Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
30.4.2009 | 15:03
Forystusnatar og hlandprestar
Ég er mest hissa á að forystusnatar ASÍ ætli að koma nálægt nokkrum sköpuðum hlut er lítur að verkalýðsmálum á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Þó hlýtur svo að vera fyrst út er komin rulla undir nafninu: 1. maí ávarp verkalýðsfélaga í Reykjavík.
Annars var ég kominn á þá skoðun, sú skoðun er reyndar óbreytt, að umræddir forystusnatar hafi fyrir löngu andast eins og hverjir aðrir hlandprestar ofaní forarvilpu frjálshyggju og davíðsisma. Eða hvar voru þessir gemlingar í frjálshyggjugóðærinu, sællar minningar, aðdraganda hrunsins, í hruninu og eftir það? Ekki voru þeir að berjast fyrir jöfnuði og mannsæmandi launum verkafólks, svo mikið er víst. Og þegar alþýða landsins gerði uppreisn gegn stjórnvöldum í vetur héldu Gylfi Arnbjörns, Kristján í Keflavík, Skúli Thoroddsen og frú Ingibjörg Err eins langt frá vígvellinum og þau gátu. Það eins sem þetta lítilsiglda fólk hefur haft til málanna að leggja er hjáróma söngur um dýrðarríki hins hákapíalíska ESB. Það þarf augljóslega að fara með potta og sleifar inná kontóra ASÍ-slektisins og hreinsa þar ærlega út með kröftugri búsáhaldabyltingu.
Lifi byltingin !!!
Stóra krafan er félagslegt réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 22:52
Rófusöngur ungra sjálfstæðismanna
Ég held þeim hafi ekki verið ofgott, blessuðum íhaldsskörfunum, að bregða á ærslafullan leik með kerlingunni Natalie Rowe (Natalíu Rófu). Og hvað ætli sé yndislegra í heiminum en að vera íhaldsmaður á daginn og perrakall á kvöldin? Það er eiginlega nákvæmlega það sama og vera sjálfstæðismaður og græða á daginn og grilla á kvöldin, eins og ríkisrekna þjóðskáldið orðaði það svo fagurlega.
Hér á árum áður sungu félagar í SÚS, Sambandi ungra sjálfstæðismanna (sikileyjinga) mikið gleðilag á samkomum sínum við texta eftir fullorðinn sjálfstæðismann sem notið hafði gistivináttu frú Natalíu Rófu og upphófst á þessa leið: ,,Ég vildi ég væri tófutittlingu, ÉG VILDI ÉG VÆRI TÓFUTITTLINGUR, þá myndi ég taka tófuna og stinga honum undir Rófuna. Ég vildi ég væri tófutittlingur.
Í dag láta ungir sjálfstæðismenn sér nægja að kumra dapurlega og úrelta sálma eftir Hannes Hólmstein Gissurarson eins og ,,Frjálshyggjan féll af björgum fram" og ,,Milton Friedman á líkbörunum.
Kynlífshneyksli í uppsiglingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2009 | 23:09
Sprotafyrirtækjum eytt
Það er í meira lagi dapurlegt að verða vitni að því að hið opinbera skuli drepa góð sprotafyrirtæki niður af fullri hörku jafnóðum og þau eru að komast á legg. Það er engum vafa undirorpið að íslendingar verða að gera allt til að koma hjólum atvinnu- og efnahagslífs í gang aftur, í því tilliti jaðrar aðförin að kannabisbændum við glæp; fjöldi manns missir vinnuna og efnahagslífið fær ekki það súrefni sem það þarfnast. Virtur hagfræðingur sagði í lærðum fyrirlestri á dögunum, að fátt virkaði betur á krepputímum en að reykja sig útúr vandanum af innanlandsræktuðu maríjúana. Fólki yrði glatt í geði af slíkum reykingum, rólegt og yfirvegað, gæfi skít í kreppukjaftæði og myndi þannig á örskömmum tíma vinna þjóðina alla útúr hinu kókaníníska efnahagshruni sem allt væri að sliga um þessar mundir.
Það er því ekki seinna vænna að lögreglan skili kannabisbændum afurðum þeirra strax svo hægt sé að hefjast handa svo um munar.
32 kannabisræktanir stöðvaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.4.2009 | 19:45
Súpa úr kokkhúsi Finns, Óla, Dóra, Alfredós og Kögunarfeðga
Það held ég sé kræsileg súpa sem borin er fram úr eldhúsi Finns Ingólfssonar, Óla bónda á Miðhrauni, Halldórs Ásgrímssonar, Alfreðs Þorsteinssonar og Kögunarfeðga. Fyrir utan að vera bragðvond, óæt, er ég næsta vissum að umrætt súpugutl er heilsuspillandi, jafnvel baneitrað öðrum en innvígðum í miðstjórn Framsóknarfjóssins. Fyrir nokkrum árum fóru framsóknarkokkarnir að bragðbæta súpuna sína með frjálhyggjukryddi. Það hafði þær afleiðingar að eitrun hljóp í efnahags- og menningarlíf þjóðarinnar, sem lauk með því að bæði efnahagslífið og menningarlífið drápust eins og hænsnin sem komust í rottueitrið hér um árið.
