Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2020

Umbótaöfl krataeðlisins, de la 101, flytja rónana á öskuhaugana í Gufunesi

roni.jpgÞað er sko frábærlega krataeðlis- og fémínístalegt, de la 101, að flytja rónana af Austurvelli og koma þeim fyrir í gámum eða hrútakofum á gömlum og illa lyktandi sorphaugum Reykjavíkur. Það er náttúrlega aungin hemja að láta þessa bölvaða drykkjurúta vera sí-slangrandi, á vinnutíma góðborgara, fyrir augunum á alminnilegu fólki og betri borgurum af auðvalds- og krataeðlisstétt og viðkvæmum efrimillistéttarfémínístum. Jájá, bara á haugana með rónalýðinn og dópistasvínin.

Eflaust verður gáll á drykkjurútunum þegar þeir verða komnir á beit inni í Gufunesi, fyrir framan hina nýmóðins hrútakofa jafnaðarmannanna í Reykjavík; það verður að segja eins og er, að þetta er skohh jafnaðarmennska í lagi, krataeðlið bókstaflega kraumar og snarkar þessu rónaumbótaúrræði þeirra. Eyþór Laxdal og hans íhöld hefðu ekki getað gjört betur í þessum málaflokki en krataeðlisfjósin.

Á meðan doktórar heimsins, vísiddamenn og mannkynsfrelsandi hugsuðir berjast á hæl og hnakka við að finna upp bóluefni við kóðvíð nítjánda, fara litlar sögur af afrekum vísiddanna við að þróa gott lyf við krataeðlinu og krataeðlisvírusnum, sem veldur persónuröskunum, géðbilun og áttunarvanda, sem lýsir sér í því að sjúklingurinn veit ekki hvað hann vill, hvað hann er, hvert hann er að fara og er lýginn og ómerkilegur í umgengni við þjóðfélagið.  


mbl.is Fyrstu íbúar í smáhýsin í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynskipti rækjunnar og kyngreining Katrínar

,,Súld og kuldi
á húsunum buldi,
meðan kaffibrauð
og kleinur
krakkafjandinn muldi." 

drunk3Sona orkti nú þjóðskáldið okkar góða þegar það lá afvelta uppi í hlíð undir hraundröngum. Síðan þetta fallega ljóð fæddist hafa liðið mjög mörg ár, en í þá daga var ekki verið að fárast hvurs kyns börn og fullorðið fólk væri því það leyndi sér auðvitað ekki. Í þá daga voru öll fimm til sex ára börn fullnuma í æxlunarfræðum og kunnu skil á hvurnig ætti að bera sig að við að gjöra dodo. Í dag er svartnætti fáfræði æskulýðsins staðreynd, sbr. ,,Í kvosinni", riti Flosa Ólafssonar, 2. prentun, bls. 21. 

En mikið djöfull held ég verði gaman þegar Katrín fer að kíkja uppundir lýðinn og kyngreina hann. Að vísu einfaldar það málið fyrir Katrínu, að kynin eru bara tvö og nokkuð auðvelt að greina á milli þeirra; þetta er ekki eins og hjá rækjunni, sem skiptir um kyn á miðjum aldri, breytist úr karldýri í volduga kérlíngu. Því er við að bæta, að þrátt fyrir kynskipti rækjunnar þá er intersexúalismus, pankenndir og BDSM óþekkt fyrirbæri í rækjuheiminum og teljast þar ekki til kynja. 


mbl.is Aldursviðmið kynskráningar verði 15 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðji og trúlega síðasti formaður VG brátt krýndur

x29Þetta verður þriflegur ,,fundur" með tilheyrandi fettum og brettum, handapati, aulabrosum og falsi. Katrín er alltaf tagltæk auðvaldinu að tala máli þeirra og gera það sem það segir henni að gera; þetta gerir kérlíngarskömmin með glotti á vör og frussar á eftir þegar hún heldur að aunginn sjái til hennar.

Hvað Katrín ætlar að blaðra við blaðamennina skiptir litlu eða aungvu máli, aðalatriðið er halda dulitla sýningu á sjálfri sér. En brátt kalla Stenngrimur Johoð, Álfheiður og Swabbófjölskyldan á eintal og segja henni nú sé komið að því að taka af henni formannsnafnbótina hjá VG og færa Swandeesý Sendiherrans hana, svo sem fyrir löngu var ákveðið. Þau Stenngrimur eru öll sammála um að svo sé farið að falla á gluggaskraut þeirra að ekki verði mikið legur við unað og því sé best að fara með það í kjallarann áður en næstu alþingiskosningar fara fram. Dagar fyrirsætustarfa með framkvæmdastjóra NATÓ eru liðnir. Þetta er sem sé ákveðið, staðreynd og þannig er þetta bara.

Þegar Stenngrimur Johoð hrökklaðist úr formannsstól VG stóð svo illa á að flokknefnan atarna var á góðri leið með að þurrkast út. Þá varð úr, að Álfheiður og Swabbófjölskyldnan setti dugnaðarforkinn mikla af vegna óvinsælda hans og gjörði varaformanninn, sem þá var fyrir tilviljun og í skrumsskyni Katrín nokkur Jakobsdóttir, að formanni; þetta þókti fyrirtakssnúningur, ágæt sjónhverfing, og fylgishrunið VG stöðvaðist um sinn því það var svo flott að gjöra sona stelpu að formanni, þrátt fyrir að hún hefði afskaplega lítið til brunns að bera í stjórnmálum. Nú er VG aftur komið á braut útþurrkunar, Katrín farin að láta heldur betur á sjá og kjósendur farnir að fá skömm á henni, svo ekki þarf að bíða ýkja lengi til viðbótar að krýna Swandeesý Sendiherrans þriðja og trúlega síðasta, formann VG


mbl.is Katrín boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rís upp af sorphaugnum og gólar og gargar að leiðtogum verkafólk

asiGylfa Arnbjörnssona hagfræðings og forseta ASÍ verður ekki minnst fyrir að hafa staðið með verkafólki og öreigum. Hann klöngraðist eins og hver önnur boðflenna eitt sinn á 1. maí upp í ræðustól á Íngólfstorgi og var baulaður niður og þegar hið harðkapítalíska nýfrjálshyggjubankakerfi hans valt eins og dauð rotta á hliðina á haustdögum 2008 og fólkið safnaðist saman og mótmælti, skreið Gylfi eins og blauð búrtík undir skrifborðið á ASÍ kontórnum og skalf þar í margar vikur. Hins vegar var karl ekki hræddur þegar hann var að faðma helstu sendisveina auðvaldsins að sér eftir að hafa skrifað undir svikasamninga við atvinnurekendavaldið.

hræddurSvo tók fólkið í ASÍ í taumana og kastaði Gylfa og fleiri af hans kalíberi út á sorphaug og skipaði í þeirra stað fólk sem stendur því nær. Eftir að Gylfi var borinn út hefir verið hljótt um hann, svo sem vera ber um ónothæft skran sem tekið hefir verið úr umferð. En nú stökkur þetta mannkerti allt í einu upp eins og vankaður hani og galar vanþóknunargóli á verkalýðsforustuna. Það er auðséð að þetta fyrirbrigði kann ekki að skammast sín, enda haldinn krataeðlissjúkdómnum og tilheyrandi hnjáliðamýkt gagnvart auð- og valdasöfnurum kapítalismans.

Svo sem fer hefir fram komið þá er Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur, en það þýðir að hann hefir numið kapítalískan áróður við háskóla. Hagfræði er að sjálfsögðu einsleit háborgaraleg innrætingartugga, sem ekki á neitt skylt við fræði eða fræðimennsku. Og þó að svokölluð ,,hagfræði" sé aðeins lævís aðferð auðvaldsins til að halda verkafólki niðri undir yfirskini fræða og háskólastimpla, þá veigra eintökin sem hafa fengið háskólastimpil hagfræðiblekkinganna sér ekki við að ráðast á verkafólk með menntahroka og undirförulum viðbjóði. Á hverjum degi staðfesta hinir ,,hagfróðu" menn með orðagjálfri sínu og aumu innræti orð þjóðskáldsins þegar það mælti af gefnu tilefni: - Ráðlegt er að hafa í hakk hagfræðinga og skítapakk. 


mbl.is Hugnast ekki orðræða verkalýðsforystunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppvakningar nýfrjálshyggju og hrunsmenningar

xdÞað er þriflegt, eða hitt þá heldur, fá tvo uppvakninga úr nýfrjálshyggju- og hrunsmenningunni í einu á sjónvarpsskjáinn til skrafs og ráðlegginga. Ég geri ráð fyrir að mörgum Íslendingum hafi verið ofboðið og misboðið að fá þessi vafasömu eintök allt í einu upp á skjáinn hjá sér heima í stofu; að minnsta kosti veit ég um mann sem sá dýrðina og var fluttur á brott í sjúkrabíl í spennitreyju, því hann varð brjálaður af að sjá og heyra fulltrúa 7-hægri og Panamaskjalamenningarinnar kvaka eins og vængjaða engla upp í hvort annað eins og ekkert sé sjálfsagðara en þau sé að vinglast í stjórnmálum.

