Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Sumarbústađadeild ungra sjálfstćđismanna

Ef mér skjátlast ekki ţeim mun meir, ţá eru delikventarnir, sem brotist hafa inní allflesta sumarbústađi á Suđurlandi og í Borgarfirđi, ungir sjálfstćđismenn sem hafa mikla trú á einkaframtaki og einkavćđingu. Fyrst stóru strákarnir í frjálshyggjunni rćndu öllum bönkunum og sparsjóđunum, ţá vilja litlu svínin ekki láta sitt eftir liggja í ránskap. Auđvitađ ber fólki ađ virđa djarfa hugsjónamenn í hvívetna og lćra ađ skilja ađ ţeim gengur nákvćmlega ekkert annađ til međ umsvifum sínum en ađ byggja upp frjálst, kapítalískt ţjóđfélag, en til ađ nálgast ţađ göfuga markmiđ er fátt betra en rćna banka og sumarbústađi ađ innan. En allt um ţađ, ţá bera störf hinna ungu sjálfstćđismanna í sumarbústađadeildinni Stóra Flokknum glćsilegt vitni um vel heppnađ flokksuppeldi, ţar sem hugsjónir gróđans og grćđginnar ríkja ofar öllum kröfum. 


mbl.is Gengi gert út til glćpa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gott útspil

auđvaldŢađ vćri aldeilis gott ef útspil Jóns Atla Jónassonar, ađ taka ekki viđ tilnefningum til grímulágkúrunnar útaf herra Ólafi Ragnari Grímssyni, verđur til ţess ađ svokölluđ Gríma verđi úr heimi höll. Ađ losna viđ innantóman snobbsubbuskap á borđ viđ Grímuna er alfariđ af hinu góđa og vćri óskandi, ađ sem mest af ţessháttar andlegu auđnuleysi fái ađ fjúka útí hafsauga eđa hreinlega til helvítis til hrellingar fyrir íbúana í ţeim frćga stađ. 

En mikiđ asskoti vćri nú vel af sér vikiđ hjá herra Ólafi Ragnari ef honum tćkis ađ losa okkur bćđi viđ Icesave-rottuganginn og Grímuna međ nokkurra mánađa millibili. Ef hann gćti nú kveđiđ niđur lúsafaraldurinn, sem kenndur er viđ LÍÚ kvótaţrjótana, fyrir nćstu áramót vćri óhćtt fyrir ţjóđina ađ taka karlinn í dýrlingatölu eins og ţeir gerđu viđ Ţollák byskub helga fyrir margt löngu.


mbl.is Ósáttur viđ forsetann sem verndara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fyrr má nú vađa botnlausan elginn

cocoÉg var ađ enda viđ ađ hlusta á Grím ţennan Atlason á Rás 2, ţar sem hann óđ elginn um eitthvađ sem ég gat međ engu móti fengiđ nokkrun botn í. Mér skildist ţó einna helst ađ hann vćri ađ tala um eitthvađ sem viđkemur pólitík og úrsögn hans úr VG. En ţví miđur var Grímur svo gjörsamlega óskiljanlegur ađ engin leiđ var ađ henda reiđur á hvađ hann var ađ fara.

Nú er ţađ mála sannast, ađ Grímur ţessi hefur gert heiđarlegar tilraunir til ađ príla upp frambođslista hjá VG, en veriđ hafnađ, og má í ţví samhengi álíta sem svo, ađ karlanginn sé ţess vegna, ađ minnsta kosti, ofurlítiđ móđgađur útaf tómlćti og áhugaleysi flokksmanna á honum. En ţađ vćri samt lágmarkskurteisi af Grími Atlasyni, vilji hann deila opinberlega á menn og málefni í VG, ađ hann geri ţađ á skiljanlegan og rökstuddan hátt, svo enginn ţurfi ađ velkjast í vafa um hvađ hann er ađ meina.  


mbl.is Grímur yfirgefur VG
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband