Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
25.9.2010 | 22:37
Kolvitlaust reiknað hjá KSÍ
Það hlýtur að vera einhver misskilningur að Breiðablik hafi orðið íslandsmeistarar í knattspyrnu karla: þeir hafa lagt vitlaust saman þarna hjá KSÍ þegar þeir voru að reikna stigin hjá liðunum.
Það er nefnilega margsannað náttúrulögmál, hvorki meira né minna, rétt eins og þyngdarafl jarðar, að Breiðablik fellur alltaf þegar það spilar í úrvalsdeild. Og auðvitað féllu Blikarnir þetta haustið eins og venjulega.
Þetta ægilega stigamagn hjá Breiðabliki er svo fjarstæðukennt að það mætti halda að Tryggvi Þór Herbertsson hafi reiknað stigin fyrir KSÍ.
![]() |
Breiðablik er Íslandsmeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2010 | 21:17
Rek mig þá á kvörnina
Þegar ég sá myndina af köppunum knáu útfyrir bolvísku göngunum, flaug mér í hug gömul vísa eftir virðulegan sveitarstjórnarmann:
Geng ég nú inn göngin hér,
rek mig þá á kvörnina.
Ég er eins og jólatré,
ég er í hreppsnefndinni.
Það skal tekið fram, svo ekki verði meinlegur misskilningur á þessum dögum stórra misskilninga, að ljóðmælið hér að ofan er allsekki eftir Jóhönnu S. Hruns
![]() |
„Stór stund fyrir okkur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2010 | 20:42
En Kata er ekki reið í sínum bómullarhjúpi
Það gefur auga leið að það er bæði mikil reiði og hneykslan meðal þeirr þúsunda sem kusu VG fyrir bráðum einu og hálfu ári síðan með ófögnuðinn og spillinguna sem Jóhanna Sig. bar á borð á Alþingi í gær, og skal engann undra.
En núna rétt áðan horfði ég og hlustaði á Kastljós í sjónvarpinu. Og viti menn, þar sat varaformaður VG, Katrín Jakobsdóttir, sæl á svipinn og fimbulfambaði úr og í út og suður þannig að á tímbili hafði ég sterkar efasemdir um hvort ráðherranefnan vissi hvert umræðuefni þáttarins væri. Þetta geð- og getuleysi varaformanns VG kom mér svo sem ekkert á óvart, en ósköp er dapurleg samt að sjá þennan varaformann hreyfingar sem kennir sig við vinstri að liggja marflatan fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins, sem hefur mjög vondan málstað að verja og gaf hvað eftir annað færi á sér í þættinum með óforskömmuðum klisjum og innantómu spillingarbulli.
Nei, Katrín Jakobsdóttir var ekki reið, eins og langflestir kjósendur VG. Hún var bæði glöð og ánægð, eins og kjúklingur sem alið hefur sinn aldur innvafin í bómull innan háskólalóðarinnar.
![]() |
Mikil reiði innan VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2010 | 19:08
,,Helmingurinn lygi, hitt allt eintóm svik."
Það er ekki nema von að hlakki í formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hann sér fram á framá að helsta stoð og hækja auðvaldsins, Samfylkingin, ætli að makka rétt við björgun hrunsráðerranna frá því að standa skil gjörða sinna gagnvart Landsdómi. Það hefur lengi verið ljóst sjáandi fólki, að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur eru iðandi spillingarbæli þar sem ýldufnykur mafíuhugsandi borgarastéttar svífur yfir vötnum.
Þjóðin þarf ekki aðeins að gera upp sakirnar við gjörspillta núverandi og fyrrverandi ráðherra borgaraflokkanna, fjármálakrypplinga, peningageðsjúklinga og fyrirlitleg glæpahænsni. Þjóðin verður að gera upp reikningana við auðvaldsflokkana þrjá, Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu og Framsóknarflokk þar sem umrædd samtök hafa gerst sek um óverjandi tilræði við íslenska þjóð, lagt efnahagskerfi hennar í rúst, selt tugi þúsunda einstaklinga í skuldafjörta og stórskaðað sjálfstæði og orðspor landsins gagnvart umheiminum.
Eins og málin standa nú, er það í höndum VG hver framvindan verður: Éti Steingrímur og hans slekti spillingarjafninginn sem Samfylkingin hefur borið á borð í Landsdómsmálinu eru Vinstrigrænir endanlega búnir að vera sem stjórnmálaafl sem mark er á takandi. Það eru því síðustu forvöð fyrir VG að forða sér útúr hinu iðandi spillingarbæli borgarastéttarinnar.
Það þarf eingann uppskrúfaðan stjórnmálafræðing til að vita að hérumbil allir þeir sem kusu VG og Samfylkinguna við síðustu Alþingiskosningar ætluðust til og trúðu því að þeir stjórnmálamenn sem aðhöfðust ekkert til að afstýra eða lina höggið af hruninu og lugu til um ástand mála bæði innanlans og utan, yrðu dregnir fyrir viðeigandi dóm ef þessir flokkar næðu hreinum meirihluta á Alþingi. Þessa von kjósenda er Samfylkingin, með hrunráðherrana Jóhönnu Sig og Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar, í þann veginn að svíkja. Um sjórmálaumsvif þessa lánlausa fólks má nota orð Megasar: ,,Helmingurinn lygi, hitt allt eintóm svik.
Það er ekki nema von að hlakki í Bjarna Ben., Guðlaugi Þór og Pétri Blöndal.
![]() |
Stuðningur Samfylkingar ræður miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2010 | 23:08
Hvað ætli kjósendur Samfylkingarinnar hugsi núna?
Ég er hræddur um að mörgum kjósanda Samfylkingarinnar hafi brugðið í brún þegar Jóhanna Sig lét sig hafa það að skríða útúr sauðargærunni og velja ræðustól Alþingis til þess arna.
Það er varla hægt að ímynda sér, að þúsundir kjósenda sem studdu Samfylkinguna í síðustu alþingiskosningum hafi órað fyrir því að Jóhanna myndi á ögurstundu beita sér jafn hart og raun ber vitni gegn því að helstu ráðamenn ríkisstjórnar Gjeirs Haaarde verði látnir standa fyrir máli sínu.
En þar sem Samfylkingin er krataflokkur og ráðamenn þar á bæ haldnir sönnu óforskömmuðu krataeðli, var svo sem ekki við öðru að búast úr þeirri áttinni, auk þess sem böndin voru farin að berast óþærilega nærri frú Jóhönnu og stutulsveini hennar, Össuri Skarphéðinssyni, sem bæði tvo voru engir aukagemlingar í Hrunstjórninni.
En vonandi fara kjósendur Samfylkingarinnar að átta sig á, að krataflokkar, hvað hafni sem þeir nefna sig í það og það skiptið, eru öflugir burðarásar kapítalismans og borgarastéttarinnar, skítugar auðvaldshækjur sem aldrei bregðast húsbændum sínum þegar þeim liggur lítið við.
![]() |
Umskipti hjá Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2010 | 21:17
Þá mun Dómstóll Alþýðunnar láta til sín taka
Framferði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í ræðustól Alþingis í dag, sýnir svo ekki verður um villst hverra erinda þessi sérkennilegi stjórnmálamaður gengur, sem og flokkur hennar og ríkisstjórn. Það má ljóst vera hverjum manni, að núverandi ríkisstjórn vinnur skipulega að því að uppgjörið við hruninu verði sem sársaukaminnst fyrir borgarastéttina. Hinsvegar má fólkið á götunni éta það sem úti frýs, sem er dálítið hlálegt vegna þess að það var fólkið á götunni sem kom Jóhönnu og Steingrími J. til æðstu metorða í stjórnsýslunni.
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG er ekki síður þénanleg og boðleg borgarastéttinni en hvaða ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er, eða ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Samfylkingar.
Krataeðlið er samt við sig og stendur einlægt fyrir sínu sem ein af helstu og mikilvægustu stoðum auðvaldsskipulagsins. Og krataeðlið hefur ekkert breyst þó það heiti Samfylking þessi misserin og drjúgur slatti af VG tilheyri þessari hvimleiðu dýrategund. Þessi lítilmenni ganga undatekingarlaust í lið með auðvaldinu á móti alþýðu manna þegar hagsmunir þessara stétta skarast í einhverju sem máli skiptir. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að Samfylkingin stökkvi með látum til bjargar gjörspilltum stjórnmálamönnum borgarastéttarinnar og freisti þess að forða þeim frá maklegum málagjöldum.
Ef stjórnmálamenn fjármagnseigenda, atvinnurekenda og mafíósa kemst upp með að koma í veg fyrir að Landsdómur rétti yfir hrunpólitíkusunum mun varla líða á löngu að Dómstóll Alþýðunnar dragi Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu hennar og ríkisstjórn, ásamt fyrri ríkisstjórnum, fyrir sinn eigin rétt, með góðu eða illu, og dæmi allan þann óþrifaselskap úr leik.
![]() |
Efins um stuðning við ákæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 19:05
Áskorun á alla raunverulega vinstri menn í VG.
Björgvin Rúnar Leifsson á Húsavík skrifaði fyrir stundu á facebooksíðu sína:
,,Ríkisstjórnin var búin að panta þennan dóm og Hæstiréttur hlýddi. Þrískipting valdsins er endanlega fyrir bí og framkvæmdavaldið ræður algerlega ferðinni. Það kallast öðru nafni fasismi.
Ég skora á alla félaga, þingmenn og ráðherra VG, sem vilja enn gera tilkall til að vera kallaðir vinstri menn, að segja sig úr flokknum og láta af stuðningi við ríkisstjórn fjármálafyrirtækja og fjármagnseigenda."
Ég fyrir mitt leyti, tek undir orð Björgvins hér að ofan.
Við Björgvin, ásamt fjölda annarra róttækra vinstri manna, sem stóðum að stofnun VG fyrir rúmum 10 árum, ætluðumst ekki þá fremur en nú, að þessi flokkur yrði verkfæri í höndum ósvífinna auðvaldslegáta, sem ekki kunna að skammast sín, eins og raun hefur á orðið.
![]() |
Óbreytt vaxtakjör stóðust ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2010 | 06:25
Ég styð einkasandkassa fyrir efri-millistéttarfraukur

Varðandi kvenfrelsi, þá er jafnvíst og dagur fylgir nótt, að Kristrún Heimisdóttir, Sóley Tomm og Þórhildur Þorleifs frelsa ekki eina einustu konu til eins eða neins, ekki fremur en Þórði baptista tókst að frelsa nokkurn mann á Íslandi til babtistatrúar.
![]() |
Styður nýtt kvennaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2010 | 20:45
Pólitískt viðrini úr snobbheimum
Það er virkilega athyglisvert að Katrín Jakobsdóttir skuli hafa ýtt eineltisátaki úr vör í ljósi þess að ekki er vitað til að hún hafi svo mikið sem lyft litlafingri til að koma í veg fyrir einelti Steingríms J. og fleiri í þingflokki VG á hendur Lilju Mósesdóttur.
Það er heldur varla við því að búast að pólitískt viðrini úr snobbheimum, sem halað hefur verið upp í flokksstól í skrautskyni, hafi skilning á hvað viðeigandi er og hvað ekki: þess vegna ýtir greyjið eineltisátaki úr vör eins og ekkert sé með gáfumanna svip, fettum og slettum.
Meðfylgjandi mynd er sýnishorn af snobbheimum ,,vinstrihreyfingar" á Íslandi.
![]() |
Átak gegn einelti hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2010 | 19:11
Mótfallin fjölgun á Hrauninu

![]() |
Fráleitt að sækja ráðherrana til saka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1545834
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007