En fyrst ég álpaðist til að minnast á miðstjórn Framsóknarflokksins: Hvaða persónur skipa þá stjórn með leyfi?
Kosningakjötsúpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.4.2009 | 21:01
Ómerkilegt slúður
Segir Björgólf hafa vitað af styrknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 20:01
Sá sem var lægstur allra er nú efstur , fremstur og hæfastur
Á þessu sést hvað Árni Johnsen er mikið gáfaðri en aðrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins; í stað þess að reyna að ljúga sig útúr fjölmörgum stórkostlegum hneykslismálum, sumum glæpsamlegum, eins og aðrir frambjóðendur FLokksins, lætur Árni sér nægja að söngla ,,Undir bláhimni" auk ,,Ég veit þú kemur" eftir eyjakommana Oddgeir og Ása í Bæ.
Fyrir síðustu kosningar var Árni Johnsen álitinn lægstur af öllu lágu í röðum frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins. Nú, tveimur árum síðar, er öldin sannarlega önnur, því sami Árni er af öllum almenningi talinn lang fremstur og hæfastur allra í Sjálfstæðisflokknum.
Brekkusöngur fyrir kjósendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2009 | 12:59
Hinn stórbrotni stjórnvitringur og kaghýðing eftir viku
Hinn stórbrotni stjórnvitringur, Gvöðlaugur Þór Þórðarson, veit uppá hár að ástæðan fyrir alþingiskosningum eftir viku sé vinstriflokkunum að kenna, og að vinstriflokkarnir hafi einungis boðað til kosninga til að valda Sjálfstæðisflokknum sem mestum skaða. Ennfremur gat stjórnvitringurinn þess að það eina sem sameinaði vinstriflokkana væri fólska þeirra í garð Sjálfstæðisflokksins.
Á hinn bóginn virðist Gvöðlaugi, þó stórgáfaður sé, ómögulegt að muna og því síður að gera sér grein fyrir að það var þjóðin, með búsáhaldabyltingu og öðru andófi, sem hrakti Sjálfstæðisflokkinn frá völdum eftir að hann hafði komið þjóðinni á vonarvöl með dæmalausri óstjórn, spillingu, lygum og glæpsamlegri efnahagsstefnu sem kennd er við frjálshyggju.
Liðsmenn Sjálfstæðisflokksins í einkavæddum fjármálageiranum tóku stöðu á móti íslensku krónunni. Íslenska þjóðin svaraði að bragði með því að taka stöðu á móti Sjálfstæðisflokknum.
Í kosningunum þann 25. apríl næstkomandi verður Sjálfstæðisflokkurinn kaghýddur á bert rassgatið um land allt. Þá hýðingu getur Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst þakkað sjálfum sér, en einkum þó og sér í lagi gjörspilltri forystu sinni og þeim djöflaher sem kringum hana hefur dansað síðustu tvo áratugina.
Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 22:24
Það sem hjartanu er kærast
Beit framan af eigin lim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2009 | 17:38
Engin önnur skynsamleg leið í boði
Það er algjör óþarfi að reyna að snúa útúr orðum Katrínar Jakobsdóttur um blandaða leið launalækkana og niðurskurðar. Það er því miður engin önnur skynsamleg leið í boði. Það verður með öllum ráðum að verja þann snefil af velferðarkerfi eftir er. Miðað við útúrsnúninga sjálfstæðismanna á stefnu VG í ríkisfjármálum, tekjuöflun og útgjöldum, mætti ætla að Sjálfstæðisflokkurinn stefni ótrauður að því að ná fram sem mestu atvinnuleysi, fjöldagjaldþrotum heimila og þjóðargjaldþroti. Það er full ástæða fyrir kjósendur að vara sig á Sjálfstæðisflokknum; Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur í þeim skilningi sem þorri almennings álítur að stjórnmálaflokkur sé og eigi að vera, heldur er þetta fyrirbæri massív samtök valdasjúkra auðvaldsmafíósa og ójafnaðarmanna.
Eftir það sem á undan er gengið er full ástæða til að tekið verði af hörku á Sjálfstæðisflokknum, hann lagður niður og starfsemi hans bönnuð með lögum frá Alþingi. Þannig er farið með hliðstæð stjórnmálaöfl í öllum siðuðum löndum.
Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 17:07
Senditíkur LÍÚ-skrímslisins
Segja sjálfstæðismenn hafa varpað grímunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
- Spøgelset í höfn á Jótlandi
- Þétt dagskrá forseta á morgun - og fullveldismessa síra Baldv...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 23
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1495
- Frá upphafi: 1542365
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 1317
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007