Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017

Hneyksli

golf1Þetta fór skelfilega, eins og búast mátti við, íþróttirnar vóru ofurliði bornar af teprulegum undirmálsgosum, sem eru trúlega skíthræddir við að mítú-,,byltingin" komi upp um þá von bráðar og hafi þá að aðhlátursefni um allt land, sem sérstök tilfelli af pervertískum fjósaköllum. En til að kaupa sér örlítin gálgafrest, þá ákváðu þeir að koma sér soldið í mjúkinn hjá hinni ofsareiðu kvennþjóð og kusu stafkerlingu íþróttamann ársins! Hafiði vitað meiri skömm og hneisu á Íslandi frá landnámstíð?  Nei, það veit ég þið kannist ekki við.

Já, stúlkur mínar, hvort sem ukkur er það ljúft eða leitt, þá gerðust íþróttafréttamenn svo bíræfnir í kvöld, að gera stafkerlingu að íþróttamanni ársins 2017. Þessi íþróttakona þeirra er víst kunn fyrir að vafra um slétt tún með staf í hendi, sem hún hefir öfugan í lúkum sínum, það snýr sem sé upp sem niður á að snúa, o.s.frv. Ja, oft hafa Samtökk íþróttafréttamanna slegið ánaleg klámhögg í vali sínu á íþróttamanni ársins, en nú fór hótfyndni þeirra og dáraskapur úr böndunum og út fyrir öll eðlileg mörk.

Því ber þeim ráðherra, er hefir íþróttamál innan sinna vébanda, að hafa samband við Ríkislögreglustjóra og láta hann skakka hinn ljóta leik í Hörpu með því að handtaka alla íþróttafréttamennina og steypa þeim í ótímabundið gæsluvarðhald fyrir að draga á lævísan hátt dár að þjóð sinni og gjöra lítið úr henni út á við, í augum íþróttasambanda heimsins, því eflaust flýgur stafkellingarmál þetta út fyrir landsteinana fyrr en varir.


mbl.is Ólafía kjörin íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðan er 14-2 fyrir Jakobi

pianLifandis ósköp varð það gott hjá Kobba Stöð að segja fýlupokunum að reyna að semja alminnileg lög í stað þess að vera að brúka leiðindamunnsöfnuð. Tónskáld eiga að halda sig við tokkötur og fúgur og hætta að derra sig út af smámunum sem koma þeim ekki við. Nú er til dæmis tónskáldið Gylfi Ægisson lagstur út og farinn að búa í tjaldi um háveturinn til að fá inspírasjón í tónverk til mótvægis við ,,Í sól og sumaryl". Það verk gæti heitið ,,Í frosti og fjandans byl" og á eflaust eftir að hljóma ört og títt í óskalagaþáttunum á útvarpi Sugu.

Og hvaða galgopaseggir eru í þessari stjórn Tónskáldafélgas Íslands, það held ég séu nú meiri órabelgirnir. Þeir láta sér ekki muna um að hjóla eins og villudýr í stöðmanninn Kobba, sem þeir kalla alltaf ,,Klobba" núoðið. Þeir þykjast meira að segja hafa orðið fyrir vonbriggðum. Ja, nú þykir mér týra í tittlingaborg, ef sona kallar mega vera að því að skútyrðast við einn góðkunnan stöðmann í stað þess að setja saman þokkalegar stemmur og hljómdæmi; það vantar lög við aragrúa af kvæðum, sem liggja óbrúkuð upp á hillum í skúmaskotum. Ef vel ætti að vera, þá væri yfirstjórnarstjón í Tónskáldafélaginu, sem gæti lýst yfir vonbriggðum með vonbryggði stjórnarinnar og sagt henni að éta það sem úti frýs.

Það kom víst fram hjá Kobba karlinum, að honum væri fjandans sama um blaðrið í öðrum tónskáldum, sem væru að skrópa frá hljómhviðum sínum hálfkveðnum og skothentum. Aftur á móti hefir Kobbi samið og flutt fleiri ópusa og madrigala en tölu verður á komið og unnið sér lýðhylli fyrir bragðið. En fýlupokarnir, hvað hafa þeir samið? Nákvæmlega ekki neitt annað en leiðindasarg og óhljóð, sem þeir telja sjálfum sér túm um að sé tónlist. Fyrr má nú vera meiri andskotans sjálfsfirringin atarna! En eins og leikurinn hefir þróast, þá er staðan 14-2 fyrir Jakobi og það bil á bara eftir að aukast.


mbl.is Gagnrýnir ómálefnaleg viðbrögð Jakobs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pírata-Smári versus matsveinn vor í Norðursjónum

fingur4.jpgSá er nú aldeilis úti að aka, núna rétt fyrir jólin, hann Pírata-Smári; maðurinn er bara alfarið utanagátta eins og Andrés, sá sem jólasveinarnir einn og átta hittu einusinni og um var orkt. Nú er piltur búinn að flækja flugpunktar og matadorpéninga saman í einhvern honum óleysanlega gordíonshnút. Þetta gjörir maðurinn upp úr þurru, alveg eins og honum sé ekki sjálfrátt. Honum hefur líka tekist að hræra strætómiðum og mjólkurmiðum fyrir skólaakrakka saman við hitt ruglið, svo upp er komin ein dægileg hlandlyktandi stappa. Og þessar kræsingar býður Pírata-Smári sjálfu Alþingi Íslendinga upp á í miðri jólaösinni. Það kæmi ekki á óvart, að maður frétti næst, að einhverjum siðlegum þingmanni hefði runnið í skap og snarað Píratanum fyrir nesið og kennt honum alminnilegt og siðlegt pírumpár á tyrknesku, slík er ósvífni drengstaulans með mjólkurmiðana og flugpunktana.

Í það gömlu góðu daga, þegar ég var sjódrengur í Norðursjónum, komum við eitt sinn að matsveini okkar þar sem hann var að ausa vatni á pott, sem var á hvolfi á eldarvélarhellunni. Þegar við spurðum matsveininn út í þessi nýstálegheit, þá svaraði hann því til, að hann skildi ekkert í því afhverju vatnið tyldi ekki í pottinum og væri hann þó búinn að sýsla við þetta verk í fullar þrjárklukkustundir. Einn okkar, frakkur náungi og framhleypinn, vatt sér þá að eldavélinni og snöri pottinum við og bað matsveininn að að prófa núna. Þegar fóðurmeistari okkar var búinn að hella eins og hálfum öðrum lítra af vatni í pottinn, nam hann staðar við verk sitt og glápti eins og hann tryði ekki sínum eigin augum og muldraði eitthvað um, að þetta væri óskiljanlegt og að vatnið væri allt í einu farið að tolla í pottinum.  

kokkur1Eins er farið fyrir vini okkar Pírata-Smára og framangreindum matsveini, hann botnar ekki par í landslögum og þvælir matadorpéningum og strætisvagnamiðum saman við seðlaprentum og péningfölsun, og gott ef ekki péníngaþvætti. Ég er hræddur um að nú verði kjararáði nóg boðið og felli þann úrskurð, að laun Pírata-Smára verði lækkuð niður í kr. 0,00. Það er insvegar af matsveini vorum í Norðursjónum að segja, að honum fór heldur að braggast heilsan er líða tók á kvöldið, enda hafði hann þá drukkið úr hart nær heilli þriggjapelaflösku wiskís eftir að vandamálið með pottinn og vatnið leystist farsællega. Og eftir miðnætti það sama kveld, bauð hann erlendum hjónum, dóttur þeirra og hennar ektakærasta í dálítið samkvæmi í klefa sínum um borð. Því miður gjörðist matsveinninn helst til fingralangur í kynferðislegri áreitni við gesti sína og fór allt í bál og brand, svo sem búast mátti við. Þegar við heimsóktum bryta vorn daginn eftir, var aungvu líkara en hvirfilbylur hefði geysað í klefa hans, og matsveinninn sjálfur mjög rauðeygður og dulítið klóraður í framan. - Þetta voru eins og helvítis villdýr, mælti hann, - en ég hélt eftir nærbuxunum af frúnni. Að svo mæltu dró hann velktar og blautliga kvennaríur undan dýnunni, hnusaði af þeim og gretti sig eins og hrútur sem fílar grön.


mbl.is Spyr um lögmæti flugpunkta og mjólkurmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn blauði ráðherra velur frið þegar ófriður og krossferðir eru í boði!

hræddurJa, nú dámar mér. Á utanríkisráðherra virkilega við, að hann kjósi frið þegar ófriður er í boði? Á fólk að trúa því, að Guðlaugur a. Þórðarson sé svo innilega blauður að hann þori ekki í stríð? Þó hefði maður haldið, að nú væri lag að blása í lúðra og kalla saman lið vaskra drengja til krossferðar suður í Jérúsálem og frelsa hina helgu borg úr klóm misindismanna. Fyrirfram hefði hvur maður trúað því, að Guðlaugur okkar væri fús til að drýgja hetjudáð og væri reiðubúinn að fara í fylkingarbrjósti herleiðangur til Mið-Austurlanda til að berja á Serkjum og öðrum vanmetapéníngi sem búið hefir um sig í Jérúsálem.

Nei nei, utanríkisráðherrann skríður eins og vafasamur fressköttur að húsabaki og lætur Íslendinga kjósa á móti Trump og frelsum Jérúsálem hjá Smeinuðu þjóðunum. Þetta auðvirilega tiltæki er ekki hægt annað en að vega úr launsátri. Nú er viðbúið að Trumpurinn láti sprengja oss í loft upp, um leið og hann gerir Norður-Kóeyju sömu skil. Þar fyrir utan sýður á mörgum Íslendingi að komast í alminnilega krossferð og vinna hetjudáðir sem uppi verða með þjóðinni so lengi sem Ísland verður í byggð. En eitt höfum vér fengið staðfest með forkastanlegri bleyðisemi Guðlaugs og Sjálfstæðisflokksins: Og það er staðfesting á afturför og krypplingsvæðingu þjóðarinnar frá því hetjur riðu um héruð og vógu mann og annan og bættu helst ekki fyrir nokkurn sem þeir vógu af sannri hugprýði.

fleng3.jpgFréttin um svik Íslands við Trump og félaga kom eins og reiðarslag framan í frú Ingveldi, ssem átti sér einskis ílls von. Hún afréð þegar í stað, að góðvinur hennar, utanríkisráðherrann, fái ekki að stíga fæti inn fyrir dyr á hennar heimili fyrr en eftir páska í vor. Siðan mlælti frú Ingveldur og lagði þunga áherslu á hvurt orð: - Og ef hann vogar sér að reyna að skríða inn um glugga hjá okkur hjónum, eins og einhver helvískur jólasveinn, til að taka þátt í samkvæmum okkar hjóna, þá verður skohh ekki tekið á gripnum með neinum silkihönskum. Maður sem fer á bak við mig og Trump forseta á ekkert betur skilið en að vera kaghýddur upp við staur eins og útilegumennirnir og snærisþjófarnir í gamla daga. En ég skal bæta honum það upp og rassskella skálkinn með eigin hendi og það er ekki nein skilki og dúnhendi Gvöööð hjálpi mér að hafa alið slíka óhræsis snák sér við brjóst. Hann fer ekki í framboð meir, að mér hleilli og lifandi. Aldrei meir. Aldrei!

Það er ekki nema von að frú Ingveldi blöskri.


mbl.is „Höldum áfram að hvetja til stillingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit konan hvað hún er að hjala?

kol33Ætli þessi Helga Vala viti nokkuð hvað hú er að hjala? Ugglaust ekki. Hefir hún ekki minna en hundsvit að skipun dómara? Sennilega. Veit hún ekki, að frú Andersen hefir verið falið að skipi dómara sem Sjálfstæðisflokkurinn getur treyst í hvívetna? Ja, svo er ekki að sjá miðað við munnsöfnuðinn. Veit hún ekki heldur að líf sjálfstæðisflokksins, ekki síst helstu höfðingja hans, kann að standa og falla með því að frú Andersen fái að vera í friði að gæta þess ekkert ókræsilegt og ógeðugt komist upp á yfirborðið, sem varðað getur elstu liðsmenn Sjálfstæðsiflokksins? Nei, það veit hún ekki. 

Svo er sjálfsagt að geta þess, að frú Ingveldur vann faglega úttekt á dómaraumsækjendum við Landsrétt. Auðvitað komst hún að því að Ástráður og hinn drjólinn væru gjörsamlega óhæfir og vanhæfir til dómarastarfa og að raunverulega ætti að sekta þá fyrir að sækja um. Þá sagðist frú Ingveldur vita fyrir víst, að umsækjendurnir, ef umsækjendur skyldi kalla, væru ekki einusinni nothæfir til sendilsstarfa við þinghald í Steinbítsrétt í Tálknafirði. Því miður var frú Ingveldi ekki kunnugt um, er hún skilaði úttekt sinni, að síðan dómari Steinbítsréttar féll frá fyrir allmögum árum hefir þetta merka dómstig ekki verið starfrækt. Nú, skemmst er frá að segja, að frú Andersen fór í einu og öllu að tilmælum og úttekt frú Ingveldar og tryggði Sjálfstæðisflokknum alla dómarana í Landsrétti. Og nú er stjórnarandstaðan að bræða með sér hvort ekki sé ástæða til að draga frú Andersen fyrir Landsdóm!

Þegar réttað var yfir delikventinum Sigmundi Dávíð í Framsóknarfjósinu í sumar skipaði gamla Framsóknarmaddaman Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra og framsóknarmann yfir dómara við það réttarhald. Að vísu vóru ýmsir húskarlar og griðkur Fjóssins fullir tortryggni í garð Kolbeins og vóru logandi hræddir um að dómhaldið færi allt í hnút og myndi leysast upp í drykkjærsl. En gömlu Maddömunni varð ekki haggað, Kolbeinn færi fyrir Fjósarétti og ekki orð um það meir. Efir langar og strangar yfirheyrslur og vitnaleiðslur stóð Kolbeinn Kolbeinsson upp og kvað þann dóm, að Sigmundur Dávíð væri brottrækur ger úr Framsóknarfjósinu, sem og húskarlinn Gunnar Braga ásamt með fleiri minniháttar fjósakörlum og kerlingum og væri þeim með öllu óheimilt að koma nær Framsóknarfjósinu en í 500 kílómétra fjarægð. Þegar Kolbeinn hafði kveðið upp sinn dóm brutust samstundis út ægileg fagnaðarlæti í Framsóknarfjósinu og gamla Maddaman lét færa sér þrjár flöskur af volgu ákavíti til að gera sé ofurlítinn dagamun. Er mál manna, að skjaldan hafi eins vel til tekist með aflúsun í nokkru fjósi á Norðurlöndum.   


mbl.is Vilja byggja upp traust eftir skell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Og sumir eru kallaðir höfðingja og enginn fær gert við því"

idi1Í þá góðu daga, þegar Ídí Amín var þjóðhöfðingi í Uganda beið hann ekki eftir því að búnir væru til hamborgarhryggir úr herforingjum sínum, heldur át hann þá ósalta og óreykta, sem í sannleika sagt ber vott um mikla sjálfsafneitun og ögun, því hamborgarareyktur og saltaður herforingi bragðast mikið betur en þeir sem ekki hafa hlotið slíka meðhöndlun. Loksins, seint og um síðir, tekur starfsfólk Nóatúns upp á að senda haborgarahryggi til Úganda, þegar Ídí Amín þjóðhöfðingi er fyrir all löngu úr heimi hallur af öllu þessu ósaltaða herforingja áti. Mikið held ég gamli maðurinn hefði orðið glaður ef starfslið Nóatúns hefði tekið ögn fyrr við sér og sent honum við og við léttreykta svínabúka honum til gottgjörelsis í allri þessari herforingjaneyslu sem hann varð við að búa í lifanda lífi.

idiJá, Ídí Amín var skeleggur karl og róttækur í tiltektum. Ekki var hann einungis fjallmyndarlegur á velli og digur í betra lagi, heldur var þjóðhöfðingjabúingur hans alsettur orðum og borðum af öllu mögulegu tagi í öllum regnbogans litum. Og um holdafar hins mergjaða þjóðhöfðingja er það að segja, að svona verða menn gífurlegir um sig af herforingjaáti. Meðan Ídí karlinn var og hét, lágu ófáir hugsjónamenn uppi á Íslandi á bæn af hemtuðu blátt áfram af hymmnasjóla, að hann léti Íslendinga fá Ídí Amín fyrir einræðisleiðtoga, að minnsta kosti einhver honum líkan. Svo geta menn rökrætt um það fram og aftur hvort Drotinn Alsherjar hafi bænheyrt hina andheitu menn á sínum tíma. Tekið skal fram, svo ekki valdi misskilningi, að allt þetta gerðist áður en öld veimiltítnanna ran upp á Íslandi.

Og eins og skáldið sagði: ,,og sumir eru kallaðir höfðingjar og enginn fær gert við því, en flestir eru ekki annað en venjuleg svín og enginn fær gert við því." Sem gerir það að verkum, að aldregi skulum vér álasa löndum vórum fáfróðum, sem féllu fyrir mikilúðleik Ídís sálug Amíns og tóku að biðja þann er öllu ræður að færa sér hann upp á Ísland, því skjaldan hefir uppi verið slíkur höfðingi að vallarsýn en Ídí. Hinsvegar voru hinir bænheitu föðurlandsvinir bara venjuleg svín, sem Ídí hefði aldrei komið til huga svo mikið sem að smakka á, því honum hefði borið í grun, að þessir karlar væru, fyrir utan að vera hér um bil óætir, hálfeitraðir og að éta þessi svín væri samasem og að gleypa í sig sem svaraði einum lítér af laxerolíu. Af slíku hefði meira að segja Ídí Amín þjóðhöfðingi Úganda fegið óstöðvandi ræpu.


mbl.is Hangikjöt til Úganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gvöð gefi að nýja ríkisstjórnin verði jafn drykkfelld hinni fyrri

driJa hvur bröndóttur. Er virkilegt að ráðherrarnir hafi síðustu mánuði ríkisstjórnar Bjarna Ben hagað sér eins og óábyrgir slordónar, nýkomir af vertíð, í gamla daga? Mér er sem ég sjái þetta mannval íslenskra stjórnmála þeytast á blindafylliríi um borg og bí á leigubílum eins og vitstola brennivínsberserki. So segja þessir andskotar að einn ráðherrann hafi keypt öðrum ráðherrum meira af brennivíni, meðal annars drukkið fyrir heila miljón einn mánuðinn; það hlýtur að fylgja mikið blakkát sona ógurlegri drykkju og ekki ólíklegt að öll ráðherrastörf hafi farið í handaskolum þennan svakalega blauta mánuð. Það má ekki minna kosta, en að hver og einn ráðherra hafi drukkið eins og heil skipshöfn af drykkjrútum í hverjum mánuði, þessa síðustu mánuði sem ríkisstjórn Bjarna Ben lafði slagandi á brauðfótunum.

Auðvitað hafa ráðherrarnir lært þessa fordæmalausu drykkjusiði að heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns. Enda ku þeir hafa verið tíðir gestir í því húsi og gjanan hrókar alls fagnaðar og frú Ingveldur lagt þá ósköp varlega og virðulega til í hvert skipti sem þeir lognuðust út af með sigurbros á vör. En frú Ingveldur hedur trúnaði við sitt fólk og segir aungvum þó hún viti ,,um alla bölvaða skandala í Edens fínum rann", eins og segir í ljóði skáldsins. En nú er því miður of seint að krefjast þess með stórbrotnum mótmælafundi, að umrædd ríkisstjórn Bjarna Ben segi af sér sökum áfengisnautnar og flækings í leigubílum, því hún varð á undan mótmælendum og sálaðist fyrr í haust, - sennilega af völdum delerium tremens eða brennivínskrampa, að minnsta kosti varð undur fljótt um hana.

drunk1_1048452.jpgEn nú er komin önnur ríkisstjórn, sem vér vonum að verði í hið minnsta jafn drykkfelld þeirri sem trénaðist upp, helst drykkfelldari. Ef hin nýja stjórn verður lík forvera sínum, munu ráðherrar streyma á leigubílum að útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunnar ríkisins á næstu dögum og hverfa þaðan aftur með skottið fullt af búsi til jólanna. Spurningin er bara hver verður aflahæstur ráðherranna þegar Ríkinu verður lokað á Þorláksmessu. Kolbeinn Kolbeinsson hefir oft sagt að nauðsynlegt sé að ráðherrar séu mjög ölkærir, því það sé eina leiðin til að þessir karlar séu meðfærilegir og haldi sig á mottunni. Bindindissamur ráðherra sé aftur á móti hin versta skepna, óútreiknanlegur og með hausinn fullann af óraunhæfum vitleysisgangi. Einhverju sinni, fyrir mörgum árum, ætlaði bindindisráðherra, ættaður úr Framsóknarfjósinu, aðreka Kolbein skrifstofustjóra og framsóknarmann frá öllum völdum í Fjósinu og svifta hann fyrirvaralaust hvurjum einasta bitlingi sem Kolbeini hafði áskotnast. Það fór ekki vel. Þennan déskotans hudaskítsráðherra tók frú Ingveldur fyrir horn og dustaði so verklega til að hann sábændi alla heilaga að koma sér bjargar. Síðan hefir Kolbeinn verið firðhelgur og getað leyft, ekki aðeins að valsa að vild um Framsóknarfjósið, heldur og Valhöllu líka, í hvaða ásigkomulagi sem honum hefir sýnst.


mbl.is Átta milljónir í áfengi og leigubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútímavædd guðfræði að undirlagi kjararáðs og samtaka atvinnulífsins

skrattaskrifÍ nútíma guðfræðinni, þar sem guðspjöllin hafa verið endurskoðuð niður í kjölinn og endurskrifuð frá upphafi til enda, er Jesús látinn segja, að ekki sé verkamaður verðugur launa sinna nema byskubb sé. Þar með var fátt til fyrirstöðu að hækka laun byskubbsins okkar all-sæmilega, því status herrafrú Agnesar byskubbs er postullegs eðlis og því á pari við veraldlega upphefð forsætisráðherra, eða hvaða ráðherra sem er. Þett gjörir kjararáð sér vel grein fyrir og kjararáð er jafnaðarflokkur þegar kemur að byskubbum og ráðherrum.

Þegar byskubb vor stígur í stólinn næsta aðfangadagskveld mun hún messa upp úr nútímaguðspjalli og tilkynna að Máría hafi ekki fætt jésúbarnið í jötu heldur í herbergi heima hjá helsta kvótagreifanum í Betlehem. Enn fremur eru þau foreldrar Jesúsar ekki lengur af standi almúgafólks, heldur eru forfeður þeirra útgerðarmenn, gróssérar, heildsalar, sýslumenn og prestar svo langt aftur sem ættfræðin nær. Og litli sósíalistinn frá Nasaret er ekki lengur byltingarmaður samkvæmt nútíma guðfræði og endurskoðuðum guðspjöllum, heldur viðskiptafræðilærður ljúflingur í góðu sambandi við Jahve. Ennfremur, að Jesús hafi verið fullgildur meðlimur í atvinnurekendasamtökum farísea og fræðimanna. Þá segir nútíma guðfræðin fullum fetum að ferðalag Jesúsar á krossinn, sé öll einn stór misskilningur. Að vísu hafi hann fallið frá langt fyrir aldur fram, en það atvikaðist af því að pilturinn datt niður úr tré, sona eins og Keith Richards hér um ári. Upp úr þessu öllu spratt viðskiptaguðfræðin, sem síðari tíma menn fóru að kalla frelsunarguðfræði, eða eitthvað í þá áttina.

kross1Já, drengir mínir, það verður ekki amalegt fyrir byskubbinn að messa upp úr nútíma guðfræðinni á aðfangadagskvöld með drjúga launahækkun frá kjararáði upp á vasann. Nú má fjandinn sjálfur formlega eiga þvættinginn í gömlu guðspjöllunum um nálaraugað, úlfaldann og ríka manninn, enda getur bara ekki verið að mannkynsfrelsarinn, sem var viðskiptafræðimenntaður og í atvinnurekendasamtökum, hafi sagt soleiðis óþverra. Og í messulok á aðfangadagskveld mun byskubbinn hrópa eftir því að allir taki hinni viðskiptapostulegu kveðju og krefjast þess, að kjararáð blessi sig og varðveiti og að Viðskiptaráð láti nú sína ásjónu lýsa eins og 200 kerta peru yfir sig. Og amen.  


mbl.is Laun biskups hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haugalýgi, áróður og mannskemmandi aðför

dómAlveg er það voðalegt, ef rétt er, að frú Andersen dóms- og kirkjumálaráðherra hafi verið fundin brotleg við lög og það af sjálfum Hæstarétt. Góðgjarnt fólk og hrekklaust á ákaflega erfitt með að melta og viðurkenna slíka fjarstæðu, að dómsmálaráðherra og dómsmálaráðuneyti brjóti landslög; samkvæmt þeirra kokkabókum stríðir þessháttar á móti náttúrulögmálunum. En hvað gerir góðgjarnt fólk og hrekklaust þegar það sér svart á hvítu, að frú Andersen dóms- og krikjumálaráðherra hafa orðið á sú reginskyssa að þverbrjóta landslög og landssjóður verið dæmdur til að ausa út fjárhæðum, nokkuð álitlegum, til leiðrétta, þó í litlu sé, afglöp hennar glannafengin? Jú, sumir leggja vafalaust niður skottið og segja að þetta með Hæstarétt, lagabrot og frú Andersen sé haugalýgi; aðrir humma dálítið og segja jæja; en einhverjir, kansi ofurfáir, ranka við sér og telja best að sona ráðherra segi af sér og hrökklist frá.

Frú Ingveldur er auðvitað ein þeirra sem tekur þykkjuna upp fyrir sinn folkkskammerat og úthúðar Hæstarétti, Ástráði Haraldssyni og ,,helvískum sauðnum honum Jóni Þóri" eins og hún kallar hann. Allt sé þetta misskilningur, lýgimál og argasta kjaftæði, sem borið er á heiðvirðann dóms- og kirkjumálaráðherra. Það hefði hinsvegar verið gróft brot á landsins lögum og sæmilegri skikkan, ef frú Andersenn hefði verið svo glámskyggn að ráða manngarm til dómarastarfa, í þessu tilfelli Ástráð sem skítugir kommúnistar hafi um langa tíð haft í eftirdragi. Um Jón Þór Píratsen segir frú Ingveldur, að sem betur fer taki aunginn mark á því mannkerti, enda hafi helvítis Pírataflokkurinn hann aðeins tvö mál á sinni könnu, annarsvegar að níða skóinn niður af heiðarlegu  og vönduðu fólki og hinsvegar að gjöra alla Íslendinga að hassjónistum og eiturlyfjaætum. En hvað Hæstarétt varði, þá sé tími til kominn, að frú Anders dóms- og kirkjumálaráðherra taki af skarið og hreinsi út þann skítaflór sem Hæstiréttur er orðinn; reki semsagt allt dómarastóðið þaðan út með hægðum og skömm.

Þegar frú Ingveldur hafði gefið blaðamanni munnlega skýrslu sína um Hæstarétt, Ástráð og Jón Þór, snöri hún aftur inn í eldhús til Máríu Borgargagns, sem þar beið meðan hún gaf skýrslu sína, og fékk sér neðan í því og saug hvítu rendurnar, sem Borgargagnið hafði lagt á elhúsborðið, upp í nasirnar með áköfu soghljóði. Svo tóku þær upp léttara hjal um eiginmenn sína, sem staðnir voru að slagsmálum við fulla Pólverja í Leifsstöð í nótt. Svo hlýddu þær andaktugar á þulinn í fréttatíma útvarpsins segja frá því að Kattrín Jakk forsætisráðherra hefði aunga skoðun á dómu Hæstaréttar þar eð dómurinn sá væri einungis tveggja klukkustunda gamall. Og frú Ingveldur og Máría borgargagn litu kankvísar vor á aðra og sögðu báðar í einu: Jaskohh, hún er að læra stelpan og læra rétt. Hún mun aldregi þora að vega að frú Andersen, enda yrði það hennar poletiskur bani.     


mbl.is Vill áfram láta rannsaka skipan dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skal lostinn sargaður úr karlsvínunum fyrir fullt og fast

perrJú, það var virkilega kominn tími til að aðhafast eitthvað róttækt til að kveða niður pervertistasjón karlkynsins, svohroðalega sem það óhreina kyn efir hagað sér bæði fyrr og nú. Að vísu hafa smá-tilraunir verið gerðar til að sarga soldið gredduna úr kallaskröttunum, en allt hefir komið fyrir ekki og þeir hafa ótrauðir haldið áfram sínu illúðlega kvennhatri, dónaskap og pervertísku árásum. En so kom mítú-byltingin, og eins og við manninn mælt hafa kallaógeðin skriðið, öll sem eitt, eins og skólprottur inn í hinar sóðalegu holur sínar. Skjálfandi á beinunum hafa ógeðin notað tíma sinn í holunum til að íhuga þá alvarlegu stöðu sem upp er komin og varðar einkum og sérílagi ógéðin sjálf, prívat og persónulega. Með höfuðin full af ógéðslegum hugsunum sjá þeir fyrir sér, að umsvifum þeirra er hugsanlega lokið fyrir fullt og allt; káf og klámkjaftur úr sögunni; víagra, pornótól og blautlegt más og hvás byrir bí; sköndlamyndir í tölvupósti, óforvandis píkuklíp og svívirðileg pot með löngutöng í óviðurkvæmilega staði kvennlíkamans.

Um leið og mítú byltingin brast á, reif frú Ingveldur í öxlina á Kolbeini eiginmanni sínum og mismunaði honum eins og viðrini inn í miðstöðvarkompuna og læsti hann þar inni. Kolbeinn grét hástöfum og barði hurina, baðst vægðar og ragmanaði konu sína að hleypa sér út í frelsið. En frú Ingveldur hélt nú ekki, slíkan öfugugga og saurlifnaðargraðhest bæri að loka inni til eilífðarnóns svo siðprúðar og venjulegar telpur, konur og kérlíngar geti loks um frjáls höfuð strokið án þess að eiga á hættu að allt í einu væri grútskítug lúka komin innanbuxna niður á rassinn á þeim eða jafnvel á enn heilagri stað. Sem betur fer þurfti Kolbeinn ekki að dvelja einn mjög lengi í kompunni, því allt í einu opnaðist hurðin og Brynjar Vondalykt endastakkst inn til hans í jólasveinabúningiog rúmum tveimur klukkustundum síðar opnaðist kompuhurðin á nýjan leik og Indriða Handreði, með buxurnar á hælunum, var varpað inn til þeirra. Síðan var hurðinni skellt aftur á haturfullan hátt og lyklinum snúið í skránni.

kol36.jpgÞegar frú Ingveldur hafði handsamað Óla Apakött við ógéðslega iðju sína (hann var að sverma fyrir spurningastúlkum æi Smáralindinni)og kastað honum inn til vibbanna í miðstöðvarkompunni, má segja að allir hinir dæmigerðu fulltrúar karlkynsins væru úr leik, komnir undir kvennahendur, lokaðir frá umheiminum og alls ófærir um að hrella og niðurlægja konur meir. Fyrir framan dyrnar á miðstöðvarkompunni stóðu húsfrú Ingveldur og vinkona hennar fyrir lífstíð, Máría Borgargagn í krmkandi faðmlögum og kysstust ákaflega. En innan við dyrnar lágu greppatrýnin fjégur í myrkrinu og frá þeim barst kynlegt hvískur, stunur og stöku neyðaróp, en þeim hljóðum sinntu frú Ingveldur og Bargargagnið ekki par.   


mbl.is Völd og kynlíf í ljósi #metoo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband