Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Kynveran sem kastaði hamnum á nýársnótt

womAð kynjaverur fari á stjá um áramót er ekkert til að hafa í flimtingum eða tala óvarlega um. En þó tekur í hnjúkanna þegar kynverurnar láta á sér kræla á nýjársnótt, baulandi af fryggðarlosta og kasta af sér hamnum þegar minnst varir. Það eru til í munnmælum margar ljótar sögur af þessháttar uppákomum.

Það var einhver áramótin, líklega fyrir fjórum eða fimm árum, að frú Ingveldur kastaði af sér hamnum í miðju nýjárssamkvæmi og gaf sig hórnum á vald meðan Kolbeinn eiginmaður hennar hraut úr sér vímuna bak við stofusófa. Það er eindóma skoðun þeirra sem viðstaddir voru, að aldrei hafii ein kona á Íslandi riðið húsum jafn harkalega og frú Ingveldur gerði þessa nótt. En undir morgun gerðu nokkrar drukknar eiginkonur aðsúg að frú Ingveldi, báru hana sökum um að hafa flekað og fíflað menn þeirra og ætluðu að berja hana fyrir. Allt fór þó í handaskolum hjá eiginkonunum því þegar upp var staðið þá voru það þær sem lágu í öngviti á gólfinu undan hörðum hnefum frú Ingveldar. 


mbl.is Talandi kýr og selir úr ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkselíta VG gerir símaat

Alveg sé ég Álfheiði Inga, Árna Þór, Swandeesy Sendiherrans og Katrínu Jack, fyrir mér sitja við símann löðursveitt og hringja í gríð og erg í Rás 2 til að kjósa Steingrím J mann ársins. Nú, svo hafa dekurdýrin Huginn og Dellesen, eða hvað þessi óbermi heita, fengið að hringja og segja: -É attla gjósa Stengrim J mann ássins ...

Ójá, hún er falleg eindrægin og samstaðan í safnaðarlífi flokkseigendafélagsins í VG.


mbl.is Edda Heiðrún maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegur flótti ráðherra frá Bessastöðum

kona2Fjári var nú gaman að fylgjast með fréttinni á Ríkissjónvarpinu um ferð ríkisstjórnarinnar á Bessastaði í morgun. Félagi Óli forseti stóð þarna bísperrtur eins og landnámshani framan í fréttamönnunum og sagði fjálglega frá því að hann hefði neitað að skrifa undir Icesave-plaggið og ráðherrarnir hefðu ekki þorað að segja eitt einasta orð. Og þegar Steingrímur okkar hérna J. ruddist útum dyrnar á Bessastöðum, blásvartur í framan af svavarsveikinni, hvæsti hann eins og grimmur fressköttur á fréttamennina og skrækti, þegar þeir spurðu hann um fundinn: -Spyrjið forsetann, spyrjið forsetann, og þaut á brott í ráðherrabifreið sinni eins og hann hefði hitt sjálfann Erkidjöfulinn í stofunni á Bessastöðum.

En nú er boltinn sem sé hjá félaga Ólafi Ragnari, sem virðist þess albúinn að sparka honum til ,,fólksins í landinu," svo ég noti vinsælt orðatiltæki forsetans.


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andvaka forseti, 12 illilegir ráðherrar og 50.000 undirskriftir

órgAumingja karlinn hann Ólafur Ragnar að þurfa standa í svona andstyggilegum skítverkum á gamlársdag. Fyrir það fyrsta samanstendur þjóðarnefnan, sem henn er forseti yfir, af yfirgengilega vanþakklátu stóði og þrasgjörnu, sem á það eitt skilið að vera bæði forseta- og ríkisstjórnarlaus. Nú hefur þetta lið safnað hátt í 50.000 udirskriftum til að heimta af félaga Ólafi Ragnari, að hann neiti að undirrita Icesave-lögin frá í gærkvöldi og vísi þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Og í dag er von á gestum á Bessastöðum, leiðinlegum gestum, sumum svipljótum og óbilgjörnum. Þar munu. í fyrsta lagi, vera á ferðinni kotkarlar með undirskriftirnar 50.000 og í öðru lagi, Jóhanna og Steingrímur J. ásamt ríkisstjórn þeirra, skuggalegt fólk og grunsamlegt, sem heimtar að félagi Ólafur steinhaldi kjafti og skrifi undir Icesave-lögin strax, annars hafi hann verra af. 

Það þarf víst engan að undra þótt forsetinn okkar hafi legið andvaka í nótt af áhyggjum sem jafnvel sterkustu og dýrustu svefnpillur geta ekki unnið bug á. Það er altso heldur ekkert gamanmál fyrir einn stjórnmálafræðilærðan forseta, að þurfa að gera uppá milli 50.000 manns annarsvegar, sem mótmæla Icesave, og 12 illilegra ráðherra hinsvegar.

Þeir sem ekki hafa enn skrifað undir áskorunina á félaga Ólaf Ragnar er hér með bent á vefslóðina: http://indefence.is/


mbl.is Kanna möguleika á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilisófriður útaf atkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn

femmaÍ kvöld brutust út slagsmál á heimili sæmdarhjónanna Kolbeins Kolbeinssonar og frú Ingveldar, í annað sinn á örfáum dögum, svo kalla var út lögreglusveit til að koma í veg fyrir ótímabæran dauðdaga hjónanna, annars eða beggja því barist var með stólum, borðum kertastjökum og 50 tommu flatskjársjónvarpi. Um málatvik er ekki að fullu vitað að öðru leyti en að hjónunum varð heiftarlega sundurorða fyrir framan sjónvarpið þegar Þegar Vigdís Hauksdóttir alþingismaður var að gera grein fyrir atkvæði sínu á Alþingi, en þá mun hafa hrokkið útúr Kolbeini: -Þessi kerling er alveg eins og þú, Ingveldur mín. Og með það sama fór allt í bál og brand.

Það var fólk í nærliggjandi húsum, sem lét lögreglu vita af ófriðnum, því það skelfdist orrustugnýinn og taldi jafnvel sjálft sig í hættu. Að sögn sjónarvotta var stofa, eldhús og svefnherbergi Kolbeins og frú Ingveldar tilsýndar eins og rofabarð eitt eftir þau höfðu verið fjarlægð af heimili sínu eftir atganginn. Og allt var þetta útaf Vigdísi Hauksdóttur alþingismanni, sem verður nú að borga kostnaðinn af viðgerð á húsinu.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pokurinn vitnar gegn galdrakarlinum Gestsson

djöfsiÍ Íslandsklukkuni er sagt frá því þegar bölvaður Pokurinn vitraðist honum Sigurði sáluga á banasænginni og vitnaði á móti galdramanninum Jóni Þeófílussyni, en sá vitnisburður varð Jóni karlanganum að falli, en þá var líka kýrin dauð og folaldið komið ofaní pyttinn.

Og enn er Pokurinn á ferðinni, þess albúinn að leggja grjóthnullunga í götu íslensks nútímagaldrakarls. Að þessu sinni stekkur ófétið fram í líki breskrar lögmannastofu og vill óður og uppvægur sverja gegn ekki minni persónu en sjálfum Svavar Sendiherra Gestssyni, sem á árum áður varð frægur fyrir að leika alþýðuhetju. Ómögulegt er að segja til um hvað Pokurnum gengur til með þessum sóðaleik, en ekki kæmi á óvart að hann hafi á prjónunum ráðagerð um að ræna englasál Sendiherrans og hans lærisveina í VG.


mbl.is Bjóða eiðsvarinn vitnisburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstriarmur VG er á leiðinni út

flokkseigendur_786424.jpgNú syrtir aldeilis í álinn hjá Svavarsarminum í VG. Ef rétt reynist, að herra Gestsson hafi staðið fyrir því að viss atriði hafi verið strokuð útúr skýrslu lögmannastofunnar Mishcon de Reya verða félagar í VG, að gjöra svo vel að stokka ærlega upp í forystusveit sinni. Að mínu mati, sem almenns félaga í VG, er algjörlega óásættanlegt að höfuðpaurarnir í Svavarsarminum, liðið sem svarsvæddi VG og tók flokkinn í gíslingu, sitji í sínum sætum áfram eins og ekkert hafi í skorist. Annaðhvort stíga þessar óheillakrákur til hliðar, helst af sjálfsdáðum, eða það verður fjöldaflótti úr VG.

Ef Steingrímur J., Álfheiður Inga, Swandees Svavars, Katrín Jack, Árni Þór og þeirra klíkulið, skilur ekki hvað til þeirra friðar heyrir, er svo sem sjálfsagt að tilkynna þeim hér og nú, að innan VG er fólk farið að ferðbúast og stofnun nýs flokks komin á dagskrá af fullum þunga og í fullri alvöru.


mbl.is Svavar neitaði að mæta á fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstriarmurinn er við að yfirgefa VG

ömmivgÞað er nákvæmlega sama hvort Ásmundur Einar greiðir atkvæði með eða móti Icesave-óþverra Sjálfstæðisflokksins, það breytir engu um sundrungina innan VG. Staðreyndin er sú, að VG hefur verið klofin flokkur lengi, í nokkur ár. Að vísu sér ekki enn fyrir endann á þessum klofningi, en víst er að fleiri en nokkurn grunar eru þess fýsandi að vinstri armur flokksins gangi hreinlega út og stofni raunverulegan vinstriflokk. Fari svo að vinstrisinnarnir, sósíalistarnir, yfirgefi samkvæmið er Vinstrihreyfingin grænt framboð búin að vera og þá er um fátt annað að ræða fyrir Steingrím J., Álfheiði og hitt svarsdótið en að stimpla sig útúr Íslenskum stjórnmálum eða skríða með skottið á milli lappana inní Samfylkinguna eða Framsóknarflokkinn.

Það er ljóst, að mikið veltur á hvað Ögmundur Jónasson gerir í framtíðinni, en hann er eins og kunnugt er ókrýndur leiðtogi vinstri armsins í VG, en vitað er að hann er orðinn mjög þreyttur á hinum spillta svavarsarmi sem ræður lögum og lofum í flokknum og hefur haldið honum í gíslingu til margra ára.  


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódrátturinn með kylfuna

golf1Það er áreiðanlega fullmikið sagt að þessi Rakel Úkkítel sé meint ástkona þorparans Tígurs, ekki einusinni meint ástkona. Ódrættir eins og Tígur eiga sér aldrei ástkonur, aðeins frillur og kynlífsleikföng. Og þó að Tígur hafi verið að munda kylfuna í bæli sínu, að Rakel viðstaddri, á það ekki neitt skylt við ást.

Tígur Woods er tvímælalaust sá einstaklingur sem mestum vonbrigðum hefur valdið í veröldinni í seinni tíð með skefjalausum hórdómslosta sínum og neðanjarðarlíferni. Svona kalla á að hengja uppá afturlöppunum og láta síga úr þeim ónáttúruna og sorann. Ef það dugar ekki, á brytja þá í spað og nota í hákarlabeitu. Tígur Wodds ... fuss sveiattan.


mbl.is Tiger og Rachel saman um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sú gamla mun hætta sem og 3 VG ráðherrar.

sorp1_816476.jpgEkki kæmi mér á óvart þó Jóhanna Sigurðardóttir hætti forsætisráðherrastússinu um áramót, enda er hún gömluð orðin og framsóknarmaddömuleg. Sennilega mun enginn taka við af Jóhönnu þar eð Samfylkingin, slíkur ruslahaugur sen hún er, á nákvæmlega engann sem er hæfur til að taka við af þeirri gömlu.

Þá er uppi heilmikill orðrómur þess efnis, að Ögmundur Jónasson komi inn í ríkisstjórnina að nýju. Hugmyndin er sú, að Ögmundur taki við ráðuneytum heilbrigðis, menntamála og umhverfismála, en kvinnurnar Álfheiður, Katrín Jack og Swandees Sendiherrans hverfi á braut. Það er samdóma álit sérfróðra manna, að Ögmundur færi létt með að sinna þessum þremur ráðuneytum að minnsta kosti hundrað sinnum betur en hinar sjálfhverfu flokkselítugálur sem undanfarna mánuði hafa fengið að skreyta sig með ráðherranafnbót þrátt fyrir að þær skorti alla nauðsynlega innistæðu fyrir þessháttar titli. 


mbl.is Hrókeringar um áramótin ólíklegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband