstjórnin féll.
En baráttunni er þar með ekki lokið. Næsta verkefni er að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn komi nærri nokkurri ríkisstjórn í framtíðinni. Syndalisti þessara óþurftarsamtaka er langur og ljótur og það mun taka sinn tíma að laga til á öllum sviðum þjóðlífins eftir djöfulgang og óhugnarlega spillingu síðustu tvo áratugna.
Til hamingju Íslendingar.
Fylgjum byltingunni eftir af fullri einurð.
Lifi byltingin !!!!!
![]() |
Ekki málefnaágreiningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2009 | 12:33
Hún lýgur því að afsögnin hafi komið henni á óvart.
Miklir andskotans lygamerðir eru þessi vesalings stjórnmálamenn. Hvernig dettur frú Ingibjörgu Sólrúnu að ljúga því blákalt uppí opið geðið á þjóðinni að henni komi afsögn Björgvins á óvart? Svona hlutir eru gerðir af yfirveguðu ráði af fleiri en einum.
Afsögn Björgvins er millileikur samfylkingarforystunnar til að reyna bjarga eigin skinni. Hvort Samfylkingunni verður kápan úr því klæðinu er ólíklegt. Samfylkingin hefur frá upphafi verið ónýtur stjórnmálaflokkur þó svo að almenningur hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en á síðustu vikum.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 11:37
Björn ætti að biðjast afsökunar á ummælum sínum
Það má Björn Bjarnason eiga, að maður velkist ekki neinum vafa hvar maður hefur hann. Í þeim efnum mættu aðrir stjónmálamenn taka hann sér til fyrirmyndar, burtséð frá skoðunum karlsins yfirleitt.
Hinsvegar er það rangt hjá Birni að gagnrýni á einstök atriði í framgöngu lögreglunnar sé það sama og að veitast að lögreglunni. Eiginlega er það dóms- og kirkjumálaráðherra til heilmikillar skammar stilla hlutunum svona upp, og ber dómgreind hans ekki beinlínis fagurt vitni. Sannast sagna ætti Björn Bjarnason að biðja hlutaðeigandi alþingismenn afsökunar á ruglinu í sér.
Nú er um að gera að reka flótta auðvaldsaflanna af skynsemi og festu.
Fullnaðarsigur er í sjónmáli.
Byltingin lifi !!!!!
![]() |
Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2009 | 11:14
Of seint fyrir ríkisstjórnina að skjóta þúfutittlinga
Það er heldur seint fyrir ríkisstjórnina að grípa til þess að fórna þúfutittlingum til að bjarga sjálfri sér. Krafan um að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segi af sér er skýr og frá henni verður ekki kvikað. Það er ekki annað en stórhlægilegt hjá Björgvini að halda því fram að hann sé að axla ábyrg með því að segja af sér núna þegar tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan bakarnir hrundu.
Og þó að frú Ingbjörg Sólrún og Gjeir Haaarde hafi tekið sig til og skotið fáeina þúfutittlinga þá bjargar það engu fyrir þau úr því sem komið er. Almenningur mun halda áfram að reka flótta gjörspilltra stjórnmálamanna og fjárglæpamanna og það verður ekki staðar numið fyrr en búið verður að aftengja þetta lið algjörlega. Byltingin er komin til að vera!
Byltingin lifi !!!!!
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2009 | 17:14
Ógeðfelld hræsni óumdeildra sökudólga
Ætli þingflokki og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins væri ekki nær að biðja þjóðina fyrirgefningar á þeirri gereyðingarpólitík sem flokkurinn hefur staðið fyrir síðustu tvo áratugina en að senda út ógeðfellda og hræsnisfulla yfirlýsingu varðandi mótmælaðgerðir sem hafa beins fyrst og fremst að Sjálfstæðisflokknum og flestu því sem hann hefur staðið fyrir á umliðnum árum.
En sumt fólk kann aldrei að sjá sóma sinn og því síður kann það að iðrast.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur harmar ofbeldi í mótmælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 07:28
Skelkaðir samfylkingarhestar og fólkið sem ekki er þjóðin
Sko bara, Ingibjörg Sólrún farin að taka örlítið mark á fólkin sem hún sagði, sællar minningar, að væri ekki þjóðin. Batnandi konum er best að lifa, myndi margur segja.
En það svosem ekki undarlegt að forvígishestar Samfylkingarinnar séu farnir að skelkast, ekki síst í ljósi þess að samkvæmt skoðannakönnun í gær er fylgið á harðahlaupum burt frá Samfylkingunni, meira að segja í stórum stíl yfir á dauðvona Framsóknarmaddömuna.
![]() |
Allt kemur til greina" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 21:20
Stóðu heimdellingar og SÚS fyrir grjótkastinu í lögregluna?
Mér er næst að halda að fylliraftarnir og sóðasvínin, sem grýttu lögregluna síðastliðna nótt með gangstéttarhellum, glerflöskum og mannaskít, sé fénaður úr einhverjum undiheimaafkima Ungra Sjálfstæðismanna og aðgerðir þessara þokkagemlinga sé ætluð til að koma óorði á heiðarlega mótmælendur og byltingarsinna.
Heimdallur, en svo heitir félagsskapur öfgafullra unglinga af auðvaldsheimilum, hefur löngum verið gróðrastía fyrir fjandsamlegar skoðanir í garð alþýðufólks, því heimdellingar líta á alþýðufólk eins og hver önnur vinnudýr af þrælastandi og það eigi að halda kjafti og vinna fyrir auðvaldið steinþegjandi og hljóðalaust.
Vonandi verða illkynja meinsemdir eins og Heimdallur, já og sjálfur móðurflokkurinn, leystur upp eins og gert er með samtök stigamanna og bannaður með lögum.
![]() |
Munu hafa uppi á ofbeldismönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.1.2009 | 19:01
Afvelta yfirstéttarfjölskylda
Það hefur ekki legið í láginni, hve mikla dáleika formaður Samfylkingarinnar hefur á Sjálfstæðisflokknum og öllu því er honum við kemur. Þessi dáindis formaður jabbnaðarmanna er meira en reiðubúinn að standa meðan stætt er með sínu íhaldi.
Nú vill hinsvegar svo sorglega til, að ríkisstjórninni er ekki stætt lengur, enda stendur hún ekki einusinni á löppunum; hún liggur afvelta í forinni eins og útúrdrukkinn yfirstéttarfjölskylda. Þetta sjá allir nema formaður samfylkingarinnar og helsta venslaliðið þarumkring.
![]() |
Ingibjörg vill kosningar í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 17:52
Í hjarta sínu, lifur og nýrum er hann gegn sjálfstæðismanni
Blessaður trallinn hann Össör; svo vænt þykirir honum um frillulífið með íhaldinu að hann vill ekki stjórnarkreppu í landinu. Þessi merka hugsjón Össörar er ekkert kynleg: Hann er mikill sjálfstæðismaður í hjarta sínu, lifur og nýrum, rétt eins og svelkona hans Ingibjörg Sólrún, sem vann sér til frægðar að aka áfengi um gólf í hjólbörum þá hún varð 50 ára gömul. Það var eftirminnileg sjón og fögur ollum þeim er á horfðu.
Þá er líklegra en nótt kemur á eftir degi, að kvótasnáðinn, Ágúst Ólávur, kjósi fremur jóðlíf í auðvaldsbelg Sjálfstæðisflokksins en stjórnarkreppu í 15 mínútur, hvað þá lengur. Það vill víst svo skemmtilega til að í Samfylkingunni er allt stúrfullt af stjórnmálavillingum og landsslumönnum, vel hægri sinnuðum loddurum og væmnum pissudúkkum.
Vissulega er stjónmálavillingum og stjórnkrepptum tækifærissinnum í Samfylkingunni vandi á höndum þegar fjarað hefur undan Sjálfstæðisflokknum þeirra.
![]() |
Viljum ekki stjórnarkreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.3.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1545616
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007