Thorgerður Katrín er fyrir lögnu búin að gleyma hrunískri nýfrjálshyggjufortíð sinni og telur sig hafa endurheimt poletiskt jómfrúrstand. Nú baðar hún út öllum öngum og heimtar að Íslandi verði innlimað í ESB og hún geti ávaxtað pénínga 7-hægri í evru í stað þessarar skítakrónu, sem delerandi krataeðlissíkópatar kalla örmynt og annað gáfulegt í þeim dúr.

xb7Sigmundur Davíð aftur á móti, sem orðin er í seinni tíð eins og óhrjáleg lopahespa í framan eða grámyglaður taðköggull; það er hræðilegt að sjá manninn. En, Sigmundur Davíð, skohh, hann er enn sami óbetranlegi klausturjúnkinn og talar sem fyrr í óskiljanlegum skrýtlum, gátum og launhelgum. Hans óðul eru að Panama, í Mossakk Fonsekka, þar sem leynipéníngar eru ekki ávaxtaðir í örmynt. Það óhugnanlegasta við þetta allt er, Thorgerður og Sigmundur starfrækja bæði sinn hvorn ,,stjórnmálaflokkinn," hálfgerð vitfirringahæli, braskinu, aflandsreikningum og fjármálalegum arðránshundakúnstum til dýrðar, og stórbilað fólk freistast því miður til að kjósa þennan subbulega ófögnuð. 


mbl.is „Það má ekki vera eitthvað crazy business“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmum Lóru í gapastokk og teygju

gapFnuhhh ... segir túlkun Mörtu ranga! Sér er nú hvur andskotans vitleysan. Eftir þessum ummælum að dæma er auðséð að Pírataflokkurinn er ein alsherjar fáráðlingasamkoma. En það tekur aunginn til þess; það er ágætt að hafa helftina af fáráðlingunum í einu flokki og svo sem nóg að þesskonar í hinum flokkunum líka, ekki síst borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Á næsta borgarstjórnarfundi mun unga konan, frú Hauksson, saka Dag kallángann borgarmeistara um að hafa pissað á gólfið í fundarsal borgarstjórnar og kalla til lögregluna til að láta handtaka Dag og hneppa hann í gæsluvarðhald. 

Já það eru miklir slagsmálahundar í borgarstjórn Reykjavíkur og slagsmála- og svívirðingahefðin alsráðandi í ræðustóli þeirrar stofnunnar. Frú Ingveldur segir að Eyþór eigi eftir að taka niðrum vissar skepnur í borgarstjórninni og framkvæma á þeim stórhýðingu og klípa þær með glóandi töngum í þjóhnappana. Og frú Ingveldur er ekki minni spákona en Jesaja var spámaður og óhætt að treysta spádómum hennar eins og nýju neti. Óhræsin mega því fara að búa sig undir að á þeim verði tekið svo um munar.

Og að Lóra Skjört hafi gengið of langt með svínslegum ummælum? Jú, það segir sig sjálft, - eða er það ekki? Ummæli hennar vóru ákaflega veldisvaxin, hatrömm, svæsin, heildstæð og í aungvu samræmi við regluverkið og samtölin. Við höldum að Brímið geti verið sammála okkur um það. Það verður að kveða svona helvítis hatursorðræðu, eins og Lóra Skjört hafði um hönd, vægðarlaust niður. Hún reyndi sem sé að koma því að að Eyþór væri Samherji og þar með heldur vafasamur náungi með óþrifnað í pokahorninu. Það á að dæma fólk í gapastokk og teygju, sem fram fer með slíka illmælgi og lygar. Falleg mubla gapastokkur, eins og sjá má á myndini hér til hliðar.


mbl.is Segir túlkun Mörtu ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fámennt og illmennt á miðstjórnarfundi Miðklausturflokksins

x25Það hefir verið skemmtilega fámennt á miðstjórnarfundi Miðflokksins, sem heitir líka Klausturflokkurinn, í dag, en miðað við myndir fundinum að dæma virðist hann hafa verið haldinn í einhverju fangélsi, sem leiðir hugann að því hvort búið sé að stinga dr. Sigmundi inn til afplánunar. Þrjár eða fjórar hræður létu sig þó hafa að sitja undir fróðleik af vörum dr. Sigmundar Davíðs, og er víst óhætt að hæla þeim fyrir að hafa þolinmæði og géð í sér til að sitja undir þeim ósköpum. Þetta minnir á skipstjórann, sem sagði í talstöðina á sunnudegi, að það væri fámennt og illmennt á þilfarinu hjá sér í dag, en það helgaðist af því að upp undir helmingur hásetanna sátu fullir niðri í borðsal og harðneituðu að fara út á dekk.

En hvað sem veldur því að fámennt og illmennt hafi verið í dag miðstjórnarfundi dr. Sigmundar, sem sumir kalla, sér til hægari verka dr. Panamíos, þá ku doktorinn ekki hafa látið það á sig fá og vóð elginn þar til hann var þurrausin. Þessi miðfundarlæti Klaustrunga ber upp á sama dag og píratastráin Helgi Hrafn og McCarthy féllust á að lofa þjóðinni því að fara ekki í framboð meir. Þetta sýnir, svo ekki verður lengur um villst, að dr. Sigmundur borgarskipulagsfræðingur hefir borið algert sigurorð af píratadólgunum hvað varðar poletiska festu og áreiðanleik.

x15Innihald barátturæðu formanns Mið-Klausturflokksins var hinsvegar þannig varið, að það var öllum áheyrendum, það er þessum þrem eða fjórum, að fullu gleymt um leið og stórmennið hafði lokið máli sínu. Að vísu kvakaði dr. Sigmundur eitthvað loðið um Sjálfstæðisflokkinn, sem hann sjálfur er hluti af, að minnsta kosti siðferðilega, auk þess sem hann skeit nokkrum sinnum laglega í Samfylkinguna og VG. Þar með var miðstjórnarfundi Mið-Klaustrara lokið og ólíklegt verður að telja að fleiri slíkir verði haldnir. 


mbl.is „Sjálfstæðisflokkurinn, blessuð sé minning hans“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmis vandamál varðandi sérþjálfaða hunda og mismunandi örlög þeirra

dog2_1268417.jpgÞað er blátt áfram bráðnauðsynlegt að fá hund til að snuðra uppi kóvíð nítjánda, lúsug tík væri best. En það er erfitt núorðið að fá alminnilega skepnu og viðburður að rekast á kynhreinan hund; meira að segja smalahundar eru orðnir úrkynjaðir og sumir þeirra hættulega ruglaðir. Það eru nefnilega ekki allir hundar gáfaðir eins og hann Snati, sem myrti Ólaf bónda með því að ýta honum með trýninu fyrir sextugt bjarg.

Einusinni var farið að þjálfa hunda til að leita uppi myglu í húsum. Það ævintýri stóð stutt, því hundsspottin fengu kynlegan sjúkdóm, sokallaðan myglukrísis og urðu vitskertir; einn þeirra beit meira að segja í heimilisfólkið í síðasta húsinu sem hann var látinn skoða til óbóta. Þetta var uppi á fjórðu hæð og mygluhundurinn lét ekki staðar numið heldur kastaði sér út um gluggann og dó; hann vildi heldur láta lífið en að hnusa af myglusveppum. Það gæti allt eins farið á svipaðan hátt fyrir hundum sem væru þjálfaðir til að þefa upp pestargemlinga með kóvíð nítjánda. Hugsið ukkur ef kóvíð nítjándi mundi stökkbreytast í sona hundi og allt færi í handaskolum í þjóðfélaginu; ég er hræddur um að það mundi verða lítið úr Þórólfi og Víði.

dog3.jpgArnfreður Lyngdalh vörubifreiðarstjóri, sá armi vandræðamaður, kenndi hundinum sínum að hafa uppi á kynóðum einstaklingum. Þegar konan hans komst að þessu sló hún hann í hausinn með járnröri og eftir það hefir hann aldrei gengið á öllum. Ekki svo að skilja að hann hafi gengið á öllum áður, því það gerði hann sannarlega ekki. Af hundi Arnfreðs vörubifreiðarstjóra er það að segja, að hann rak trýnið uppundir frú Ingveldi við óheppilegar aðstæður. Frú Ingveldur klemmdi bara saman lærin og þar með þessi hundur úr heimi hallur og úr sögunni.  


mbl.is Gætu þefað upp veiru innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún hefir elst um stinn þrjátú ár meðan vinkona hennar er æf af bræði

x26Ó, samgleðst hún fjölskyldunni, sem hún var rétt búin, með fulltingi öfgahægrisins, að reka úr landi með ofstopa og fantaskap. Það er sérkennilegt. Finnst þessari auvirðilegu strengjabrúðu óþokka á borð við Stenngrim Johoð og hina raunverulegu Samherja hans, að það sé við hæfi tala tungum tveim og sitt með hvorri og gusa framan í landsmenn hræsni, skinhelgi ásamt skyldugum hroka og mannfyrirlitning? Svona kerlingar þarf að lækna, því það er óregla og gums í hugsun þeirra. Já.

Frú Ingveldur er á hinn bóginn ákaflega hrifin af Katrínu forsætisráðherra, blátt áfram skotin í henni og þreytist aldrei á að hafa um hana ástarorð með stunum og dæsingum. Einhverju sinni hélt einhver sem heyrði á mál frú Ingveldar, að hún væri að tala við köttinn, hlaða hann lofi og blessunarorðum, sumum vissulega klúrum og af því tagi sem teprur kalla rakinn dónaskap. Svo hittast þær frú Ingveldur stundum í helgarsamkvæmum hjá frú Ingveldi og segja viðstaddir að þegar þær heilsast verði frú Ingveldur undurfurðulega blíð á manninn, væmin og fær ástúðlegan kjökurtón í röddina: ,,Elllsss-ku Katrín mín, ég ver alltaf svo forlyft þegar ég sé þig í sjónvarpinu, óóóóóó ..."

En jafn heltekin sem Katrín þykist vera af mannúð og mildi þá er litla jómfrú Áslaug Arna, sem lítt höfðar til barna, að sama skapi af íllsku og géðfýlu út af því að brottrekstur egyptsku sæmdarfjölskyldunnar mistókst. Það var auðvitað stórbrotið að sjá hvernig Khedirfjölskyldan hratt aðför hægrisins og vandræða-rasífasistanna að þeim og stóð að lokum upp sem ótvíræður sigurvegari. En það er farið að falla illilega á veslings forsætisráðherrann, svo sem sjá mátti í fréttum Ríkisútvarpsins áðan; hún hefir elst á tiltölulega stuttum tíma um stinn þrjátíu ár og hefir þar með dregið hressilega á gömlu gölnu Framsóknarmaddömuna í aldri. En jómfrú Áslaug Arna, sem syngur vögguvísur til barna, einkum egypskra barna, mun ekki færa Khedirfólkinu hvítvín og humar í kvöld því hún verður upptekin við að sjóða saman vonskuplagg sem tryggir Sjálfstæðisflokknum og hans líkum að geta rekið alla þeim óþóknanlega múslima úr landi hvenær sem er og undir hvaða kringumstæðum sem er.  


mbl.is Katrín samgleðst Khedr-fjölskyldunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægrislúbertagengið missti af Þórðagleðinni sem fylgir brottvísun þjáðra öreiga

konaNú er heldur en ekki íllt í efni fyrir hina villtu hægrislúberta á Íslandi, sem hafa um langt skeið lagt áherslu á að rækta sinn verri mann, með þeim vafasama árangri, að þeir eru í dag taldir hjarta- og sálarlausir kláðagemlingar með rasí-, fasí-, nasíheikenni. Með öðrum orðum eru þetta eintök sem farið hafa heldur hressilega í hundana. Og nú misstu þessi úrþvætti af þeirri Þórðargleði, sem verðu í sálarlífi þeirra, þegar varnarlausum smælingjum er sparkað af froðufellandi íllsku heimskra stjórnvalda burt af Íslandi út í óvissu, glötun og ef til vill bráðan bana.

Síðustu viku hefir vont fólk á Íslandi, allt frá ofvöxnum pelabörnum upp í rosknar kerlingarnöðrur, gjört sér að leik að hundelta öreiga fjölskyldu frá Egyptalandi, sem hingað barst á flótta undan vondum stjórnvöldum í sínu heimalandi, í þeim tilgangi að reka hana úr landi. Allskonar stjórnvaldsstofnanir og rottuholur á vegum einhverra vesalinga sem telja sig hafa þjóðfélagsleg völd hafa lagt kláðagemlingum hægrislúbertasamfélagsins lið til að ganga frá þeim egypsku. En egypsku hjónin og börn þeirra létu ekki úldna hrosshausa fasíhægrisins leika á sig og fóru í felur á meðan góðir menn gengu í frelsa þau undan liðinu sem ævinlega heimtar að láta Barrabas lausan þótt það haldi því stíft að umheiminum að það sé svo undur kristið og kærleiksríkt.

Í kveld liggja ómennin spriklandi í valnum, froðufellandi af krampakenndri bræði vegna frelsunar fátækrar fjölskyldu frá Norður-Afríku. Megi þessir óþokkar liggja sem lengst í sínum val, bölvandi og skrækjandi eins og djöflar og andskotar úr brennisteinskatli í Helvíti. Mannúðin og réttlætið hafði sigur í dag, að vísu lítinn í stóra samhenginu, en góðan sigur samt.  


mbl.is Khedr-fjölskyldan fær dvalarleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband