Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2019

Nú þegar hefur fjöldi manns dáið úr sundmannakláðanum og margir liggja fyrir dauðanum

images.jpgSundmannakláðans í Landmannalaugum varð fyrst vart eftir heimsókn frú Ingveldar of hennar fylgiliðs á staðinn. Þau komu sex saman og létu dólgslega, létu sem sé gamminn geysa. Til dæmis þvóu þau öll nærfatnað sinn, viðbjóslegan og óhreinindum og eitruðum bakteríum og viusum, sveppum og rotmaur. Þó má segja að nærhald Máríu Borgargagns hafi slegið öll met hvað óþverravibjóð varðar og vatnið í Landmannalaugum fór vís bókstaflega að krauma þegar Borgargagnið hóf að mylja viðurstyggðina í nærbuxum sínum og er hún dýfði þessari flík niður í heilnæmt laugarvatnið varð það grágult að lit og kraumaði eins og vítissóti. Síðan hafa að minnsta kosti tuttugu og fimm manns steindrepist fljótlega eftir að hafa tekið sér bað í náttúrulaugunum og banamein þeirr alltaf hið sama: sundmannakláði.

Þau sexmenningarnir voru búin að klaugrast um fjöll og firnindi í eina tíu daga er þau komu að Landmannalaugum og allan þann tíma höfðu þau ekki borið við að þrífa sig og síðust dagana voru þau með öllu hætt að skeina sig er þeu gengu örna sinna. Á sjöunda degi skeit Máría Borgargagn í buxurnar og fjarlægði lortinn ekki fyrr en dagin eftir. Allan þessnan tíma voru þau mjög drukkin og kókuð og reykjtu gras ofan í mogadonið á kvöldin til að geta sofið af nóttina.

Þegar frú Ingveldu og þau höfðu skafið drulluna úr fataleppum sínu og af hvurju öðru vóru náttúrulaugarnar í Landmannalaugum orðnar eitraðar. Vísindalega sinnaðir gestir, sem komu að laugunum viku eftir að þau frú Ingveldur voru þar, slepptu nokkrum spriklandi urriðum í ofan í vatnið, en þeir trylltust og stukku allir sem einn upp úr og vóru þegar steindauðir. Umhverisráðuneytið ætlaði að sækja frú Ingveldi og ferðafélaga hennar til saka fyrir óafturkræf náttúrspjöll, glæpsamlega mengun að yfirlögðu ráði og fjöldan allan af kolefnissporum sem mundu liggja eins og mara á Landmannalaugum næstu aldir. En sá málarekstur fór auðvitað út um læri og maga, því frú Ingveldur bauð umhverfisráðherra til í helgarsamkvæmi hjá sér og þar var umhverfisráðherranum kennd fræðin frá a-ö, og mátti sá poletíski vandræðamaður þakka fyrir að ekki fór verr en raun varð á.


mbl.is Sundmannakláði í Landmannalaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aungvum heilvita manni dettur í hug að það að vera forsetafrú sé starf

ing14Að vera forsetafrú er ekki starf, allt hjal um soleiðis er þvættingur og rugl úr yfirstéttarhálfbjánum með skitu. Dettur einhverjum heilvita manni í hug, að það eitt að vera kérlíng Trumpsins í Amríku sé starf? Það vildi eg, að Guð gæfi, að Trumpkerlíngin léti slag standa og lýsti yfir að hún væri trans og léti breyta sér í karlkvikindi; mikið anskoti held ég heimsbyggðin mundi hlægja við að sjá Trumpskarfinn klaungrast út úr forsetaþotunni með transistorlífsförunaut í eftirdragi. O-Ho-ho-ho! Eða mundi karlskrattinn stampa lífsförunautnum og bera fyrir sig viðskiptasvik?, og að hann væri ekki upp á það komin að kaupa köttinn í sekknum.

Hvað starfa þá eiginkona forseta? Jú, þær hada sig allajafna bak við eldavélina; so taka þær sig upp og láta renna í skúringafötuna og fara að skúra forsetabústaðinn. Sumar þessar fraukur hafa komið sér upp skipulagi í skúringum, sem gengur einfaldlega út á það, að með vissu millibili komi hún að smáflöskum af áfengi, eða brennivínsfleygum, og skjóti á sig einum gráum, svo er haldið áfram að skúra þar til kemur að næsta áningarstað, og þannig koll af kolli uns ræstingarvinnu er lokið og forsetafrúin orðin sætkennd, eða jafnvel það sem betra er: blindfull.

Í ónefndu landi var uppi hálfberserksleg forsetafrú, sem reið röftum og slóst við karlmenn. Þessi errilega frú átti þó því miður til, að verða of harðhennt, þannig að fórnarlambið annað hvort dó á stundinni elligar var örkumla fyrir lífstíð. Þessa forsetafrú hefir frú Ingveldur löngum haft í hávegum og sagt Kolbeinni manni sínum uppbyggilegar sögur henni. Kolbeinn hefir aftur á móti orðið hræddur þegar frú Ingveldur hefir farið að segja honum sögur af þessari andstyggðarforsetafrú, því það veit á, að skammt sé að bíða þess þrífi til eiginmanns síns og hafi endaskipti á honum. Það voru endalok harðhenntu forsetafrúarinnar, að hún hvarf fyrir borð í siglingu á lystisnekkju forsetans. Enginn kvaðst hafa orðið var við þegar forsetafrúin skrapp yfir borðstokkinn, kokkurinn sagði síðar svo frá á sínum efri árum, þá hættur að bleyta smjörið, að hann og vélstjóri snekkjunnar hefðu í sameiningu, eftir beiðni að ofan, tekið helvíska truntuna milli sín, þegar aunginn var uppi á þilfari, og slengt heni fyrir borð eins og skítugum tjörukagga. Hitt er so aftur annað mál og vandmeðfarnara að vera forsetafrilla. 


mbl.is Skrýtið starf að vera forsetafrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnar eru róttækir í tiltektum, öfugt við vesalmennin á Íslandi

davi_2_1244720.jpgMikið þó djöfull geta Finnarnir, en þeir eru alls ekki frændur okkar, verið stórkostlega róttækir í tiltektum. Þarna kemur einn af þessum fjöndum þjótandi fram á sjónarsviðið eins og miðaldamorðingi og höggur mann og annan. Ég gæti trúað að Egill forfaðir okkar Skallagrímsson og Víga-Styrr, einnegin forfaðir okkar allra hefðu ljómað í framan hefðu þeir lifað þann atburð er varð þarna í Kuopio. 

hoffmann1Og vissulega höfum vér átt horska menn, sem töldu ekki eftir sér að sveifla sverði og fara að óvinum sínum með brugðnum brandi. Pétur Hoffmann Salómonsson gekk fram á hlað sitt með öxi í hönd gegn útlendum óþokkadátum, sem voru að elta ungar stúlkur í miður frómum tilgangi. Skipti enda snögg um lán telpnanna því hinn hrausti Snæfellingur vóð að og laust öxi sinni í hausinn á einum dátanum svo gekk niður í kjálka og jaxlarnir hrundu út um allt, en hinir dátarnir tóku til fóta sinna skelfingu lostnir og hurfu út í myrkrið. Stóð þá atgerfi afkomenda Egils með nokkrum blóma á Íslandi.

Í dag standa mál þannig á Íslandi, að þar finnst aunginn maður svo búinn til líkams og sálar, að hann geti tekið upp svo mikið sem hausingasveðju öðruvísi en að stórslasa sjálfann sig á. Vesalmenni nokkurt, upp alið í Heimdalli og SÚS, vildi reyna vígfimi sína og hetjuskap og fór á stúfana með bjúgsverð, sem hann stal af frænda sínum, en frændinn hafði smyglað sverðinu til landsins þegar hann var í siglingum. Nú, drengurinn þaut með sverðið í hönd niður á Austurvöll, þar sem hann hugðist vega kommúnista, sem einhver, eða einhverjir, höfðu sagt honum að væru staðsettir þar. Í þetta sinn var fátt um manninn á Austurvelli, aungvir kommúnistar, aðeins fáeinir rónar, sem sátu á bekk og voru að sjúga í sig kogara. Frekar enn ekkert ætlaði vesalmenið að vega rónana, en árásin fór í slíkum handaskolum, að hann missti bjúgsverðið, er hann hugðist höggva einn rónann, það snörist í höndum honum þannig það gekk gegnum lófa hans og hljóp sverðsoddurin líka í gegnum lærið. Þær urðu lyktir þessa einkennilega bardaga, að það voru rónarnir sem hringdu á sjúkrabíl og gerðu að sárum hins fallna til bráðabirgða. Þegar vesalmennið hafði náð sér að mestu eftir hrakfarirnar lét það sig hafa, að kæra rónana fyrir að hafa ráðist á sig og heimtaði háar skaðabætur, en það þýddi nú lítið.

 


mbl.is Einn látinn í sverðsárás í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband