Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Flokksbjargvættur leiddur til slátrunnar í annað sinn

xd4.pngÞað varð loks ofaná hjá maddömu Nordal, að gefa kost á sér til embættis varaformanns skrýtna flokksins sem skreytir sig með sjálfstæðisnafnbótinni. Þetta kun vera í annað skipti, sem Nordal gefur þennan einkennilega kost á sér, en þetta háttarlag hennar hljómar í eyrum allsgáðra manna eins og að láta leiða sig til slátrunnar í annað sinn. Lengra verður varla komist í að sverta mannorð og niðurlægja og gjörast sjálfviljugur að aðhlátursefni úrum allar þorpagrundir, innanlands sem erlendis.

En fyrst maddama Nordal er fús til að láta spila svona með sig, svona eins og hvurt annað þorpsfífl, þá held ég henni sé það ekki ofgott. Annars vóru sjálfstæðismennirnir svonefndu búnir að ganga á fund Jóns Gnarr, Bírgíttu Jónsdóttur og Árna Páls Árnasonar og bjóða þeim varformennskun í Flokknum, en þau voru því miður ekki nógu drukkin, þá senditíkur Valhallar bar að garði þeirra, og afþökkuðu því vegsemdina.

Í samkvæmi frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar gjörðust þau tíðindi helst, að Brynjar Vondalykt dró fram rana sinn og mé á litmyndir af nokkrum sjálfstæðishetjum sem hanga uppi á vegg á viðhafnarstað í bestu stofu þeirra hjóna. Ekki var Vondalyktin fyrr búinn að vökva umræddar andlitsmyndir af frammáfólkinu sæla, en Óli Apaköttur og Indriði Handreður, og meira að segja Máría Borgargagn, fóru að dæmi hans. Það skal tekið fram, að myndin af maddömu Nordal slapp við alla brotsjói frá miðvígstöðvum samkvæmisgesta, sem þýðir væntanlega, að maddama Nordal er velkomin til varaformennsku í Flokknum í annað sinn, þótt öðru fólki þyki þessi veraformennska hlálegt embætti og fyrirlitlegt.


mbl.is Ólöf býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar þjóðin fór að trúa að Helgi væri söngvari

sing.jpgÞað var merkileg stund í lífi þjóðarinnar þegar hún fór að trúa því að Helgi Björnsson væri söngvari; það komst semsé í hámæli, eins og um óvéfengjanlegan sannleika væri að ræða, að Helgi hefði söngrödd og kynni að syngja. Þegar farið var að segja útlendingum þessi býsn fóru þeir undantekningarlaust að hlægja og héldu að væri verið að gera góðlátlegt grín við þá og að Helgi þessi væri einhverskonar laglaus uppistandari, sem þættist kunna að syngja.

Þá þykir útlendingum það ekki minni tíðindi þegar þeim er sagt frá fyrirbærum, sem hérlandsmenn segja þeim að séu stjórnmálaflokkar á Íslandi. Þeir erlendu telja nefnilega, að það sé verið að segja þeim frá spaugilega absúrd mafíusamtökum og halda að sé verið að ljúga að þeim. 

En þegar hinum erlendu hlustendum er sagt frá sæmdarhjónunum frú Ingveldi og Kolbeini Kolbeinssyni með þeim ummælum að þau séu einhverskonar flaggskip borgarastéttarinna á Íslandi, þá renna tvær grímur á vesling fólkið. Og til eru þeir menn erlendir, sem draga þá ályktun, eftir að hafa hlýtt á Íslendinga segja af sjálfum sér, þar fari reglulega skemmtilega úrkynjaður og grobbinn þjóflokkur, haldinn verulega broguðum hugmyndum hvað sé vellukkað og fínt á háborgaralegan mælikvarða, fyrir nú utan sérkennilega þekkingu á söng.


mbl.is Þekkt söngkona heillaði alla þjálfarana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðurkvæmilegt óaldarástand í uppsiglinu í barnaskólum Reykjavíkur

sira2.jpgNú má ljóst vera, að skólastjóri Háteigsskóla hefir gjört svo íllilega í bólið sitt með því að koma skríðandi fyrir grimma foreldra ótugtarúnga og biðja þá og úngana innilega fyrirgefningar á hugsanlegum ónotum kennara sólans í garð únganna fyrir að mæta í skólann í freklega ósiðsamlegum klæðagörmum, að önnur eins firn eru vandfundin í samanlegðri sólasögu Norðurlanda. Má telja að auðsær geðlurðuháttur skólameistarans í þessu alvarlega máli bendi til þess að hann sé ofaná aðra annmarka blauður framsóknarmaður á villigötum.

Auðvitað átti skólameistari þessi, að bjóða foreldranefnunum og hinum dónaleg a klæddu krakkaormum byrginn, með því að efna til allsherjar barnaflengingu á skólalóðinni undir stjórn harðskeyttrar sveitar atvinnurassskellingamanna. Með þvílíkri, djarfri aðgerð, hefði dólgslegur klæðaburður skólatelpna verðið endanlega úr sögunni ásamt fleiri kvillum, sem herja á uppivöðslusama óþekktaranga.

Þeir síra Baldvin og Jón læknir, sem hafa langa reynslu af árangursríkum barnaflengingum í skólum, buðu stjórnendum Reykjavíkurborgar, að taka að sér að taka í lurginn á skólasveinum og námstelpum Háteigsskóla fyrir tvær milljonir króna. Boði þeirra félaga var hafnað með þeim rökum, að borgarsjóður væri á hausnum eftir GnarrogDagssukkið á undanförnum árum. Það stefnir því í algert óviðurkvæmilegt óaldarástand í barnaskólum Reykjavíkur ef heldur fram sem horfir.

Viðbót: Í þeim skolum, sem rækt hafa skyldur sínar gagnvart börnum og samfélginu með reglubundnum barnaflengingum, eru vandamál ekki til staðar og með öllu óþekkt.


mbl.is Biðst afsökunar á athugasemdunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinna og samvinnuhreyfing gömlu Framsóknarmaddömunnar

frams.jpgÞeim linnir seint hryðjuverkaárásunum á hendur einhverjum bestu húskarla gömlu Framsóknarmaddömunnar. Ef fram fer sem horfir, þá munu þessir vænu drengir þurfa að eyða því sem eftir er ævinnar á Kvíbryggju, og jafnvel á Hrauninu, þó þeir verði 200 ára eða 300 ára. Engu virðist breyta þótt drengirnir hafi marglýst yfir sakleysi sínu og að þeir hafi ekki aðhafst neitt í péééníííngamálum er varðar við lög. Það er ekki einusinni hlustað á þá, heldur eru þeir dæmdir trekk í trekk í svo og svo langa fangelsisvist í hverju málinu af öðrum. Miðað við atganginn í dómssölum, má ætla að þeir sem þar ríða röftum ætli sér staðfastlega að koma síbrotamannsstimpli á framsóknardrengina frá Kaupþingum, fremja stórkostlegt réttarmorð á þeim og loka þá frá eilífð til eilífðar inni í hrútastíum fangelsanna.

Gamla Framsóknarmaddaman hefir marglýst því yfir í sinn hóp, uppúr körinni og heilsuleysinu, að fáir skilji þær hömungar, sem drengirnir hennar ganga í gegnum og enn færri skilji að þeir séu algjörlega saklausir menn. Maddaman heldur því nefnilega fram, að rán sé ekki sama og rán, og umboðssvik ekki sama og umboðssvik; það sem skipti alltaf mestu máli sé hver á í hlut hverju sinni og hennar hjartkæru húskarlar og griðkur séu ekki hvaða fólk sem er.

En gamla Framsóknarmaddaman getur trútt um talað, man tímana tvenna og er eldri en tvævetur. Henni tókst, þá fjós hennar reis hvað hæst, að gera saklausa og vel meinta samvinnuhreyfingu að ágætum glæpasamtökum, sem hún síðar rændi með allri áhöfn í fyllingu tímans. Þá samvinnuhreyfingin var dauð og brottræk gjör úr Framsóknarfjósinu, tilkynnti Maddaman húskörlum sínum og vinnukonum, að hér eftir þýddu orðin samvinna og samvinnuhreyfing það að hennar hjú ættu að vinna saman að einkagróða þeirra sjáfra, féflettingum, arðráni, gjaldmælagjöfum, okri og grófri spillingu á mafíuleveli. Svo mörg vóru þau orð.


mbl.is Styttist í aðalmeðferð Chesterfield-máls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomið ábyrgðarleysi af þjóðinni

Finnur og GulliBetur trúi ég því, að menntakerfið sé í fjársvelti en að þar fari fram mikil peningasóun. Að rekstrakosnaður fari framúr áætlun Vigdísar Hauks og Guðlaugs, bendir einfaldlega til þess, að þau skötuhjúin hafi vanáætlað, vísvitandi eða af kjánaskap, fjárþörf þeirra stofanna, sem Vigdís er að óskapast yfir.

Það er fullkomið ábyrgðarleysi af þjóðinni, að haga atkvæðisrétti sínum með þeim hætti, að gjörspillt frjálshyggjufólk, uppfullt af ójöfnuði og einkavæðingarósrum, fari með fjárveitingarvald Alþingis. Það væri ekki verra að láta venjulega, raunverulega apaketti stjórna umferðinni í Fjárlaganefn Alþingis eins og fela fela fólki, sem hafur fátt annað en samfélagsskemmdarverk á sinni stefnuskrá.

Raunar er algjört hneyksli, að Vigdís nokkur Hauksdóttir sé formaður Fjárlaganefndar, því ekki verður annað orðum hennar ráðið, sem hún hefir látið falla um stjórnmál og einstök verkefni stjórnmála, en að hún hafi ekki gripsvit á stjórnmálum, og illgjörn virðist hún líka vera í garð alþýðunnar, að maður nefni nú ekki þá sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu.

Ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eiga ekki betra fólk til að fara með forystu í Fjárlaganefnd Alþingis en Vidísi þessa Hauks og Guðlaug a. Þórðarson, er borðliggjandi, að þessi tvö auðvaldssamtök eru í engum skilningi stjórntæk, eða hæf til ríkisstjórnarþátttöku.


mbl.is Mikil sóun í menntakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband