Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Agalausir tréhestar og sérvitringar

eldur2Mikið óskaplega er sorglegt að fylgjast með frekju og dólgslátum slökkviliðsmanna á Selfossi gagnvart sínum yfirboðara, slökkviliðsstjóranum. Það sér hver maður að ógjörningur er að halda úti slökkviliði sem samanstedur af aglausum kurfum og sérvitringum. Það verður, með illu eða góðu, að koma því inní hausinn á þessum ósvífnu tréhestum að þeir eiga ekki að hugsa þegar slökkviliðsstörf eru annarsvegar, yfirmaður þeirra hugsar fyrir þá. Slökkviliðsmaður sem byrjar að hugsa er ekki lengur slökkviliðsmaður heldur borgaralegur kláðagemlingur. Ég vænti þess að nú skerist stjörnusýslumaðurinn Stones í leikinn og sýni undirsátum slökkviliðsstjórans á Selfossi hvar Davíð keypti ölið. Ekki dugar að láta gjörvalla Árnessýslu brenna til kaldra kola útaf agalausum slökkviliðsmönnum sem kunna ekki að respekta sinn herra.


mbl.is Öryggi íbúa ógnað vegna kjaradeilu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður með höfuð fullt af ógeðslegum hugunum

perr2.jpgÞað er einmitt það já, - svo ítalski mafíósinn og perrakallinn herra Silvíó Berlúskóni sá fyrir sér gríðarlegt umhverfisslys þegar hann leit þá lítillátu og snotru Þingvallakirkju augum. Það þarf þó ekki að koma neinum á óvart þó Berlúskóni muni ekki gjörla í hvaða landi hann rakst á hið skammarlega guðshús, sem svo sannarlega misbauð kröfuhörðu og hárfínu fegurðarskyni hans, því að hausinn á karlinum er jafnan stútfullur af kynórum gagnvart gelgjutelpum; satt að segja minnir forsætisráðherra Ítalíu um margt á Krókódílamanninn oní kjallaratröppunum sem Megas orti um: ,,Með dökkan blett í klofinu á demantsgrænum buxunum / dettur hún í fangið / á manni með höfuð fullt / af ógeðslegum hugsunum."

Nú, samkvæmt myndinni sem fylgir mbl-fréttinni, þá var ekki minni maður en herra Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, á vappi með Berlúskóna við Þingvallakirkju. Hvað þeim fór á milli við það tækifæri má fjandinn vita. En sú hugsun flögrar óneitanlega að manni, að Berlúskóni hafi átt við hr. Oddsson, en ekki kirkjuna á Þingvöllum, þegar hann lét svo ummælt að nauðsynlegt væri að jafna eitthvað við jörðu með jarðýtu á Finnlandi. Eða sagði smátelpnajagarinn frá Ítalíu máske, að því miður væri engu líkara en að finnar (íslendingar) hefðu útmáð helsta erkibyskub frjálshyggjukapítalismans á Norðurlöndum af yfirborði jarðar með jarðýtu?   


mbl.is Berlusconi Evrópu til skammar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búrtíkurnar virkjaðar

dog2.jpgÞað stendur ekki á búrtíkum LÍÚ og Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins að reka upp gól og öskur um leið og húsbændunum þóknast að siga þeim útum víðan völl í hagsmunaskyni fyrir sjálfa sig. Og búrtíkunum finnst alveg sjálfsagt að misnota aðstöðu sína í sveitarstjórnum til að bregðast til varnar þröngum hagsmunum kvótabraskara. Það má líka spyrja hvar hinar auðvirðulegu búrtíkur LÍÚ og Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnunum höfðust að þegar samherjagrandalýðurinn fór ránshendi meðfram ströndum landsins og tíndu upp aflaheimildir fiskibæjanna og skildu byggðarlögin eftir í sárum. Það fór að minnsta kosti lítið fyrir hástemmdum heimsendaspám í reikningskúnstum vinnslustöðvarbinnana og lénsherrana í LÍÚ, og enn minna fyrir strengjabrúðum og búrtíkum þeirra í sveitarstjórnum landsins.
mbl.is Gagnrýna fyrningarleiðina harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... og hans aftaníossa

hannez2.jpgÍ fréttinni um umferðarljósaþjófnaðinn segir meðal annars: ,,Vonast er til að ljósahausarnir skili sér ..." Það verður að teljast mjög hæpið að ljósahausarnir ,,skili sér" þar eð þeir eru sannarlega steindauðir og hafa verið það frá upphafi. Hinsvegar er ekki útilokað að einhver karlmaður eða kona, nema hvorttveggja sé, komi ljósahausunum til skila og að hægt verði að koma þeim fyrir þar sem þeir eiga að vera.

Hitt er svo annað mál, að þeir sem stela götuvitum eru ævinlega frjálshyggjufólk úr Heimdalli, þaullesið í fræðum Miltons Friedman og hans aftaníossa.


mbl.is Umferðarljósum stolið aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði með stjórnarsáttmála VG og Samfylkingar

landi_sekkur.jpgdog2Það verður ekki svo auðveldlega hrist fram úr erminni að þrífa upp hroðann og viðbjóðinn eftir frjálshyggjuveisluhöld Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Timburmenn þjóðarinnar eftir jörvagleði þeirra Davíðs, Halldórs, Hannesar Hólmsteins og Finns Ingólfs eru enda eins og eftir tapaða styrjöld þegar búið er að skjóta allt í kaf sem sokkið getur. Það verður að teljast dæmalaus andskoti að hátt í 40% kjósenda hafi verið svo skyni skroppin að kasta atkvæðum á annann eins endemis villilýð og íhalds- og framsóknarklíkurnar. Á eftir allt það illa sem á undan er gengið eru það  mikil vonbrigði hjá alþýðu manna, að í stjórnasáttmála VG og Samfylkingarinnar er hvergi að finna stafkrók um að stefnt skuli að því að koma lögum yfir umrædda óbótaflokka ,,Sjálfstæðis" og ,,Framsóknar" og gjöra þá með öllu brottræka úr íslensku samfélagi.
mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolbrún og Hjörleifur eru á leið í Þjóðleikhúsið

aold1ill4Það væri sennilega þjóðráð að parkera hinum misheppnaða stjórnmálamanni, Kolbrúnu Halldórsdóttur, baksviðs í Þjóðleikhúsinu. Sem Þjóðleikhússtjóri gæti hún ráðið Hjörleif fóstra sinn Guttormsson sem fastráðin leikara og falið honum mörg aðalhlutverk. Það myndi t.d. ekki vefjast fyrir Hjölla að leika ,rauðsmýrarmaddömuna" í Sjálfstæðu fólki eða séra Brand, prest og prófast til Sviðinsþinga, í Heimsljósi.
mbl.is Kolbrún í Þjóðleikhúsið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Jón

Það er ástæða til að óska Jóni Bjarnasyni til hamingju með að vera orðinn sjávar- og landbúnaðarráðherra. Ég er þess fullviss að hann muni ekki sitja auðum höndum í sínu embætti. 


mbl.is Ráðherraskipti í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósamkvæmishæfu rusli ekki boðið til veislu

Þó að Steingrímur J. tali um að ,,kalla alla aðila að borðinu" eigi hann nú ekki við að LÍÚ-dólgunum verði boðið til þess borðhalds, enda eru þeir með öllu ósamkvæmishæfir. Engum stjórnvöldum kæmi heldur til hugar að setja saman lög þess efnis, að fengur sjóræningja væri friðhelgur og sjóræningjunum bæri engin skylda til að skila því góssi sem þeir hefðu komist yfir í sjóránum. Reyndar væri Sjálfstæðisflokknum trúandi til slíkrar lagasetningar því innan þeirra groddasamtaka selja menn ömmu sína og afa og sálirnar úr þeim líka. En sem betur fer tilheyrir Sjálfstæðisflokkurinn veröld sem var og hans bíður ekkert annað en eilífðarvist á sorphaugum sögunnar ásamt með Miltoni Friedman, Pinochet, Bushfeðgum, Margréti Thatcher og öðru slíku illþýði.
mbl.is Allir kallaðir að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drullusokkarnir

ulfur-i-saudarg_665314234Hvaða byltingasamtök eru þessir ,,Nýjir tímar??? Og með auðvaldsbesefann og ESB-sjúklinginn Gylfa Arnbjörns innanborðs. Það man enginn til þess að hvorki Gylfi né Kristján úr Keflavík, ,,foringi" verkafólks á Íslandi," hafi rekið upp hóst eða stunu meðan frjáshyggjustjórn Sjálfstæðisflokksins lék lausum hala í 18 ár. Því síður létu þessir drullusokkar sjá sig á Austurvelli þegar fólkið var að reka Sjálfstæðisflokkinn frá völdum. Það er eins gott að fólk vari sig á málaliðum auðvaldsins í ASÍ-gærunum. 
mbl.is Buðu mótmælendum til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá verður slegið títt og fast

polis3ös1Það held ég verði líf í tuskunum þegar sendiherra Bretlands kemur í heimsókn til Özurar. Ef ég þekki okkar mann rétt, verða handalögmál. Vonir þjóðarinnar standa til að Özur bretti upp ermarnar og slái títt og fast svo að breski kóninn fljúgi tvist og bast um skrifstofu ráðherra. Það væri sannkallaður mannsbragur af þessháttar afgreiðslu, og ekki er að efa að óþrifnaðurinn Georg Brán verður ákaflega skelkaður að þegar hann fréttir af slysförum sendiherra síns á Íslandi.

Þá væri óskandi að forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, tækist að lokka Elísbetu II bretadrottningu til landsins í opinbera heimsókn og veitti henni sömu ráðningu og Özur hygst veita sendiherraódrættinum. 


mbl.is Boðar sendiherra á sinn fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband