Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
12.9.2010 | 10:58
Þunnur þrettándi
Helvíti má það vera þunnur þrettándi fyrir þrjátíu og þrjá námamenn að fá einungis tvo pakka af Winston á dag til að totta í sjálfheldunni. Eins og allir sanngjarnir menn vita þá eru tveir pakkar af Winston hæfilegur dagskammtur fyrir einn mann, þannig út frá heilbrigðu mannúðarsjónarmiði ætti að senda köllunum sextíu og sex Winstona dag hvern niður í námufjandann.
Og auðvitað á að gera betur en þetta við hina innilokuðu námuverkamenn: Það á líka senda þeim brennivín og kvenfólk þarna niður, að minnsta kosti um helgar, svo þeir geti gert sér glaðan dag eins og þeir sem ofanjarðar eru. Þegar Jón Hreggviðsson var vistaður í svartholinu á Bessastöðum, sællar minningar, átti hann þá ósk heitasta að fá niður til sín kvenmannsbelg, helst vel feita og þriflega, og fór fram á það við samfanga sinn, Jón Þeófílusson galdramann, að hann galdraði til þeirra eins og einn slíkan kvenmann til að sytta þeim stundir.
Ef kallagreyjunum verður ekki útvegað áfengi og kvenfólk, er hætt við að upp komi óeðli innan hópsins þannig að þegar þeir losna úr prísundinni um jólaleytið verði verði þeir orðnir afhuga hinu kyninu og séu þar með best geymdir langt ofaní iðrum jarðar til frambúðar.
![]() |
Fá loksins sígarettur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2010 | 18:47
Ef ...
![]() |
Skýrslan prentuð í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.9.2010 | 14:50
Jahérna, Ögmundur minn
Jahérna, Ögmundur minn, ósköp fjarar nú hratt undan þér þessa dagana. En svona er mannlífið: þar er engu að treysta fremur en fyrri daginn. Og hugsjónir deyja með ógnarhraða niður í mjúkar setur ráðherrastólanna eins og dæmin sanna.
Fyrir stuttu síðan, mér liggur við að segja: nokkrum dögum, var núverandi ríkisstjórn óalandi og óferjandi sökum hægrislagsíðu, fjármagnseigendadekurs, leynipukurs og og svika.
Hvað hefur breyst Ögmundur minn?
Þér hlýtur að líða vel eftir að hafa tekist að skáskjóta þér inn í bjargið til Steingríms, Álfheiðar og Svavars Gestssonar, ég efa það ekki, enda sagðirðu einhverntímann að þér þætti svavarsvæðingin í VG góð þegar á það var bent að VG sem róttækum vinstriflokki gæti stafað ógn af þessháttar innspýtingu.
Já, það ku vera gott að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri; enn betra er að hafa fleiri tungur, það getur reynst vel þegar ríður á að spila með hjartahreint hugsjónafólk. En með tímanum vex hættan á að slíkir margtyngingar fái drag í afturendann og skondrist útí það horn þar sem þeir eiga heima og félagsskapur er við hæfi.
Og nú betrumbætir þú skrípaleikinn við innkomu þína á ríkisstjórnarheimilið með því að ráða Höllu Gunnarsdóttur þér við hlið sem aðstöðarmann? Þessi stórundarlega ráðning jafngildir því að þú hafir gefið býsna stórum hópi fólks fingurinn; fokkað á það eins og krakkarnir segja.
En svo er nú það og það er nú svo.
Á sama hátt og Jón Hreggviðsson kastaði fram spurningunni: hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann, geta róttækir vinstrisinnar, sósíalistarnir, verkalýðssinnarnir spurt: hvenær er félagi félagi manns og hvenær er félagi ekki félagi manns?
![]() |
Halla og Einar aðstoða Ögmund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2010 | 12:44
Röggsemi Ögmundar - slóðaskapur kvenna
Hann er fljótur að láta til sín taka hann Ögmundur Jónasson, loksins þegar Jóhanna og Steingrímur þorðu ekki öðru en að fá honum ráðherrastól svo að fari nú vel um hann; og nú ætlar hann að leigja björgunarþyrlu, dálítið sem forveri hans, vinsæli ráðherrann Ragna Árnadóttir, þorði eða vildi ekki gera.
Af þessu má draga þá ályktun að konur séu ákvarðannafælnar langt umfram karla og er þar máske komin skýringin á meintu sluxi og ráðaleysi ríkisstjórnarinnar fram að þessu. Það kann því að vera mjög alvarlegt mál að hafa marga kvenkyns ráðherra í einni ríkisstjórn; væri stjórnin eingöngu skipuð konum má samkvæmt ofangreindri tilgátu ætla að íslenska ríkið væri liðið undir lok og brostinn á sá stéttlausi kommúnismi án ríkisvalds sem Karl Marx og aðra góða drengi hefur dreymt um, elligar geggjaður, anarkí frjálshyggjudans þar sem ríkið er geymt í litlum kassa inní peningaskáp hjá einhverjum voldugum forstjóra, t.d. Þorsteini Má í Samherja eða Björgvini Thor.
En Ögmundur er sem sé kominn í ríkisstjórn og er þegar í stað farinn að bjarga fólki á ögurstundu, ólíkt kvenpeningnum í stjórnarráðinu þeim Jóhönnu, Kötu litlu, Kötu Júll, Swandeesy Sendiherrans, Stengrimi og Árna Páli.
Til að fyrirbyggja allan misskilning, lesandi góður, þá er nöfnum Stengrims og Árna Páls ekki ofaukið listanum yfir kvenpeninginn í ríkisstjórninni.
![]() |
Staðfesti dóm héraðsdóms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2010 | 06:28
Fangelsisvist varla umflúin
Það verður aldeilis dálagleg uppákoma ef þannig fer að helstu póstarnir úr margrómaðri ríkisstjórn Gjeirs Haaarde verða dregnir eins og stagkálfar fyrir Landsdóm og dæmdir af sama miskunarleysi og hverjir aðrir snærisþjófar til betrunarvistar á sjálfu Litla-Hrauni - já og í kvennafangelsið í Kópavogi, því varla er viðeigandi að vista Sollu og Jóhönnu gömlu á Hrauninu. Eflaust verður mest gaman að sjá þegar þeir teyma blessunina hann Össur okkar hérna Skarphéðinsson eins og gæfan hrút inn eftir göngunum á Hrauninu og loka hann inni í herbergi, eða öllu heldur stíu, með einhverjum hroðlegum glæpamanni, kanske frá Litháen. Þá held ég tjói nú lítið fyrir okkar mann að fara með ESB-bænirnar sínar eða syngja kapítalíska kratasálma.
Ekki efast ég eitt andartak um að tugthúsvistin muni hafa betrandi áhrif á meðlimi ríkisstjórnar Gjeirs og Sollu; og að þau muni af afplánun lokinni snúa á nýjan leik að stjórnmálum af tvíelleftum krafti og vinda sér óðar í að leggja drög að næsta hruni.
![]() |
Jóhanna beitti þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2010 | 21:45
Heilagt systralag í mót Gnarrinu
Jón Gnarr er mikið og gott efni í fyrirmyndarborgarstjóra, um það þarf vart að deila. Það eru helst afdankaðir skítakarakterar með nautsvit og eitt og annað súrt og myglað í pokahorninu sem reyna af pólitísku fúllyndi að hafa horn í síðu Jóns borgarstjóra, en ávallt með svo óbjörgulegum hætti að þeir verða sér undantekningarlaust til háðungar og skammar.
Þó held ég að Sóley Tomm-fílí-romm-bomm-bomm og Hanna Birna hafi slegið mörg met í pólitískum fábjánahætti þegar þær sórust í heilagt systralag í dag á móti Jóni Gnarr og meintum dónaskap hans. Tilefni hins heilaga systralags var viðtal einhverra franskra blaðamanna við Jón Gnarr þar sem fram kom að hann notaði netið aðallega til að skoða klámsíður. Nú getur það svo sem verið umdeilanlegt hvort netklám sé einstaklingum uppbyggilegt eða ekki, en úrþví að fransmenn spurðu borgarstjóra Reykjavíkur á annað borð þeirrar mikilvægu spurningar: hvað skoðið þér mest á netinu herra borgarstjóri? varð borgarstjórinn auðvitað að velja á milli þess að segja satt eða ljúga. Ég þekki ekki annað en Jón Gnarr sé afar sannsögull maður, sem veit sem er að ein saklaus lygi getur leitt mann útí þá ófæru þaðan sem engin leið er til baka. Þessvegna sagði Jón Gnarr borgarstjóri frönsku blaðamönnunum allt að létta varðandi umgengni sína við internetið; sagði bara satt.
En hið heilaga systralag Hönnu Birnu og frú Tomm kann ekki að meta sannleikann káfi hann of mikið uppá þeirra borgaralega snobbharðlífi - sem leiðir hugann að því hvort systralagið sé ekki umfram allt grundvallað á skinhelgi en ekki heilagleika sem kemur fram í fögru fordæmi.
![]() |
Ætlar aldrei aftur til Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.9.2010 | 22:23
Þó fyrr hefði verið
Aðild Íslands að hernaðar- og morðvargabandalaginu NATO hefur verðið þjóðarskömm frá upphafi og hroðalegur vitnisburður um lítilmennsku og undirlægjuhátt þeirra sem að henni stóðu í upphafi sem og þeirra sem viðhaldið hafa þessum viðbjóði. Og fyrst núverandi ríkisstjórn getur ekki með einfaldri samþykkt sagt upp aðildinni að þessum glæpasamtökum á að leggja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á sama hátt á að afgreiða kvótakerfið í sjávarútvegi.
![]() |
Íhugi þjóðaratkvæði um NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.9.2010 | 20:59
Það gleðilegasta og mest upplífgandi.
Það gleðilegasta við breytingarnar á ríkisstjórninni eru hvorki nýjir rassar í fáeina ráðherrastóla né væntingar um breyttar áherslur heldur óstjórnlega sár vonbrigði leppalúðastóðsins í Sjálfstæðisflokknum, sem hélt af sínum óviðjafnalegu hyggindum að stjórnin myndi springa á næstu dögum í stað þess að endurnýja sig. Það hefur sannast sagna verðið óviðjafnanlega frískandi að lesa hugrenningar og upphrópanir þessara brjóstumkennanlegu ræfla, löðrandi af andlegri ýldu og hátimbruðum hroka og hræsni.
Nú, þá var ekki síður gleðilegt og upplífgandi að sjá hinni háborgaralegu leiðindaskjóðu, Álfheiði Ingadóttur sparkað með tilþrifum eins og lúsugum kleprahvolpi útúr Stjórnarráðinu, sem hún átti að sjálfsögðu aldrei neitt erindi í nema þá helst fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Og ljósabekkjagriðungurinn, Árni Páll, hefði fortakslaust átt að fá sömu afgreiðslu, en því miður fær maður aldrei allar sínar óskir uppfylltar, ekki einusinni þær sæmstu, og það allrasíst á einum degi.
Og vel hefði Samfylkingin mátt spæsa ráðherrastóli undir eggjandi afturendann á frú Ingveldi, vinkonu okkar allra, en frú Ingveldur er kunnugt er sameign Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, í stað þess að hlaða undir botninn á liðsmanni LÍÚ, Gutta af Skaganum.
![]() |
Nýir ráðherrar formlega skipaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 7
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1545842
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007