Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Og Hraunið blasir við ... nei, ég trúi því ekki

jail1.jpgjail2.jpgGetur það verið að samskiptum þeirra veleðla fyrirtækja, Sjóvá og Milestone, ljúki með því að það fjölgi á Litla-Hrauni? Ekki trúi ég því. Ég trúi því bara alls ekki að jafn heiðvirðir hugsjónamenn í frjálshyggjukapítalismanum og stjórnendur Sjóvá og Milestona hafi aðhafst nokkuð svo misjafnt að þeir verðskuldi vist hjá Margréti Frímanns, bónda að Litla-Hrauni. En fari nú svo ótrúlega illa að sjóvármilestónar lendi alsaklausir á bak við lás og slá, krefst ég þess að þeir verði ekki vistaðir á gangi með glæpamönnum, þjófum og ræningjum, því það gæti skaðað þá sem atvinnurekendur og fjármálasérfræðinga.
mbl.is Mál Milestone og Sjóvár til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheiðarlegt, heimskulegt og villandi svar

reið kona,,Reyndar finnst mér að þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að innleiða í miklu ríkara mæli er gert er, segir Svandís Svavarsdóttir, spurð hvort hún muni greiða atkvæði með þingsályktunartillögu um viðræður við ESB." mbl.is

Mikið eru nú svör af þessu tagi óheiðarleg, heimskuleg og villandi. Í þessu tilfelli hefði Súperpúmunni Swandeesi nægt að svara annaðhvort með já-i eða nei-i, en kýs þess í stað belgja sig vísvitandi út með ruglanda til að afvegaleiða umræðuna.

Það er ekki beint traustvekjandi fyrir VG að burðast með svona grip í farangrinum.


mbl.is Tjáir sig ekki um ESB atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta knattspyrnulið Vesturlands

vik_o.jpgvik_o1.jpgÍ dag er Víkingur Ólafsvík tvímælalaust stærsta og öflugasta knattspyrnulið Vesturlands, sem eru mikil tíðindi því áratugum saman hefur ÍA einokað þessa virðingarstöðu. Það má því búast við að Víkingur vinni sér rétt í efstu deild næsta sumar til að  leika í evrópukeppni. Ég sé fyrir mér, að eftir tvö ár mæti fræg lið, eins og t.d. Arsenal, Valencia, AC Milan eða Schalke, á Ólafsvíkur stadium til að etja kappi við Víkinginga Ó og lúta í gras fyrir þeim.
mbl.is Ólafsvíkingar á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drög að föðurlandssvikum

judas1_847810.jpgjudas.jpgJæja, þá er hin föðurlandsholla Samfylkin komin nokkuð áleiðis með hina krónísku þráhyggjuáráttu sína að selja sjálfstæði þjóðar sinnar í höndur yfirþjóðlegs evrópuauðvalds fyrir 30 silfurpénínga að hætti Júdasar Ískaríot. En auðvitað mun íslenska þjóðin sjá við Samfylkingunni og fella aðild að EBS með pompi og prakt í þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegann smánarsamning Samfylkingarinnar við kapítalísku hýennunar í Brussel. 
mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jómfrú Jóhanna öskraði sig áfram

jurosing.jpgÞað eru sannarlega mikil firn að Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur skuli hafa tekist að öskra sig áfram í júróinu því satt best að segja hafa sjaldan eða aldrei heyrst önnur eins ósköp í tónlistarformi, að söng Garðars Hólm í Dómkirkjunni undanskildum. Hvað eftir annað rann jómfrú Jóhanna Guðrún útaf laginu, stundum beinlínis útí skurð, ef svo má segja. En hvað um það, öskur, hiksti og más Íslands komst í úrslitakeppnina. Sennilega fengu óhljóðin frá Íslandi að fljóta með í háðungarskyni.
mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun fiskverkafólks og Samtök fiskvinnslustöðva

fisk2.jpgÆtli væri ekki best að fyrirtæki innan Samtaka fiskvinnslustöðva tækju sig saman í andlitinu og andskotuðust til að borga fiskverkafólkinu sómasamleg laun, í samræmi við mikilvægi þeirra, áður en talsmenn þessara samtaka fara að tjá sig um stjórnun fiskveiða. Laun fiskverkafólks er þjóðarskömm af verstu tegund og ber Samtökum fiskvinnslustöðva ljótan vitnisburð. Staðreyndin er sú að fiskverkafólk hefur í engu notið ávaxta af háu afurðaverði og meintu góðæri síðustu ára. Þar með er vandséð að fiskverkafólk tapi einum einasta eyri, hvað þá meir, þó að lögum um fiskveiðar verði breytt í átt til réttlætis. Arðurinn af vinnu þrælanna í fiskinum hefur nefnilega verið notaður m.a. til að borga kvótabrask auðvaldsbelgjanna sem vélað hafa með fiskveiðiauðlindina. Grátkerlingar eins og eyjadraugurinn Arnar Sigurmundsson hjá Samtökum fiskvinnslustöðva ættu fyrst og fremst að hunskast til að skammast sín og halda þverrifunni á sér saman.
mbl.is SF leggst gegn hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

General Benedikt í Hitlers Jugend

páfiÞað virðist ekki ætla að ganga anskotalaust fyrir sig hjá páfaskömminni að segja sig úr Hitlersæskunni þó hann sé fyrir nokkru kominn af æskuskeiði. Nú hafa júðarnir, af sinni alkunnu smámunasemi, verið að rifja upp hitleríska fortíð Benedikts XVI í tilefni af heimsókn hins heilaga föður til Ísraels og láta þar með að því liggja að Benedikt blóti Adólf Hitler og Hermann Göring á laun, sé jafnvel með stór skilerí í lit af þeim félögum uppá vegg í stofunni hjá sér. Þá þykja orð Federico Lombardi talsmanns Páfagarðs, þess efnis, að Benzi XVI hafi aldrei, aldrei, aldrei, aldrei verið í Hitlersæskunni, benda til þess að til þess að karluglan hafi verið og sé enn í hinum prúða félagsskap, Hitlersæskunni. Þá er og fullyrt að hans heilagleiki hafi verið mikill stríðsmaður, eins og þjóðverjum er tamt, í herjum Adólfs sáluga, hafi hoggið mann og annan í hvert skipti sem tækifæri gafst. Það er því ekki nema von að júðar verði hræddir þegar slíkur hershöfðingi ryðst í heimsókn til þeirra.
mbl.is „Páfi aldrei í Hitlers-æskunni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutföll milli stétta og hlutföll milli kynja

illEr nú ekki erfðaprinsessan í VG, sjálf súpernóvan Swandees Sendiherrans, farin að delera um ójafnt kynjahlutfall í ríkisstjórninni. Þetta útspil súpernóvunnar rímar hreint ótrúlega vel við óánægju hennar og veruleikafirringu með að fá ekki að verða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Útaf fyrir sig er það síðan umdeilanlegt hvort það hafi yfir höfuð verið rétt að gera frú Swandeesi að ráðherra, slíkur bullukollur sem hún er, burst séð frá því hvers kyns hún er. Þá er í þessu sambandi vert að gefa því gaum, að í þessari fyrstu ríkisstjórn Íslands sem skipuð er stjórnmálaflokkum sem sprottnir eru uppúr verkalýðshreyfingunni, er ekki einn einasti verkamaður. Eini ráðherrann sem hefur tengsl við verkalýðshreyfinguna er Ögmundur Jónasson. Þarf ekki líka að jafna hlutföllin milli stétta í nýju ríkisstjórninni?
mbl.is Karl stendur upp fyrir konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með gargið í herra Johnsen

Ef söngur hanans í Vetmannaeyjum er brot á lögreglusamþykkt eyjanna þá eru galið og rokurnar í Árna Johnsen það líka. Aldrei hef ég skilið hversvegna eyjamenn hafa ekki fyrir löngu kært þjóðhátíðargargið í herra Johnsen. En það er víst ekki sama hvaða hani galar úti í Vestmannaeyjum.
mbl.is Galandi hani veldur enn ónæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Reðursafnið eða Sjóræningjasafnið

re_ursafni.jpgsjoraeningjasafni.jpgJá drengir mínir, ekki var nýja ríkisstjórnin lengi að snúa efnahagsvandanum við. Ef við sætum uppi með sama gamla íhaldsframsóknarhelvítið væri sennilega verið að bjóða Ísland upp eins og gert var við svokallaða hreppsómaga í þá gömlu góðu daga þegar íhaldshugsjónin fékk að valsa um eftirlits- og athugasemdlaust. Þá var nú hamingja í húsum lénsherra og útvegsbænda. En Steingrímur J. og Jóhanna eru engir veifiskatar; þau snöru vörn í sókn á einu augabragði og í árslok mun sól skína í heiði í svartasta skammdeginu eins og um hásumar væri. Svo reyna vælukjóarnir Bjarni Ben og Sigmundur Kögunar að telja fólki trú um að Steingrímur J. og Jóhanna hafi ekki gert neitt og muni ekki gera neitt! Þessir peyjar verða komnir á Þjóðminjasafnið fyrir mæstu áramót, og ef ekki á Þjóðminjasafnið þá annaðhvort á Reðursafnið á Húsavík eða Sjóræningjasafnið á Patreksfirði. 
mbl.is Það versta mögulega afstaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband