Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015
7.2.2015 | 14:17
Aðalatriðið er samt að Katrínu líði vel
Já, Katrín Jakobsdótti, þú getur trútt um talað. Þú stóðst þig ákaflega vel í að standa vörð um þessa fáu sem maka krókinn þessi fjögur ár sem þú sast á rassinum þínum í ráðherrastólnum, enda gerðir þú ekkert annað. Eftir munnsöfnuði þínum að dæma, virðist þú ekki gera þér grein fyrir því, að núverandi ríkisstjórn situr í boði Steingríms og þín.
Aðalatriðið er samt, að Katrínu Jakobsdóttur líði vel í sínu strengjabrúðu- og gluggaskrauthlutverki hjá húsbændum sínum; að það hvarfli ekki að henni að hún þurfi að skammast sín og biðja fjöldann allan af fyrrverandi flokksmönnum VG og kjósendur fyrirgefningar á svikum og óheiðarlegri framkomu hennar og flokkseigendaklíkunar; að fá ekki bakþanka vegna aðgerðarleysis síns, sem varaformaður VG, og undirlægjuháttar þegar Steingrímur, Álfheiður, Árni Þór og Svavarsfjölskyldan voru í öðaönn við að hrekja tæplega helminginn af þingflokknum á brott; að sofa vel allar nætur þrátt fyrir ófyrirgefanleg og rakalaus svik forystu VG í málum eins og aðildarumsókninni að ESB, fiskveiðistjórnunarmálinu; að hún láti sér í léttu rúmi liggja, að hafa tekið þátt í endurreisa Gamla Ísland frjálshyggjunnar uppí sveittar klærnar á erkiauðvaldinu.
Frelsi hinna fáu til að maka krókinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2015 | 12:50
Rúin öllu sem heiðvirðan róttækan sósíalistaflokk má prýða
Vinstrihreyfingin grlnt farmboð var upphaflega stofnaður sem róttækur vinstriflokkur, sem á mannamáli þýðir að þar var á ferðinni róttækur vinstrisósíalískur flokkur. En frá stofndegi VG má segja að hafi hægt og bítandi hallað undan fæti.
Upphaflega var engin Svavars Sendiherrafjölskylda í VG, enginn Árni Þór, engin Katrín Jakobsdóttir í flokknum. En þegar ljóst varð, að þessi nýji flokkur næði fótfestu, mætti þetta lið til leiks, sem aldrei skyldi verið hafa, ásamt fleiri lukkuriddurum af sama sauðahúsi kapítalisma og blekkinga- og undanrennustjórnmála. Með tilkomu þessara þrifalegu ,,nýliða" breyttist stefna VG hægt og hljótt frá því að vera róttækur sósíalistaflokkur í að verða hægfara, tækifærissinnaðu hægriflokkur, sem gerði ríkisstjórnarsetu með hverjum sem hafa vildi að helsta markmiði sínu.
Það stóð aldrei til í upphafi, að stofna flokk til að fullnægja ráðherradraumum Steingríms J. Sigfússonar, Svavarfjölskyldunnar og Álfheiðar Ingadóttur eins og raunin varð. Eða að hrekja besta og heiðarlegasta hugsjónafólkið, sem stóð að stofnun VG úr flokknum.
Nú stendur Vinstrihreyfingin grænt framboð uppi eins og útlifuð portkona á grafarbakkanum, öllu rúin sem heiðvirðan, róttækan sósíalistaflokk má prýða. Með handónýtan, hugjónalausan formann, sem gegnir sama hlutverki og gardýnu- eða gluggaskraut á heimili smáborgara og dálitla hjörð af óheiðarlegu illþýði, sem hefur sjálft sig að hugjón, að baki sér. Þessa eitruðu flokksnefnu ber fortakslaust að leggja niður, í það minnsta á Flokkseigendafélagið sem á apparatið, stal því, að taka orðið ,,Vinstrihreyfing" útúr nafni flokksins.
Eftir stendur sú spurning hvað róttækir sósíalistar ætla sér í framtíðinni. Ætla þeir að láta sér að gera sér að góðu að láta pólitíska öfugugga eins og Steingrím, Ögmund, Álfheiði og Svavarfjölskylduna taðka á sér og njóta þess eins og geðlausir masókistar?
VG stimplaðir sem á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2015 | 11:56
Reiðarslag
Það muna ef til vill einhverjir því þegar Arinbjörn Kolbeinsson, föðurbróðir Kolbeins Kolbeinssonar, varð úr heimi hallur. Andlát Arinbjarnar bar að með nokkuð sérkennilegum hætti eins og flestir vita. Hann hafði sem sé tekið frillu sína með sér í bíltúr og varð fljótlega að ráði hjá þeim skötuhjúunum að bruna upp að sorphaugum nokkrum, sem eru úr alfaraleið, og fá sér þar einn stuttan. Skifti engum togum, að þegar Arinbjörn og frillan voru rétt byrjuð sinn helgasta ástarleik þá fékk Arinbjörn heifarlegt reiðarslag og var þegar steindauður. Frillan komst við illan leik, með buxurnar á hælunum, niður á þjóðveg og veifaði næstu bifreið sem þar koma aðvífandi, en það var 60 manna rúta full af fólki. Þegar bílstjórnn hafði stöðvað rútuna og opnað stóru hurðina, æpti frillan svo hátt að allir máttu heyra: Arninbjörn er dauður, Arinbjörn er dauður! En bílstjórinn svaraði að bragði, að sennilega væri best fyrir hana að hífa uppum sig brækurnar áður en hún tilkynnti fleirum andlát Arinbjörns Kolbeinssonar. Afturámótu ráku farþegarnir upp hæðnishlátur og flissuðu ákaft að snögglegum dauðdaga Arinbjörns og hollingunni á frillunni, sem tiplaði grátbólgin í hringi framan við opnar dyrnar á rútunni og barðist við að tosa upp bölvaðar nærbuxurnar sem virtust vera í flækju um hnjákolla hennar.
Þetta er algjört reiðarslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2015 | 19:14
Nöturleg staðreynd
Starfsmannaleigur eru miður geðsleg fyrirbæri, sem auðvaldið hefir af hugkvæmni sinni fundið upp til að arðræna vinnudýrin. Satt að segja minnir þessi óþverri á fátt annað en mansal, þrælahald og ofbeldi, þar sem hinir kapítalísku herrar umgangast launafólk eins og hverjar aðrar skepnur sem aldar eru til frálags. Það er nefnilega þannig, að kapítalisminn, þetta lágkúrulega skrímsli sem einfeldningar halda að sé náttúrulögmál og Guðs vilji, er knúið áfram af græðgi, skipulögðum þjófnaði, ómældri sóun verðmæta og gengdarlausu arðráni, að ógleymdri lýginni sem er inngróinn í kapítalismann.
Það er vægast sagt undarlegt, að ég ekki segi fársjúkt, að vinnandi fólk skuli ekki hafa kastað arðræningjastóðinu og auðvaldslúsablesunum fyrir löngu útí hafsauga og kapítalisimanum á ruslahaug sögunnar. Þessi nöturlega staðreynd er ekki hvað síst annkannanleg og sorgleg vegna þess að launafólk hefur engu að tapa nema hlekkjunum við að sökkva auðvaldskefinu fyrir fullt og fast niður í botnlaust kviksyndi.
Segir launin margfalt hærri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2015 | 14:09
Það þurfti sjö hraustmenni til að bera hann uppúr kjallaranum
Hlaupasnilli Sigmundar Davíðs kom berlega í ljós uppúr síðustu áramótum þegar æstur múgur, með Brynjar Vondulykt í broddi fylkingar, elti hann með bölvi og heitingum eftir allri Suðurgötunni, frá Hringbraut og niður í bæ. Þegar í miðbæinn var komið, tókst Sigmundi með fádæma hugkvæmni og hörku, að stinga sér óséður inn í knæpu þar sem vertinn tók á móti honum með kostum og kynjum og bauð honum að fela sig í vínkjallaranum og smakka þar á veigunum uns hættan væri yfirstaðin.
Það þurfti sjö fílelfda karlmenn, kantaða sterakubba, til að bera Sigmund uppúr kjallaranum og útí sendiferðabílinn, sem vertinn pantaði til að aka ráðherranum heim. Hin hraustu karlmenni voru á einu máli um að aldrei hefðu þeir komist í aðra eins aflraun og að koma þessum voðalega manni uppúr kjallaranum. - Þetta var eins og að rogast með dauðan fíl eða hval upp tröppurnar, sögðu þeir.
Það er Brynjari Vondulykt og hans aftaníossum að segja, að þegar þeir höfðu týnt Sigmundi í miðbænum, réðust þeir á tvær gamlar konur, frekar en ekki neitt, og köstuðu þeim inní miðjan gæsahóp á Reykjavíkurtjörn.
Sigmundur í ósamstæðum skóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2015 | 09:00
Krakkaskrattar í hormónavímu
Borgarstjórn Reyjavíkur kemur fyrir sjónir eins og unglingapartí, hvar illa áttaðir krakkaskrattar vaða stefnulaust út og inn í bullandi brennivíns- og hormónavímu. Allar fréttir af þessari virðulegu stofnun eru þess eðlis, að það setur slíkan kjánahroll að fólki, að því langar helst til að hafa samband við lögregluna og biðja hana að hreinsa útúr ráðhúsinu og færa gelgjulýðinn Barnaverndarstofu til ráðstöfunar.
Þeirra rödd, rödd haturs og fordóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2015 | 21:12
Óvætturinn leggur athafnasamt barn í einelti.
Ekki skil ég nokkurn skapaðann hlut í því af hverju drengurinn Páll Heimisson er ekki aðstoðarmaður einhvers ráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaussonar. Nú eða átjándi eða tuttugasti og fyrsti aðstoðarmaður Sigmundar sjálfs, en sá skelmir ku hafa fleiri aðstoðarmenn en tölu verður á komið með nokkurri vissu.
Í þokkabót hefir Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að leggja hinn bráðefnilega Pál Heimisson í einelti með klögunum, kröfum og kærum og svífst einskis í ásetningi sínum þar að lútandi. Var þó framkvæmdagleði Páls mjög í ætt við Sjálfstæðisflokkinn og anda á meðan hann starfaði fyrir þann vanþakkláta Flokk. Það má því ljóst vera, að Barnaverndarstofa verður að skerast í leikinn og frelsa Pál undan ofríki og einelti Sjálfstæðisflokksins og koma honum í öruggt skjól. Eru það firn mikil, að óvætturinn í Valhöllu við Bolholt skuli leggja sig niður við að hvekkja athafasamt barn, fullt af hugsjón hins frjálsa framtaks og frjálsra markaðslögmála.
Sagði Sjálfstæðisflokk bera ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvóta-Gutti af Skaganum er áreiðanlega sáttur við að náttúruperlur og ónáttúrperlur á Íslandi verði kvótaðar eins og gert var við fiskinn í sjónum þegar honum var rænt af óprúttnum péééníííngagéðsjúklingum. Kvótaguttinn af Akranesi fékk, eins og við munum, það hlutverk í síðustu ríkisstjórn, að gæta þess að kvótakerfinu væri ruggað eða það væri jafnvel aflagt. Það gerði hann af einstakri trúmennsku við LÍÚ, Granda og Samherjana, en í blóra við 80% kjósenda. Má segja að þar hafi Guðbjarti tekist vel upp og kratalega, þó afrekið og trúmennskan atarna hafi að vísu kostað Ólínu Þorvarðardóttur þingsætið.
Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins var okkur kunngert, að flokksleysurnar og skrípafyrirbrigðin Björt framtíð og Píratar séu með samanlagt 25% fylgi í skoðannakönnun, en skjaldborgaraflokkarnir VG og Samfylking væru enn að tapa fylgi. Það væri ósköp fróðlegt og ekki síður gaman að vita hvernig flokkseigendur Samfylkingar og VG túlka slíkar ítrekaðar niðurstöður skoðannakannana. Það er varla viðunandi fyrir fyrrum virðulega ríkisstjórnarflokka að sitja á sama bekk hvað lýðhylli varðar og galtómir pappakassar og gauðryðgaðar, beyglaðar og jafntómar ruslatunnur.
Kvótavæðing náttúruperla Íslands? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2015 | 19:10
Platvinstrigúmmíkallinn situr enn á Alþingi
Sjáum nú til. Þegar allt kemur til alls, er aungvu líkara en Ögmundur nokkur Jónasson, ef einhver man eftir þeim pilti, situr enn á Alþingi. Það þykir mér tíðindi. Ég hélt nefnilega, að Ögmundur þessi væri hættur alþingismennsku, hefði snáfað heim í sitt broddborgaralega umhverfi með það sem eftir er af skottinu á milli skjálfandi læranna. En nei ónei, þessi platvinstrigúmmíkall situr enn á Alþingi ásamt með fórbróður sínum, endeminu Steingrími J. Sigfússyni, sem af afrekaði það á löngum loddara- og lygaferli sínum í stjórnmálum að enginn vill þekkja hann heyra eða sjá nema örfáir kapítalelskir flokkseigendur VG.
En Ögmundur situr semsagt enn á þingi og hugleiðir náttúrupassa, sem nú er farið að kalla óprenthæfu orði, milli þess hann klórar sér með löppunum eða mænir á ljósakrónuna í Alþingishúsinu. Nær væri þessum hæfileikaríka leikara að gera sér ferð austur að Kerinu og velta andskotans rukkunarskúrnum, sem hann gerir sér tíðrætt um, ofaní botn Kersins og pissa síðan fram af kerbrúninni ofaná brakið af kofaskrattanum. Ekki efast ég um að lagsbræður Ögmundar, þau Steingrímur, Álfheiður og Svavarsfjölskyldan, já og Össur vinur hans, munu rétta sínum manni hjálparhönd við verkið og kyssa hann blíðlega á allar kinnar á eftir.
Hlálegast er þó, að flokkur Ögmundar og Steingríms er afar keimlíkur rukkunarskúrnum við Kerið, þröngur, ryðbrunninn og heldur hvorki vatni né vindum og á vart annað skilið en að fjúka fyrir björg eða hafna á ármótabrennu austur á Langanesi.
Ólöglega rukkað undir blaktandi fána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 61
- Sl. sólarhring: 133
- Sl. viku: 219
- Frá upphafi: 1539502
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 53
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007