Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2018

Frú Hauksson ýfir burstirnar

cat_1244576.jpgNú er tilefni fyrir frú Hauksson að ýfa burstirnar eins og bálgrimmur útigangsfressköttur. Hún hefir nefnilega haft ráðhússkrílinn undir í fyrstu lotu; þetta er sem sé farið að minna á þegar hún snöri Steingrím joð niður á eyrunum og fletti ofan af allrahanda glæpum sem skelmirinn sá hefir á samviskunni, það er að segja ef um einhverja samvisku er að ræða í því tilfelli.

Ekki er heldur alveg ónýtt fyrir hinn einelta fjármálastjóra í ráðhúsinu að annan eins skörung og hófaljón og frú Hauksson til að berjast við hlið sér gegn skrifstofustjórnanum, lögreglustjóranum fyrrverandi og dáranum Degi. Sennilega á frú Hauksson eftir að ganga milli bols og höfuðs á óþokkunum og standa uppi sem borgarstjóri. En hvað verður þá um Dag, spyr ef til vill einhver. Því er til að svara að Dagur verður gersamlega steingleymdur strax daginn eftir að hann fellur fyrir sverði frú Hauksson og aunginn mun sakna hans, enda maðurinn liðleskja.

Æjá, það kæmi samt ekki á óvart að þetta borgarstjórnarbasl verði frú Hauksson ekki síður mótdrægt en alþingishrakfarir hennar. Hætt er við að gusugangur kérlíngarsálarinnar endi iðulega úti í tjörn eins og hvurt annað sorp og Píratarnir og Ullagrettlan munu standa í kringum hana og hía á hana og fara um hana háðulegum orðum og reka tunguna framan í hana og upp í hana og ofan í kok; þá má búast við að frú Hauksson viti ekki alveg upp á hár hvar hún stendur, hún viti jafnvel ekki hvort hún situr, stendur á fótunum, liggur eða stendur á haus með pilsin upp fyrir haus.


mbl.is „Var alltaf með allt mitt á hreinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og fór í kássu á egghvössu grjótinu

fall1.jpgÞeir sem snortnir eru af krataeðli biðjast hvorki afsökunar né fyrirgefningar af því þau hafa ekki lengur hæfileika til þess; krataeðlið byrjar allataf á, þegar það kemst inn í heila fórnarlambsins, að ráðast á heilastöðvarnar þar sem fyrirgefningarnar verða til og lama þær. Þess vegna er ekki til neins að heimta afsökunarbeiðni að telpukindinni Kristínu Soffíu; þér getið allt eins heimtað afsakanir og fyrirgefningar af dauðum þorski í plastkari niður í lest í Samherjaskipi Þorsteins og Steingríms, allt er það til einskis.

Nú er mála sannast að heldur hefir verið að hallast meir á ógæfuhliðina varðandi kjörna fulltrúa borgarstjórnar Reykjavíkur; það er alveg eins og með alþíngiskosningarnar, að æ skelfilegri gripir eru sendir þangað inn, ósiðaðri og óþrifalegri. Í síður borgarstjórnarkosningum keyrði um þverbak hvað mannval varðar og hefir allt verið þar á tjái og tundri síðan og borgarfulltrúar gjörst berir af kynlegum subbuskap til orðs og æðis.

Þegar lýðræðið er fótumtroðið með þeim hætti sem borgarfulltrúar hafa gerst sekir um, þá vakanar spurningin hvort ekki sé hægt að reka verstu og vitlausustu borgarfulltrúana úr starfi og kjósa aðra í staðinn. En, ónei, - helvítis himpigimmpin eru friðhelg til næstu kosninga og mega kjósendur því sitja uppi með þennan óþverrafénað í fjörgur ár. Starandi og grettandi sig í allar áttir, sendandi hvurju öðru tóninn í fjölmiðlum með allskonar særandi brigsyrðum og ónotum eru ær og kýr nútíma höfuðborgarstjórnara. Það var ekki af ástæðulausu sem heimilis- og smalahundurinn Snati ýtti við Ólafi bónda með trýninu svo að Ólafur hrapaði fyrir björg og fór í kássu á egghvössu grjótinu 60 föðmum neðar.


mbl.is Vilja að Kristín Soffía biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur og ullugrettlurnar hans ,,menningarnóttast"

Hundur að míga,,Menningar" nætursubbuskapurinn með augafullum börnum og unglingskvikindum um allar götur er hápunkturinn á pólitískum umsvifum Dags og ullugrettlunum hans í borgarstjórninni. Aðrir eins bögubósar og undirmálsvesalingar hafa víst aldregi skipað borgarstjórn sem nú og hefir samt ástandið þar þókt heldur bágborðið og slæmt áður, en keyrir nú um þverbak.

Það telst eflaust mjög svo menningarlegt innan hinnar nýju borgarstjórnar, sem borgarbúar voru svo vitlausir að kjósa, að borgarfulltrúar hóti að sleikja hvurja aðra í framan og vaði um ráðhúsið eins og hundar með lafandi tungu. Og ástæðurnar fyrir þessháttar hótunum þurfa ekki að vera merkilega; það kvað vera nóg að líta sem snöggvast á suma borgarfulltrúana til að tungan sé komin út úr þeim ásamt með slefi og öðru sem því heyrir til. Það er ekki nema von að sona kláðagemlingar telji sig þurfa að bjóða kjósendum sínum upp á menningu á menningarnótt. 

Í þá gömlu góðu daga var Fræða-Gísla boðið upp á að tunguskerast fyrir guðlast og afrækja altarisgöngur. Og stundum var tunguskrattinn togaður með töngum útúr sóðalegum orðhákum hún skorin úr þeim upp við rót; þeir gerðu víst lítið af því að klæmast og rífa kjaft eftir það, og ekki þurfti að hafa áhyggjur af því að þesslags raftar rækju út úr sér tunguna framan í heiðvirt fólk með dulinni hótun um að reka hana ofan í kok á viðkomandi. Ónei, eftir áðurgreinda afgreiðslu var öllum umsvifum þeirra að mestu lokið og þeir létu sem minnst á sér bera eftirleiðis. 


mbl.is Glaður Dagur á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

He is an Eggman, goo goo g´ joob ...

egg2_1223761.jpgHvur fjandinn er þetta eiginlega? Er stelpupjásan að ljúga óhróðri upp á hann Gerta okkar fótboltafrömuð?; að hann hafi komið organdi á fundi með kvennspörkurum og farið af þeim fundum öskrandi. Og hann Eggert sem syngur svo ljómandi: I am the eggman, I am the walrus, goo goo g´ joob. Hann var líka heimsfrægur hérna um árið hjá West Ham og þeir Bjöggi tóku oft lagið á vellinum Uptón Párk í London. Við vitum heldur ekki til að enskar fótboltabullur í Lundúnum hafi kvartað undan því að Eggert öskraði; þeim þókti karlinn nefnilega fremur tísta eins og músalingur en hafa uppi hljóð villileóna.

Það getur so sem vel verið að stelpugarmurinn hafi verið búin að æsa sig upp í einhvern töffaraham og viljað sýna áheyrendum sínum að hún sé kéllíng í krapinu og því tekið til bragðs að segja tröllasögur af sér frá landsliðsárunum og sýna fram á í leiðinni hverskonar skepnur úr karlsift hún hafi mátt eiga við þá hún var landsliðskona. Og hvað var þá nærtækara er að lýsa The Eggman sem grénjandi ljóni, sem sæti um að rífa ungar knattspyrnutelpur á hol og éta þær, eins og Grýla gamla át óþekku börnin í gamla daga.

Og ekki var þessi lansliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu barnanna bestur, svo draugfullur sem hann alltaf var og vildi helst ekki neina æfingu aðra en draga veslings stúlkurnar upp í sódómuna til sín á hotélherbéginu. Já landsliðsþjálfarinn var sannarlega óbetranlegri skepna en orð fá lýst, enda vóru tilheyrendur á fyrirlestri gömlu landsliðskonunnar náfölir og jafnvel hálfgrænir í framan um það bil sem þjálfarakafla fyrirlestrarins lauk. Ljóst er nú, eftir þessi ósköp, að mannorð Eggerts okkar hefir beðið hræðilegan hnekki og þjálfarinn er alveg mannorðslaus með öllu um aldur og ævi, enda tókst stelpufjandanum að gera okka dúnmjúka Eggman að blóðþyrstu, argandi ljóni og þjálfarann að illa þenkjandi drykkjurút á fáeinum mínútum í fyrirlestri í pungaprófsháskólanum HR.


mbl.is Tók ekki öskrandi á móti fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér frábiðjum oss stríðsæsingar noskrar stríðskonu og töðukellingar

chik1.jpgEn hvað það er nú dásamlegt að Ísland er orðið mikilvægari samstarfsaðili í stríðsfélaginu NATO og kanski góðar líkur, ef vel tekst til, á að hér verði settur á her og herskylda og innan skamms verðum við vonandi komin í gott stríð með fallegum manndrápum, sprengingum og eyðileggingu. Það eru mikil forréttindi fyrir einn norskan töðumálaráðherra að tilkynna ekki minni höfðuðsnillingum en Guðna Th. og Gulla Þórðar þessar einstöku gleðifréttir.

Samt gæti ég best trúað að til séu þeir Íslendingar sem frábiðja sér stríðsæsingaboðskap Ínu Máríu hinnar norsku og þá þokkaiðju hennar að hræra og gera hasa í hégómafullum stuttbuxnadrengjum og æsa þá upp í stríðsham. Það er ekki þakkarvert að spila á þann hátt með einfeldninga og sakleysingja.

En þessi uppákoma með Ínu Máríu er svo sem í stíl við annað í þjóðfélaginu. Nú ku það vera farið að gretta sig framan í hvað annað í borgarstjórn Reykjavíkur og reka tungurnar upp í hvurt annað. Megum vér biðja að þessháttar ósköpum linni og hlutaðeigandi borgarfulltrúar verði settir af og þeim komið þar fyrir sem minnst óþrif stafa af þeim. Hvort Ína Máría hafi rekið út úr sér tunguna framan í Guðna kallángann eða Gulla er ekki vitað á þessari stundu, en það á eflaust ýmislegt eftir að koma í ljós, ef marka má dólgslegar yfirlýsingar nöfnu Ínu Máríu, þ.e. Máríu Borgargagns.



mbl.is Staðsetning Íslands mikilvæg á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fáum vér andarnefjulýsi á gigtveik kné

hvala1Fyrst andarnefjan er dauð er ekki eftir neinu að bíða að bræða kvikindið og fá gigtveikum lýsið til að núa sig með. Góði dátinn Svejk var einmitt að bera andarnefnjulýsi á hnén á sér þegar hann fékk fréttirnar af því að búið væri að skjóta Ferdínand erkihertoga í Sarajevó. Vonir standa nú til einhver óbótamaður verði skotinn af færi um það bil sem gigtveikur Íslendingur bætir sér heilsuna með Engeyjarandarnefjulýsi.

Næstbest væri náttúrlega að láta valinkunna Engeyinga þamba andarnefjulýsið svo þeir verði stórir og sterkir og fari að haga sér eins og fullorðnir menn. Já. En það er nú víst borin von að þeir verði svo andlega upplyftir að gera það. Einusinni komst drykkjuraftur í hvallýsi, það var af búrhverli. Þegar komið var að karli var hann hreinlega orðinn að mauki og honum var mokað burt með vélskóflu. Þeir sem nærri kómu fullyrtu að pestin af fyrirbærinu hefði verið ónáttúrlega ómennsk og að þeir mundu aldrei ná að jafna sig á að hafa andað henni að sér. Með þessu er ég ekki að segja að Engeyingar færu í sama maukfasann og drykkjurúturinn sem drakk búrhvelislýsið.

En það er full ástæða til að fara varlega þegar hvalaafurðir eru annarsvegar. Til dæmis ku kallinn í hvalnum í Hvalfirði vera kominn út á ystu nöf í tiltektum sínum þannig að sjálfur umhverfisráðherra er kominn á fremsta hlunn með að setja honum stólinn fyrir dyrnar. Kallinn hefir víst sumar eftir sumar farið með hernað á höndur stórhvelum og stútað þeim miskunarlaust á óttalega ósjálfbæran hátt og aunginn hefir vilja kaupa ketið af hvölunum og því síður hefir verið leið til að pranga út lýsinu; meira að segja gigtveikir andskotar fást ekki lengur til að maka fitugumsi af langreyðum á knén á sér þótt þeir séu hreinlega að steindrepast af gigt. Fjandinn eigi þetta allt því allt er það ómögulegt og bölvað, og það er nú svo. Amen.


mbl.is Önnur andarnefjan dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifstofusjakölum sigað á Vigdísi

dog2_1268417.jpgÞá hafa skrifstofusjakalar Samfylkingarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur tekið völdin af kjörnu liðleskjunum í meirihluta borgarstjónar og hjóla eins andskotinn sjálfur í hælana á frú Vigdísi Hauks. En hælar Vigdísar er harðir sem steinn en skoltar sjakalanna tannlausir og hið eina sem kvikindin höfðu upp úr að ráðast að hinni merku sómakonu og voru marðir, bólgnir og blóðugir gómar. Það var ævintýralegt að heyra hljóðin í bölvuðum ræxnunum þegar þau lögðu viti sínu fjær að hræðslu á flótta.

Einn sjakalinn hljóp beint út í Reykjavíkurtjörn eftir hina misheppnuðu áras á Vigdísi og hann nú úr sögunni þar eð hann drukknaði þar í Tjörninni og eru göglin og veiðibjallan sem þar hafast við nú að huga að því hvort skepnan sé æt. Á þessari stundu er vandséð hvað gerist næst í borgarstjórninni. Ljóst mun vera að minnihlutinn er gersamlega búinn á því, æðstistrumpur orðinn gigtveikur og hin greyin komin í króníska pólitíska andnauð.

Já það stoðar Samfylkingargægnsins í borgarstjórn lítið að grénja, góla og barma sér undan frú Vigdísi Hauks. Að auglýsa aumingjaskap sinn á þann hátt er aðeins við hæfi útvatnaðara smámenna. Borgarstjórnarglennugangu Samfylkingarinnar er búið spil og rétt að láta dýrin pakka saman og hypja sig á brott.


mbl.is Segist ranglega sökuð um trúnaðarbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks er komin skýring á mörgum undarlegum krankleik manna og grasa

fire.jpgÞarna er þá loks komin skýringin á því hvers vegna allt grasið á flötinni hjá Eyjólfi bónda steidrapst eftir að innihald úr kornflexi fauk þar um víðan völl. Eyjólfur bóndi var nefnilega síst að skilja hvenig stæði á stór hluti af þessari áður gróðursælu flöt væri orðin sviðin jörð og hálfgert moldarflag bara sisona. Fyrst í stað kenndi hann eiginkonu sinni um skaðann, hún hefði mígið þarna út á túni og hlandið frussast út um allt. Útaf þessu slógust hjónin oftar en einusinni.

Þá verður að telja helt til torráðið af hverju í skrattanum Valgarð rafvirki, náfrændi Brynjars Vondulyktar (Valgarð er líka af Vondulyktarættinni)fékk þetta líka bullandi krabbimein í afturendann eftir að hafa étið eitthvað af svonefndum ,,heilsustykkju" (e. snack bars). Þetta hófst með því að Valgarði þókti sem afturstykkið á sér væri að springa eins og tundurdufl, en hélt fyrst í stað að krankleikinn stafaði af næturævintýri sem hann á með valinkunu fólki. Svo elnaði honum sóttinn og loks fór allt til fjandans aftan á honum, botninn sprakk, eins og við mátti búast, rasskinnarnar af, sem og bláendinn og það var farið með Valgarð í hendingskasti á sjúkrahús og honum komið þar í höndurnar á einhverjum verstu læknisillyrmum sem völ hefir verið á hér á landi. Í dag heilsast Valgarð sæmilega, en heldur hefir hann verið álappalegur síðan krabbimeinið sprakk.

Nú verður að geta þess, að sumir hafa fengið bölvaða slæmsku yfir höfuðið eftir að hafa neytt kornflex og cheerios, sem legið hafði í rounduplög áður en það fór á markað. Hér á Íslandi fór til að myndi roskinn karlmaður að halda því blákalt fram að hann væri Katrín Jakobsdóttir þeirra Stenngrems og Sendiherrans og fór að bjóða ólíklegustu mönnum upp í til sín. Þetta þókti hálf-eitthvað óviðurkvæmilegt og maðurinn var tekinn úr umferð og honum komið fyrir í gömlum súrheyisturni upp í sveit svo enginn möguleiki væri á að meinsemdin smitaði út frá sér. Kolbeinn Kolbeinsson hafði komist í kast við þennan kauða áður en hann var látinn hverfa. Samkvæmt frásögn Kolbeins hafði hann lofað þessum mannskratta að koma upp í til hans og barna hann svo harkalega að hann mundi bera tómum kálfum, sem mundu baula á hann og stanga hann í klessu. Þá var hinn roskni maður skíthræddur, sagði Kolbeinn, og klæddi sig óðar í nærbuxurnar.


mbl.is Roundup í vinsælu morgunkorni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hún mun ekki taka Samfylkingarstóðið neinum vettlingatökum

rassNei, það verður ekkert gamanmál fyrir skrifstofustjóra Samfylkingarinnar í ráðhúsinu að taka afleiðingunum af því að reyta frú Vigdísi Hauks til reiði. Sem kunnugt er þá er Vigdís fræg fyrir að taka andskota sína aungvum vettlingatökum og dusta soleiðis úr þeim rykið að ekki stendur steinn yfir steini í hausnum á þeim á eftir. Það hefir sem sé ekki góð áhrif á skrifstofuhald Samfylkingarinnar í ráðhúsinu að siga skrifstofustjóranum eins og blindum rakka á Vidísi Hauks.

Áðue en Vigdís Hauks hvarf úr röðum alþingismanna snöri hún Steingrím J. Sigfússon niður í eitt skipti fyrir öll þannig að hann hefir ekki getað setið síðan. Um svipað leiti lagði frú Vigdís allnokkra Framsóknarmógúla á kné sér og hýddi þá stórhýðingu, það var mikil barsmíð og hávaðasöm á köflum. Síðan slóst hún í för með hönum Sigmundi okkar hérna Dávíð, þegar hann skreið frá Fjóshaugnum með slitna brynja og sundrað sverð, en skildi Sigurð Inga og litlu frauken Alfredós eftir grénjandi í Fjósflórnum.

Á morgun. Á morgun. Á morgun lætur Vigdís Hauks til skarar skríða og mun snarlega hafa endaskipti á Samfylkingarstóðinu í ráðhúsinu; þá verða Dagur, skrifstofustjórnn Samfylkingarinnar í ráðhúsinu, og Heiða Björg á höltum klár, fá að finna hvað réttlát refsing yfir brotagemlingum getur verið sár og illþolaleg. Það er því vissara fyrir Dag og dömurnar hans að setja potthlemma á rassana á sér í fyrramálið áður en þau neyðast til að ganga á fund frú Vigdísar Hauks því á morgum ætlar hún ekki að spara vöndinn.


mbl.is Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sókn er besta vörnin og tilgangurinn helgar méðalið

reið - Sókn er besta vörnin og tilgangurinn helgar meðalið, sagði skrifstofustjórnn við sjálfann sig og mundaði pennann og hóf æðisgengnar skriftir svo blekið úr pennanum frussaðist í allar áttir. - Hvurn fjandann á einhver dómstólsskratt og villuráfandi framsóknarkéllíng með að fella dóma yfir mér og tala illa um mig, þó ég hafi verið að leika mér að einhverju kvikindi í hringleikahúsinu.

Annar skrifstofustjóri, Kolbeinn Kolbeinsson að nafni, er öllu yfirvegaðri í sínum störfum; hann sigar óviðkomandi aðilum á kvikindi sem hafa verið ráðin á skrifstofuna til hans og fara í taugarnar á honum. Hann fékk hjónin Máríu Borgargagn og Indriða Handreð, en þau eru bæði framsóknarfólk, til að veita einu kvikindinu fyrirsát þegar að var á leið heim til sín eftir vinnu á skrifstofu Kolbeins. Og það var fyrirsát sem dugði, því það þurfti að fara með helvítis greppatrýnið samantjórðrað og hespað inn á Klepp þar sem það braut allt og bramlaði áður en læknirinn kom sprautufjandanum á kaf í rassgatið á því.

Þess má til gamans geta, að skrifstofustjórinn umræddi hjá Reykjavíkursamfylkingunni og Kolbeinn skrifstofustjóri eru bæði í stjórn Félags Skrifstofustjóra, Kolbeinn er auðvitað formaður en Samfylkingarskrukkan er gjaldkéri og sér til að ekki verði sjóðþurrð hjá félaginu, eins og gerðist þegar Indriði Handreður geymdi sjóðsins. 


mbl.is „Meiðandi og alvarleg“ ummæli fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband