Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Logið uppá samvilltan smágelding

fool2Engann þarf að undra þó að kvenmaður, sem kennir smágeldingi eins og Juster Bíbir krakka, fái nokkrar laufléttar hótanir fyrir tiltækið.

Ekki bætir heldur úr skák að hin óforskammaða kona ber að smágeldingurinn hafi barnað hana baksviðs eftir söngskemmtun.

Þetta eru náttúrlega fáheyrð ósköp, svo ekki sé meira sagt.

Reynið nú að setja ukkur fyrir sjónir samvilltan smágelding, sem er í þann veginn að fara að barna nokkuð roskna stúlku í stigakompu bakvið sviðið í félagsheimilinu í ukkar heimabyggð. Ég get lofað ukkur því, að ef þig getið látið þessháttar súrrealisma og óþverra ganga upp í huga ukkar, þá eru þið sannarlega andfémínískir vandræðagemlingar og óbetranleg klámskáld.

Því bæmist rétt vera: Justinn Bíbir hefir ekki barnað neina mennska kind, til þess skortir hann tól öll og tæki. 


mbl.is Fær líflátshótanir eftir að kenna Bieber barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frambjóðanda boðið fé fyrir að hætta við framboð

xd1_1058396.jpgUndanfarið hafa heimskir menn og illa upplýstar konur velt vöngum sínum mjög yfir því merkilega spursmáli hvort hin brosmilda og skapstillta Hanna Birna ætlaði að bjóða sig fram til formanns í samtökunum, sem af kaldrifjaðri fyrirlitningu kennir sig við ,,sjálfstæði." Nú er komið á daginn, að Hanna Birna, sem nam sín pólitísku hrunfræði við kné Kjartans Gunnarssonar í Valhöll, ætlar að gefa kost á sér til formanns og freista þess koma litla Bjrana Ben fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll. Nú er Hanna Birna til alls vís, því eftir hana liggja afrek á borð við að hafa gert Óláf F að borgarstjóra og steinliggja síðan sjálf í svaðinu með iljar uppíloft fyrir Jóni Gnarri í eftirminnilegum borgarstjórnarkosningum.

Hinsvegar hefur minna farið fyrir fréttum í fjölmiðlum af undirbúningi framboðs frú Ingveldar til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Það þykir þó ljóst, að mikill titringur er innan hrunsamtakanna vegna fyrirætlunar frú Ingveldar, því þegar hafa gríðaröflugir aðilar boðið henni stórfé fyrir að hætta við framboð. Fyrir hálfum mánuði sat einn af þessum gríðaröflugu, útgerðarmógúll með þúsundir þorskígildistonna af gjafakvóta í rassvasanum, á þriðja sólarhring að svalli með frú Ingveldi og Kolbeini eiginmanni hennar. Inní það samsæti blönduðust málsmetandi sjálfstæðismenn eins og Máría borgargagn, Indriði handreður og Sigurveig dræsa. Það þykir til marks um að kommissar Sjálfstæðisflokksins, kvótamógúllinn, hafi haft erindi sem erfiði, er sú staðreynd að honum tókst að hafa ástir af Kolbeini inni á salerni, meðan aðrir gestir lágu í öngviti af hvítvínsnautn.

Ef svo illa fer að frú Ingveldur býður sig ekki fram til æðstu metorða Sjálfstæðisflokksins á fyrirhuguðum landsfundi flokksins síðar í þessum mánuði, má ljóst vera að mjög margar krónur hafa streymt úr óvæntri átt inná bankareikning frú Ingveldar.


mbl.is Snýst um líklegan sigurvegara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög um utangarðsgreftranir

KölskiÞað er nú gott og blessað, með að kirkjugörðum verði breytt í grafreiti og grafreitum skipt upp í vígða hluta og óvígða, allt eftir trúarskoðun hinna burtsofnuðu.

En betru má ef duga skal.

Í drögum að lagafrumvarpi um kirkjugarða, er eftir því sem mér skilst, ekki einu orði minnst á þá sem verðskulda ekki að liggja í grafreit, vígðum eða óvígðum, heldur ættu að vera grafnir utangarðs eins og melrakkar. Það er brýn nauðsyn að á þessu sé ráðin bót, því allir geta verið sammála um, að sumir eru ekki í grafreiti hæfir með almennilegu fólki. Þess vegna þarf að setja upp greiningardeild, sem hefur það hlutverk að dæma um hverjir séu hæfir til legs í opinberum kirkjugörðum og grafreitum og hverjir ekki. Ennfremur er það mál manna, að eftir Hrunið Mikla sé enn brýnari þörf á lögum um hverja skuli dysja utangarðs án yfirsöngs eða annarra seremónía. Á þessu verða stjórnvöld að taka mark og setja lög í samræmi við það.  


mbl.is Kirkjugarður verði grafreitur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband