Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
30.9.2015 | 18:13
Liggi endanlega steindauð
Nær öruggt er talið, að óöldin, sem bossaði upp í Reykjavík í dag og getið er um í bókum lögreglunnar, stafi af geðvonsku og lausbeisluðum illum hvötum sjálfstæðismanna vegna formanns- og varaformannskosningum í Flokknum. Til að mynda var það frægur flokksmaður Sjálfstæðisflokksins sem flaug á vertinn á knæpunni og hugðist drekkja honum í öltunnunni. Þessi víðkunni flokksdólgur er frægur af endemum, sem minna á framferði óðra hunda eða kleppsmanna sem ekki eru sjálfráðir gjörða sinna.
Sjálfstæðishetjan, sem ber varð að broti á dýraverndarlögum, greip í vitna viðurvist í skottið á heimiliskettinum og grýtti honum eins og þeytispjaldi í vegginn. Ástæðan fyrir ofbeldisverkinu var áskorun annarra sjálfstæðisjúnkara á jómfrú Nordal að gefa kost á sér í varaformennsku í Flokknum. Ræninginn í versluninni í Austurbænum var afturámóti lítill liðsmaður úr Heimdalli í frjálshyggjuleik. Taldi drengurinn sér frjálst, í uppljómuðu frjálshyggjukasti, að slá eign sinn á allt það sem honum sýndist í versluninni. Vart þarf að taka fram að blessað barnið varð lamað af undrun þegar lögreglan tók af honum góssið og smeygði járnunum um úlnliðina á honum.
Þeir er gerst þekkja, telja að ófriðurinn og klámspörkin í dag útaf Sjálfstæðisflokknum, séu hluti af fjörbrotum Flokksins. Flokkurinn sé í raun dauður og ekkert eftir af honum nema sundurlausir óaldarflokkar, sem minna einna helst á soltna refi í leit að bráð. Þessum melrökkum nægir ekkert smáræði til að metta svengd sína, en þeir vilja helst ekkert éta annað en það sem þeim tekst að ræna af ríkinu. Þá finnst sumum þjóðmálaskýrendum aungvu líkara en hugarástand óaldarflokkanna dragi nokkurt dám af ofsa sumra slíkra flokka í útlöndum og friður komist varla á fyrr en ófreskjan öll, ásamt meðfylgjandi öngum og æxlum, liggi endanlega steindauð.
Handtekinn fyrir brot á dýravernd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2015 | 15:10
Áferðarfallegri ramma ...
Rétt í þessu var að berast frétt þess efnis, að hópur pólitískra fjárfesta, með frú Ingveldi, Kolbein Kolbeinsson framsóknarmann, Brynjar Vondulykt, Óla Apakött, Máríu Borgargagn og Indriða Handreð í farabroddi, væri í þann veginn að skora á maddömu Nordal að gefa kost á sér í varaformanninn. Ennfremur skorar sam fólk á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að bjóða sig fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar með er ljóst, að allir rýtingar eru á lofti innan alræmdustu auðvaldssamtaka landsins, og er það vel.
Þá má og geta þess, pólitísku fjárfestarnir hafa óformelga lofað, að grafa svo hressilega undan núverandi formanni Flokksins, að hann muni falla óforvandis beint á nefið ofaní hlandforina og að pólitísk saga hans verði greftruð í sjálfum Framsóknarfjóshaugnum. Eru þetta fjarska góð tíðindi fyrir þær fáu hræður, sem enn eru á mála hjá Flokknum, og ku þær enda strax vera farnar að fagna góðum sigri yfir Engeyingum.
Kolbeinn Kolbeinsson á annasama daga framundan, því hann þarf að leggja á ráðin í tveimur auðvaldskreðsum samtímis. Markmið hans er, að sópa nokkrum leiðindaskörfum og óvitum útúr ríkisstjórnarflokkunum í þeim tilgangi að skapa áferðarfallegri ramma utanum ríkisstjórnina.
Ólöf tjáir sig ekki um áskorun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2015 | 14:18
Gæti framið mörg óskiljanleg axarsköft, sem myndu ríða Flokknum að fullu
Hvað er að heyra! Ég hefði haldið, að svokallaðir sjálfstæðismenn væru hæstánægðir með sína Hönnu Birnu sem varaformann skrýtna flokksins, sem kennir sig af óvenjulegri forherðingu við sjálfstæði. Enda er Hanna Birna aldeilis fullgóð fyrir þá, jafnvel ofgóð ef eitthvað er. En máske vilja sjálfstæðismenn gjöra Hönnu Birnu að formanni og maddömu Nordal að varaformanni, annað getur varla verið.
Það getur svosem hugsast, að fámennið, sem enn heldur tryggð við óreiðusamtökin sem kenna sig við sjálfstæðið, vilji endilega kasta núverandi formanni útá kaldan klaka, eins og útburði, og leyfa honum að veina þar í frosthörkunni uns yfir lýkur. Hvað vitum við? Satt að segja höldum við, að miklum meirihluta landsmanna standi á sama hvernig sjálfstæðismenn fara að ráði sínu, svo lengi sem það minnkar atkvæðamagnið, sem þessi leiðindasamtök fá í kosningum.
En varðandi maddömu Nordal, þá vekur furðu að frú Ingveldur skuli ekki hafa tekið þátt í að skrifa undir listann postulunum 10, og leggja þar með sitt þunga lóð á vogarskál hugsjónarinnar um að gjöra maddömu Nordal að varaformanni. Fjarvera frú Ingveldar af listanum bendir ótvírætt til þess, að hún álíti sem svo, að maddama Nordal rísi ekki undir varaformannstignni; að hún sé dálítið viðsjárverður gripur sem gæti með tíð og tíma framið svo mörg og óskiljanleg axarsköft að þvílíkt og annað eins myndi ríða Flokknum að full og öllu.
Forystumenn skora á Ólöfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2015 | 20:59
Málverkið sem aldrei varð málverk (Þegar heimskunnur listamaður brást viðskiptavini sínum)
Senn er liðið ár og dagur frá því frú Ingveldur lét heimskunnan listmálarameista draga upp portretmynd af sér. Sá heimskunni fór sér að aungvu óðslega, lét frú Ingveldi koma sér þægilega fyrir og sagði henni í leiðinn fáeina óviðeigandi brandara, sem lyktuðu öðru fremur af duldu, pervertísku klámi og viðbjóði. Svo dró karlófétið upp gulan blýant og tók til við að rissa upp teikningu af viðfangsefninu. Og þar er hinum heimsfræga listamanni lá nákvæmlega ekkert á, þá tók hann sér hvað eftir annað hvíld frá verki sínu til að bergja á áfengis- og kannabiseitri og saug amfetamín með til að fyrirbyggja að hann lognaðist útaf frá hálfköruðu listaverki.
En þegar þegar ódámurinn með gula blýantinn tók uppá að troða neftóbaki uppí báðar nasirnar, á eftir amfetamíninu, og í báðar varirnar og bað frú Ingveldi í leiðinni, að liggja sem gleiðast, því nú ætlaði hann að taka hluta verklauna sinna út á henni, þá stóð frú Ingveldur upp, hrifsaði til sín teikninguna og hvarf slagandi á braut.
Síðar sagði frú Ingveldur, að hún hefði aldregi upplifað annað eins upplifelsi og að sitja fyrir hjá heimskunna listmálarameistaranum. Það varð semsé aldrei neitt málverk úr fyrirhuguðu portreti, heldur aðeins eitt bölvað riss, sem vissuleglega sýndi frú Ingveldi og sálarástand hennar, meðan hún sat, eða öllu heldur lá, fyrir. Margir hafa reynt að ræna þessu myndlistarverki frá frú Ingveldi, því það er mál manna, að ekki fengist minna fyrir það á uppboði en 25 milljónir íslenskra króna. Sem betur fer hefir réttum eiganda tekist að verja mynd sína fyrir þjófum og öðru illþýði, en það hefi þó kostað fleiri bylmingskjaftshögg en frú Ingveldur kærir sig um að muna.
Á meðfylgjandi mynd má sjá teikninguna sem aldrei fékk að verða að málverki.
Heita fundarlaunum fyrir Erró verk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2015 | 10:48
Stórhættulegur og ósmekklegur flagari
Rétt er, að eihverjir hérlendingar bera bleyjupiltinum Bíbri vel söguna og lofa heimsókn hann til Íslands á allan hátt. Enda báru tiltektil hans hér vott um, að þar færi ósiðaður slordóni eins og þeir gerðust verstir á vetrarvertíðum og á síðutogurum hér fyrrum. En sínar verstu hliðar sýndi Bíbir þáa þegar kvenfólk var nær. Skítugum fingrum sínum potaði hann iðulega í rassinn á sómakærum jómfrúm, er hann mætti á förnum vegi, og hneygðist þá mjök til að bora þeim millum rassakinna þeirra. Þá lét hann undarlega oft eftir sér, að káfa á brjóstum þeirra kvenna er hann komst í tæri við. Þar fyrir utan var viðbrugðið hvað þetta ruddamenni var gjarn á að míga utaní hús og í handlaugar og vaska er á vegi hans urðu.
En Bíbir er samt ekki allur þar sem hann er séður: Hann heimsókti til að mynda Heimdellinga og át með þeim málsverð í Valhöllu. Að lokum kvaddi hann alla viðstadda Heimdellinga með innilegu kossum og káfi, sem aunginn kveinkaði sér undan. Þá var Bíbri bent á, að ef hann vildi fá stórgóða kvennaþjónustu, þá skyldi hann heilsa uppá Fémínístafélag Íslands.
Í Fémínístafélaginu varð uppi fótur og fit er Bíbir birtist þar óforvandis. Honum hugnaðist að ganga hreint til verks og var byrjaður að gyrða niðrum sig, þegar kérlíngarnorn nokkur með gríðarstóran og klúran barm þreif til hans og kastaði honum beina leið útá götu eins og hvurjum öðrum flækingsketti sem skitið hefir á fallegustu mubluna í stássstofunni. Semsagt: Þar sem Fémínístafélagi og Playboyhöllin vörpuðu þessum alræmda sóða, dóna og flagara á dyr þá kvöddu Heimdellingar af báðum kynjum þennan sama skúrk með faðmlögum, kossum og tilheyrandi káfi.
Justin Bieber hent út úr Playboy höllinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2015 | 10:09
Leiðir sumra fjölskyldumeðlima eru á stundum órannsakanlegar
Æjá, það fór víst eitthvað úrskeiðis hjá góðu og grandvöru fólki um helgina. En sem betur fer elskar öll þjóðin frú Ingveldi, Kolbein Kolbeinsson og Máríu Borgargagn, því þau og þeirra vinir tilheyra fjölskyldunum 14, sem sagt er að eigi allt sem einhvers er virði í pééníííngum og megi þar af leiðandi allt sem þeim sýnist. Auðvitað er eitthvað dularfullt við, að Máría Borgargagn hafi verið gripin á g-stengnum einum fata á Hverfisgötunni um það bil klukkan 21:00 í gærkvöldi. Nú veit fólk, að Hverfisgatan er óæðri gata, uppfull af pééníííngalausum rónalýð og alls ekki við hæfi Máríu Borgargagns að ganga þar um, hvort heldur kappklædd eða einungis í g-streingsnærbuxum.
Það skal og upplýst hér og nú, að það var Kolbeinn vinur okkar allra Kolbeinsson, sem lögreglan bjargarði augafullum uppa Lækjargötunni eftir að hafa hlaupið ölmóður innan um bifreiðar á fleygiferð. Eftir því sem næst verður komist, þá mun Kolbeinn hafa verið nýsloppinn út frá öfugugga nokkum í miðbænum þegar hann tók til við að æða eins og flaumósa meri fyrir bíla. Á lögreglustöðinni kvartaði hann um gigtarstingi og sviða í afturendanum, en lögreglan svaraði kveinstöfum hans með því að læsa hann inni í fangakelfa með öðrum ólifnaðarmanni.
En þetta með Máríu Borgargagn á g-strengnum í gærkveldi er svo sem ekki neitt nýtt á afrekaskrá þeirrar konu. Furðulegast er hvað hún er gjörn á að gleyma að klæða sig áður en hún æðir útá stræti borgarinnar. Þó má fjandinn einn vita hvaða erindi hún átti á Hverfisgötu, því öðrum meðlimum fjölskyldnanna 14 er ókunnugt um, að Máría, eða aðrir úr fjölskyldunum, þekki nokkurn mann á Hverfisgötunni. Reyndar hefir Brynjar Vondalykt, sem einnig er liðsmaður fjölskyldnanna 14, stöku sinnum sést að næturþeli í óæðri götum á Höfuðborgarsvæðinu, en sá piltur lætur sér heldur fátt fyrir brjósti brenna.
Á g-streng einum fata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2015 | 22:02
Skömm gamla Bíbirs og Bíbirs yngra mun blíva að eilífu
Krakkaskrattinn Jútín Bíbir er fáránlegur drykkjurútur. Og ekki er faðir hans, gamli Bíbir, hótinu skárri. Saman hafa þeir þotið út og austur um heiminn í flugvélum, blind-ind-indfullir og eltandi öll pils sem á vegi þeirra hafa orðið. Þetta eru semsagt fegar, sem aunginn heiðarlegur maður vill hafa í návist sinni og kvenpeningur tekur til fótanna og flýr ef grunur leikur á að þeir séu á næstu grösum.
Sagt er að gamli Bíbir hafi verið á vertíð í Grindavík fyrir margt löngu. Var á netabáti. Menn báru honum illa söguna. Hann var víst settur í kokkaríið og lék þar ýmiskonar listir, sem benda til, að mannfjandinn hafi ekki beinlínis verið sóði heldur hreinn viðbjóður. Áhöfnin taldi sig hafa vissu fyrir, að hinn útlendi matreiðslumaður, þ.e. gamli Bíbir, hafi bæði hrækt og sprænt í sósur, súpur og salöt, sem hann bar brosandi fyrir menn. Tvei hásetar sátu fyrir kvikindinu heilt landstím og ætluðu að grípa hann, er færi erinda sinna á salernið, og kasta onum útbyrðis. Því miður kom gamli Bíbir ekki úr klefa sínum alla landleiðina og slapp við skrekkinn. Af hásetunum er það að segja, að þeir vóru hengdir einhversstaðar á Arabíuskaganum, sumarið eftir vertíðina.
Í þeirri ferð, sem Bíbir yngri átti um Ísland fyrir skemmstu, gjörði hann óviðkunnanlegt strandhögg að sveitarheimilinu Neðra-Landi í Asturskörðum. Þar elti Bíbir litli húsfreyjuna á staðnum augafullur útí fjós. Og þar gjörðust svo undarlega andstyggilegir hlutir, að jafnvel sjálft Framsóknar væri fullsæmt að. En það er víst best að tala sem minnst um þá skömm.
Súrrealískasta augnablik lífs míns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2015 | 20:48
Vofeiflegir atburðir gjöra skjaldan boð á undan sér
Svo er sagt, að vofeiflegir atburðir gjöri skjaldan boð á undan sér. Vofeiflegur atburður kemur eins og þjófur að nóttu, eða sem skrattinn úr sauðarleggnum, og verður af usli, basl og hnasl og kurra. Vofeiflegur daudagi manns, er hrein og klár ávísun á að hann gangi aftur, verði draugur, sem hræðir fólk, einkum börn, og myrðir það stundum.
Síðastliðna nótt varð afar vofeiflegur atburður, sem varð þess valdandi, að Indriði Handreður var fluttur í brott frá heimili sínu í dauðans ofboði í sjúkrabíl. Eftir því er næst verður komist, þá mun Máría Borgargagn, fyrrum frilla, heitmey og nú síðast eiginkona frá í vor, hafa á einu augabragði gjörtryllst svo ofboðslega af kynæði, að aungvu var eirt. Hún tók Indriða til síns handagagns, yfirspilaði hann fram og aftur, út og suður og reið honum nánast að fullu áur en yfir lauk og góðgjarnir menn skárust í leikinn og stöðvuðu hann.
Því miður láðist að taka Máríu Borgargagn úr umferð um leið og Indriði eiginmaður hennar Handreður var sóktur. Auðvitað lét helvítis kérlíngarboran ekki staðar numið þótt Indriði væri nær úr heimi hallur eftir furðu groddalega ástleitni hennar. Borgargagnið brá nefnilega undir sig betri fætinum og gjörði frú Ingveldi og Kolbeini heimsókn. Þar lét hún svo illum látum með ofviðriðshryðjum, að Kolbeinn læsti sig rifinn og tættur inní herbergi og hringdi í lögregluna og bað hana að bregðast fljótt við og fjarlægja óargadýr úr húsi sínu. Er lögreglan kom á staðinn, var þar ófagurt um að litast: Nokkrir valinkunnir herramenn sátu stjarfir af skelfingu í stofunni, en á gólfinu lágu frú Ingveldur og Borgargagnið og reyndu hvað þær gátu að nauðga hvorri annarri í sífellu. Þetta var djöfulleg nótt á heimilum Kolbeins og Indriða Handreðs.
Húsbíll splundraðist fyrir vestan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2015 | 16:36
Allsherjar barnaflengin yfirvofandi í Háteigsskóla
Það eru naumast uppástöndugheitin í krakkaskröttunum þarna Háteigsskóla. Ekki veitti af, að skólastjórnin þar á bæ héldi uppá 100 ára kosningarétt kvenna með því að efna til snarprar general barnaflengingar í þessari námsverstöð, til að hrekja óartina burt úr déskotans villidýrunum, sem valsa þar um ganga með bera bústna belgina útí loftið. Sómakærir borgarar eiga hreint út sagt ekki orð yfir framferði af þessu tagi, og ætti aungvann að undra. Ef fer fram sem horfir, þá er einsýnt, að drengirnir í skolanum fari að mæta nærbuxnalausir til náms í buxum, sem búið er klippa rassstykkið úr.
Á nýhöldnum barnaverndarnefndarfundi tók frú Ingveldur magabolaskömm grunnskólatelpna til umræðu. Sagði hún, að þvílíkur klæðaburður leiddi telpur gjarnan til hrösunar og ævilangs syndalífernis. Tók frú Ingveldur dæmi af vinkonu sinni, Máríu Borgargagni, sem gekk í skóla, þráfaldlega íklædd magabol. ,,Hún varð auðvitað lauslætinu og hórnum að bráð", fullyrti hún, ,,og gerðist frilla Indriða Handreðs, eins þokkalegt og það nú var. Þótt þau hafi gengið í hjónaband um síðir, þá var mannorð hennar svo útsvínað af synd, sem rekja má beint til magabolsnotkunar hennar í barna- og unglingaskóla, að einungis fylliraftar og öfuguggar litu við henni þegar fram liðu stundir."
Eins og að framan er getið, þá hlýtur alsherjar barnaflenging að standa fyrir dyrum í Háteigsskóla. Reikna má með, að verkið verði boðið út og veitt lægstbjóðanda, að undangengnu forvali. Nokkur ágæt fyrirtæki eru vel í stakk búin til að taka að sér að framkvæma svo umfangsmikla aðgerð, svo sem eins og Sinnum ehf. sem sérhæfir sig í að taka það sér verkefni sem skattgreiðendur borga. Einnig eru fyrirtæki á borð við Granda h/f og Hringrás vel vopnum búin til að takast á við stór verkefni á borð við að flengja heilan grunnskóla.
Þetta eru bara föt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2015 | 20:16
Engum er alls varnað, eða sú er að minnsta kosti von okkar
,,Heimdallur" nefnist einhver einkennilegasti söfnuður á Íslandi. Ef gefið væri út rit sem helgað væri einkennilegum mönnum yrði vart þverfótað fyrir heimdellingum í þeirri bók. Nú fer því víðsfjarri, að safnaðarbörnin í Heimdalli séu skemmtilega einkennileg eða skemmtileg yfirleitt, öðru nær. Það er nefnilega svo, að illa uppaldir montgríslíngar í bómullarkassa geta aldrei orðið annað en hvimleiðar leiðindaskjóður og til skaðræðis fyrir umhverfið og samfélagið allt.
Þó er enginn svo hörmulega og sérkennilega leiðinlegur, að honum sé alls varnað. Að minnsta kosti vona ég það. Það er til dæmis eitt, sem er svo hlálegt á safnaðarfundum í Heimdalli að útilokað er flokka það undir leiðindi eða illa þefjandi þursahátt. En það sá þáttur í umgjörð fundanna, að uppá miðjum veggjum fundarsalarins eru litlar svalir, ætlaðar tveimur sérstökum heiðurspersónum. þ.e. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni annarsvegar og frú Ingveldi hinsvegar.
Ekki þarf að því að spurja, að frú Ingveldi þykir Heimdallur dásamlegur söfnuður og hefir hún margsinnis mært hann í ræðu og riti með orðbragði sem nálgast mjög oflof í hvívetna. Mest finnst frú Ingveldi gefandi, að sitja á svölunum með vodkaflösku í annarri hönd en koníaksglas í hinni og hlýða á hinn gráðuga og péníngasamansúrraða munnsöfnuð barnanna, sem taka til máls á safnaðarfundunum. Og ævinlega lýkur þessum samkomum með því að frú Ingveldur tekur til máls og eggjar krakkagarmana lögeggjan til að láta aldregi undir höfuð leggjast beita kommúnista líkamlegu ofbeldi hvenær sem tækifæri býðst, ennfremur að míga á múslíma og kasta skít og hreyta óhróðri í uppreisnarsrkíl við öll hugsanleg tækifæri. Vart þarf að taka fram, að frú Ingveldur uppsker undantekningalaust gríðarleg fagnaðarviðbrögð af hálfu blessaðra barnanna, sem gjarnan væta buxur sínar af hrifningu yfir málsnilli frú Ingveldar.
Snýst ekki um að kaupa atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
- Spøgelset í höfn á Jótlandi
- Þétt dagskrá forseta á morgun - og fullveldismessa síra Baldv...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 4
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 1476
- Frá upphafi: 1542346
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1299
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007