Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2022

Dólgsleg ummæli sérkennilegrar kérlíngarskrukku

dog5_870748.jpgSérkennileg kérlíngarskrukka þessi Ragnheiður. Hún telur að kontórsjakalarnir á Eflingarskrifstofunni skuldi félagsfólki ekki neitt, - sennilega vegna þess að félagsfólki kaus Sólveigu Önnu aftur sem formann félagsins. Hinsvegar hafa Ragnheiður og hennar líkar á skrifstofunni ekki fúlsað við að vera á launum hjá fátæku verkafólki og forsmá í leiðinni þá stjórn sem sama verkafólk kaus sér til forustu. Það er nokkuð ljóst, að þessi hofmóðuga kérlínagarskrukka á ekki neitt inni hjá íslensku verkafólki og ætti að sjá sóma sinn í að skammast sín eins og blauður hundur fyrir hrokabelginginn.

Já, Ragnheiður og hennar nótar á skrifstofunni mega þakka fyrir að verkafólk hafi ekki gert sér ferð á skrifstofuna til að fleygja þeim út og flengja vel og vandlega í kveðjuskyni fyrir allra augum á Guðrúnartúninu. Betra eiga apparöt af þessu tagi ekki skilið að launum frá reykvísku verkafólki. 

Í allt of mörg ár hafa syfjaðir og værukærir uppskafningar, uppfullir af krataeðli og stéttasamvinnusleikjuskap, fengið að búverka innan Eflingar, sem er sem kunnugt er sprottið upp úr Dagsbrún þeirra Eðvarðs og Guðmundar Jaka og fleiri gegnheilla verkalýðsbaráttumanna. Á niðurlægingartíma krataeðlisins og nýfrjálshyggjuóra stjórnvalda byggðist sem betur fer upp andstaða innan Eflingar gegn liðónýtir og svikulli forustu, sem lauk með kjöri Sólveigar Önnu fyrir fjórum árum. Síðan þá hefir andverkalýðssinaður villulýður, sem hreiðrað hafði um sig á skrifstofu félagsins, reynt af fremsta megni að halda formanni og stjórn Eflingar í gíslingu til að freista þess að koma í veg fyrir raunverulega stéttabaráttu íslensks verkalýðs. Nú er þessum leik lokið og hinir hvimleiðu kontórsjakalar verða að hundskast til að finna sér leikvöll við sitt hæfi einhvers staðar annars staðar en hjá verkafólkinu í Eflingu. En það er fullkomið vafamál að nokkur fáist til að taka við þessum endemum, því þau eru vart tæk innan um siðað fólk.    


mbl.is „Við köllum eftir því að félagsmenn taki ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag ríkir grátur og gnístran tanna hjá jómfrú Snædal og Títunni

x14Það stendur illa í bólið hjá jómfrú Snædal og Höllu Títu í dag. Þessir orðlögðu fémínístar hafa víst ekkert betra að gera þessa stundina, þar sem þær núa borgaralegum rössum sínum fast niður í stólseturnar á ASÍ kontórnum, en að ráðast á konuna á næstu hæð með niðrandi, kynbundnum munnsöfnuði, sem þessum kerlum er auðvitað til háborinnar skammar. Nú, auðvitað dæmir jómfrú Snædal sig sjálfa með svona kjafthætti, sem hún á aungvann minnsta rétt á að brúka. Nú er ljóst, að Snædal þessi og sendingin úr forsætisráðuneytinu, hún Halla Títa, eru ekkert minna en forkastanlegur hryllingur fyrir gjörvalla verkalýðshreyfinguna. En nú hafa þær fengið einn mátulegan á ranann, og verða brátt úr sögunni.

En við hverju bjóst jómfrú Snædal eftir að hafa kynnt undir sálsýkinni og skítaskapnum í skrifstofudólgunum í Eflingu gegn félagslega kjörnum yfirboðara sínum, formanni og stjórn Eflingar? Er þessi ASÍ boðflenna svo innilega dómgreindarlaus að halda nokkuð annað væri í stöðunni fyrir Eflingu annað en að reka alla skrifstofusjakalana úr húsi eins og hvimleiða nagdýraplágu? Gerir aumingja manneskjan sér ekki grein fyrir að það eru breyttar aðstæður og breyttir tímar innan verkalýðshreyfingarinnar? Tengsl undirförulla krataeðliskrypplinga innan verkalýðshreyfingarinnar við burgeisastéttina hafa rofnað og verkalýðsrekendur á borð við jómfrú Snædal, Höllu Títu og Björn Snæbjörnsson eru á útleið. Í haust verður sópað út af ASÍ kontórnum og Drífa Snædal og Títan verða að leita Katrínar Jakkó,ef ekki verður búið að reka hana með skít og skömm út úr forsætisráðuneytinu.

En það er auðséð að krataeðlissjúklingarnir, ekki síður en atvinnurekendaauðvaldið, eru trylltir af vonsku og ausa úr sjúkum skálum reiði sinnar yfir Sólveigu Önnu og spara hvurgi stóryrðin og brigslanir um stalínisma, ógnarstjórn og einræði, svo fátt eitt sé nefnt af morgunblaðslærðum fúkyrðum hinna jafnvægislausu krataeðlissálna. Í augnablikinu bendir fátt til annars en aumingja garmarnir séu gengnir af vitinu og langtímavistun á vitfirringahælinu sé óumflýjanleg. En nú er þetta að verða búið og eftir nokkrar vikur verður Efling loksins orðin að verkalýðsfélagi í fyrsta skipti á sínum svefndrungafulla ferli.  


mbl.is Fordæmir ákvörðun stjórnar Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brátt verða öll helstu verkfærin komin í réttar hendur

kikkÞetta líkar mér. Nú loksins uppsker kontóristaskríllinn hjá Eflingu eins og hann hefir til sáð, með uppsagnarbréfi. Nú geta þessir leiksoppar krataeðlisins og hins borgaralega óeðlis lagt niður skottin og lurðast á brott til að leita sér annars vettvangs fyrir andverkalýðslegan skítaskap sinn og heimsku. Ég óska Sólveigu Önnu og meirihluta stjórnar Eflingar til hamingju með rökræna, skiljanlega og skelegga ákvörðun. 

Ef gjörningahríðin sem krateðliseignirnar og bandamenn þeirra hjá Sjálfstæðisflokknum og öðru auðvaldi minnir á eitthvað úr sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar eru það ofsóknir þessara afla á hendur róttækum bláfátækum verkamönnum og verkalýðsfélögu þeirra á fyrri helmingi síðustu aldar. Í þann tíð létu krataeðlisræxnin sér sæma að reka róttæk og baráttufús verkalýðsfélög úr Alþýðusambandinu og þóttust vera að gera samfélagslega skyldu sína fyrir burgeisastéttina. Enda hefir kratalýðurinn verið óaðskiljanlegur hluti borgarastéttarinnar allar götur frá því fyrir fyrri heimstyrjöld.

Nú er ekki annað að sjá en að hin róttæku öfl hafi loks náð undirtökunum í íslenskri verkalýðshreyfingu eftir aldarbaráttu. Hin róttæku hafa náð meirihluta í tveimur fjölmennustu stéttarfélögum landsins, Eflingu og VR, auk nokkurra smærri félaga. Landssamband verkafólks, Starfsgreinasambandsins féll í hendur hinna róttæku fyrir skemmstu og í haust kemur að því að ASÍ verði formlega tekið og jómfrú Snædal og Höllu Títu vísað á dyr. Þá má segja, að öll veigamestu verkfærin í verkfærakistu verkafólks og annarra láglaunamanna verði komin í réttar hendur.     


mbl.is Öllu starfsfólki Eflingar verður sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurlög við glæp og fólskuleg árás óðrar griðku á sér betra fólk

xdgtvrq.jpgVér veltum nú mjök fyrir oss hvur viðurlögin eru við glæp, sem heyrir undir brot á siðareglum Alþingis. Eitthvað virðist á reiki varðandi refsingar við glæpaverknaði af þessu tagi, en fróðir lögspekingar og stjórnmálafræðingar eru þó á einu máli um að þeir sem verða berir að broti á umræddum siðareglum megi búa sig undir gálga eða höggstokk, jafnvel hjól og steglu. Það er nefnilega ekkert gamanmála að rata í ógöngur alþingislegra siðferðisbrota og þeir er verða dæmdir sannir að sök fyrir í þeim efnum eiga í vændum að vera þuklaðir með einhverju örðu en silkihönskum.

Hvurnig haldið þér, góðu vinir, að SigIngi tæki því ef menn frá Hálfdáni Varðstjóra mundu mæta árla morguns á heimili hans og draga hann út á hornunum eins og sauðnaut eða rollutruntu og mismuna honum upp á pall vörubifreiðar sem æki beint með hann á fund Varðstjórans, sem mundi vissulega ekki gjöra neinar gælur við kauða? En við þvílíku mega stjórnmálaraftar, sem fallið hafa í synd, eiga von á fyrir óguðlega framkomu sína. En skömmu eftir fáheyrða atlögu SigInga að drottningu bændafélagsins gjörði annar dóni sér lítið fyrir og mé á húsvegg Héraðsdóms Reykjavíkur með þeim afleiðingum að sá hluti dómsveggins sem varð fyrir þvagi illmennisins grotnaði niður. Enn hefir ekki verið staðfest að ódæðismaðurinn sé þingmaður eða ráðherra þó svo ólíklegt sé að aðrir menn fremji annað eins skemmdarverk.

war3.jpgOfan á annað ólán hefir það síðan gjörst, að ágætasta griðkona gömlu géðbiluðu Framsóknarmaddömunnar hefir veist að Bjarnaben, og þá um leið að Katrínu Jakkó, með andstyggilegum dylgjum í sambandi við síðasta bankarán. Þessi fólskulega og óvænta árás griðkonunnar hefir strax gjört það að verkum, að kalla varð Gottfreð Gottfreðsson á vettvang til að sprauta frú Jakkó niður af því að hún hafði yfirhitnað og brunnið yfir af skelfingu. Bjarniben er farinn í felur; talið er að hann hafi skriðið niður í kjallara á einhverju hreysi á Akureyri í dag og er hann ekki væntanlegur út þaðan aftur. Í þessum töluðum orðum bíða ráðsmaður Framsóknarfjóssins, húskarlar og griðkur, eftir skipun frá gömlu Maddömunni um að hefja allsherjar kjarnorkustríð gegn eðjótum Íhalds og Hreyfingarinnar Framboðs í ríkisstjórninni og hrinda á róttækan hátt ríkisstjórn Kattahrinar Jakkó fyrir ætternisstapa.


mbl.is Sigurður Ingi kærður fyrir brot á siðareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vóru fallnar í svartætti og minnisglöp þegar kom að krýningunni

ing3Blessaðar dúllurnar, þær muna ekki hvort einhver þeirra sagði ,,fyrirgefðu" og muna ekki heldur hvort einhver sagði þetta mikla lausnarorð við jólatréð í gær. Og hvernig ætti annað að vera? Eftir það sem á undan er gengið er ekki við því að búast að jafn grimmlyndi hexi og þessar slagsmálakvinnur geti mæst, augliti til auglitis, öðru vísi en að hafa etið upp úr hálfu boxi, að minnsta kosti, af róandi lyfjum, svokölluðu læknadópi af diazépamkyni, og hafi verið fallnar í svartnætti til höfuðsins, og muni hvorki hvað þær sögðu eða heyrðu þegar komið var að lýsingu stjórnarkjörs. Það er sko ekkert gamanmál að sigla eins og blind mýsla í blakkát af læknastöffi, ekki fremur en af of sterku landabruggi eða brennsluspritti.

En ugglaust hefir verið fræðandi að vera viðstaddur aðalfund Eflingar í gærkveldi, fyrst helstu persónur og leikendur voru svo aðframkomnir af minnisglöpum og raun virðist bera vitni um. En ótrúlegt þykir oss, ef um eins miklar ástir er að ræða millum Solveigar og þeirra Agníesku og Ólafar Helgu, eins og Ólög Helga vill vera láta; það mætti halda að Ólöf þessi hafi verið á felgunni þegar hún var að krýna Solveigu í gærkveldi og og segja fyrirgefðu við hana. (Þegar fólk eins og Ólöf segja ,,fyrirgefðu" er áherslan alltaf mjög hörð á seinna atkvæðið.

ingv39.jpgSvo þurfum vér nauðsynlega að fá fréttir af hvort vinirnir Amríku-Viddi og Siggi Há Einarsson hafi ekki verið á aðalfundinum, jafnvel legið í faðmlögum, knúsi og kossaflensi allan fundinn og vaknað sama í ókunnu greni í morgun með nábít og hjartaverki. Um þetta spursmál er brýnt að vita, annars er hætt við að allt fari til ónýtis. En vist er um það, að heybrækurnar á Eflingarkontórnum mæta allar til vinnu á mánudagsmorgun, þær sem þora, með bleyjur á botnum sínum, því allur er varinn góður. Það er alkunna, að þeir sem mæta örlögum sínum, hvort heldur er á vígvellinum í Bagdað eða við skrifpúltið sitt á Eflingarkontórnum, geri umsvifalaust í buxurnar um leið og kvalarinn birtist. Það er eins gott að húsvörðurinn í alþýðuhöllinni í Guðrúnartúni verði búinn að opna alla glugga upp á gátt áður en veislan byrjar og frú Solveig gengur í salinn með handlangara sína Amríku-Vidda og Sigurð Há við hlið sér. Þá gætum vér trúað að kontóristarnir sjái að á þeirri stundu sé endanlega út um þá og því eins gott að hlaupa með bleyjurnar fullar út um næsta glugga. 


mbl.is „Ég óskaði henni til hamingju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Poletískur transari, Dómstóll Alþýðunnar, bankaræningjar og þjófsnautar

xb5_1234393.jpgÞetta er alveg agalegt orðið með hana Katrínu okkar hérna Jakobbsdóttur. Ekki er nóg með að hún sé búin að vera, heldur er sneypan alveg úti að skíta á öllum sviðum. Nú er komið í ljós, að hún hefir lengi haldið að VG (öðru nafni HF) hafi verið sett á stofn til að stunda bankarán með frægum fjárglæframönnum og rummungum. Við höfum verið þess full meðvituð um hríð, að Katrín væri það sem kallað er á fagmáli poletískur transari og hún og hennar eigendur og vinir hafa á síðustu árum skipt af kappi og í erg og gríð um poletískt kyn og stundað óleyfilegt poletískt kynjasvall með þekktum auðvaldshrottum og gömlu Framsóknarmaddömunni. 

Á síðustu dögum hafa æ fleiri varpað því fram, að ekki verði mikið lengur undan því vikist að stofna Dómstól Alþýðunnar til að rétta yfir og dæma poletísk óhræsi og ræningja til þyngstu refsingar. Þá þarf og að taka fyrir mál krataeðlisins, þókt það sé um illvígan sjúkdóm að ræða, og einhenda sér í að láta finna upp nothæft bóluefni við meinsemdinni. Við munum eflaust öll eftir hinum miklu læknamistökum sem Gottfreð Gottfreðsson læknir hrapaði í þegar hann af handvömm sprautaði kratavírusi í eina af skjaldmeyjum drengjanna í Valhöllu, með þeim hörmulega afleiðingum að mærin gekk ekki aðeins af vitinu heldur gekk hún í fullkomnu óráði í Samfylkinguna og hengdi í þokkabót upp mynd af Össuri og Gjéir hérna Haaaordý fyrir ofan rúmgarminn í svefnherberginu sínu. Svona getur nú fólk mígið algerlega út til höfuðsins ef það fær krataeðlisvírusinn í sig.

Rannsóknir hafa sýnt, að aflóga poletísk hró eins og Katrín Jakobbó og hennar líkar geta skemmt ótrúlega út frá sér á samfélagsgrundvelli á örskömmum tíma ef ekkert að að gjört. Og nú hefir hún og Flokkseigendafélag Swavarsfjölskyldunnar, Stenngrims, Álfheiðar, Gettubeturapakattanna og undanrennuhænsnfuglanna lokað augunum meðan fantar hafa farið þjófshöndum um banka fólksins í landinu og haft á brott með sér milljarða á milljarða ofan og eru þar af leiðandi orðin þinglýstir og löggilti þjófsnautar með brennimerki þar að lútandi á báðum rassakinnum. Á meðan hinir ágjörnu péníngapervertar láta greipar sópa, liggja krataeðlisuppskafningarnir skrækjandi úti í horni og samþykkja ránið með þeim orðum að þeir, þ.e. krataeðlisuppskafningarnir, hefðu viljað ræna og vera með auðvaldsherrunum í ráninu, en þeir hafði samt viljað ræna, stela og taka ófrjálsri hendi örlítið öðruvísi en dólgarnir úr Valhöllu og Framsóknarfjósinu.  


mbl.is Eðlilegt að spyrja gagnrýninna spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið þynnsta af öllu þunnu

bur6.jpgÞá hefir það þynnsta af öllu þunnu í undarennubransanum, ungir jafningsmenn í Samfylkingu, rokið fram á völlinn til að hrópa hæstvirtan innviðaráðherra þjóðarinnar og ráðmann gömlu Framsóknarmaddömunnar niður. Því miður vita vita hinir ofurþunnu samfylkingarungar fyrir hvað innviðaráðherrann ætti að segja af sér, þau skynja samt að karlófreskjan hefir gert eitthvað af sér, máske gjört í buxurnar að gömlum framsóknarmannasið.

Samfylkingarungarnir vita heldur ekki hvað rasismi er. Þessi brjóstumkennanlegu þunnildi hafa fengið á flugu í tómt höfuðið, að rasismi sé náskyldur rassi og rasisti sé sá sem hefir annarlegan áhuga á rössum og rassgötum. Lengra nær vitið ekki hjá þessum tuskum. Ekki þarf að taka fram, að hinir ungu jafningsmenn vita að sjálfsögðu ekki hvað meintur innviðaráðherra heitir og hvort hann heitir yfirleitt nokkuð. Aftur á móti skilst greyjunum, að þetta sé vondur karl og ljótur, og ætti svo sem aunginn að lá þeim að hafa þá skoðun. 

Í vetur gjörðist það svo, að fjórir ógn þunnir og vesalir samfylkingarungar með ósvikna heilaþoku yfir aungvum heila mátt bíða það ólán að rekast á vaninhyrndan framsóknarböðul úr Framsóknarfjósi Framsóknarmaddömunnar á óleyfilegri samkomu í vertshúsi í Reykjavík. Blessuð börnin fóru að flissa að raftinum, sem reiddist og urraði á þau og barði í borðið svo glös og diskar hófust á loft. Öll féllu samfylkingarbörnin í ómeginn og gjörðu illilega í sig um leið og þau liðu út af. Það er talið að aumingja þunnildin hafi fengið áfall á áföll ofan við traktéringu framsóknaróþokkans og þau voru færð í höndur áfallaiðnaðarins, sem er mikil atvinnugrein, sem gefur vel í aðra hönd, ekki síst þegar skil við skattayfirvöld eru af skornum skammti. En það tók vertinn marga daga að ná hægðaþegnum af yrðlingunum úr húsakynnunum sínum sínum svo hægt væri að bjóða fólki þar inn.


mbl.is UJ krefjast afsagnar Sigurðar Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar undanrennuglæru roðhænsnin rembast við að móðgast fyrir hönd annarra

xbAlltaf er jafn gaman af þegar undanrennuglæru roðhænsnin taka sig til og fara að rembast við að móðgast og hneykslast fyrir hönd annarra. Nú hefir borið vel í veiði hjá hænsnunum og þau ná ekki andanum fyrir vandlætingu og bráðum liggja þau liðin lík af andarteppu. Það er yfirmáta sorglegt að þau skuli ekki lifa það að ráðsmannsdurgur gömlu Framsóknarmaddömunnar segi af sér og verði kastað í Fjóshauginn. En ósköp er þetta allt hjárænulegt, falskt og hlálegt.

Eftir því sem oss skilst, þá mun ráðsmaður Framsóknarmaddömunnar komist í áquqvítið þeirrar gömlu, drukkið sig blindfullan af því, farið að svo búnu á bændahátíð og delerað eins og fylliraftur á síðasta snúningi. Þar ber hæst fáheyrðan talsmáta ráðsmannsins í garð frú Haslers bændahöfðingja, sem var með þeim endemum, að frú Hesler hefir verið rúmliggjandi síðan og fjölmörg undanrennuglær roðhænsni gengið af vitinu. Til að kóróna meistaraverkið snýst gluggaskrautið í forsætisráðuneytinu í hringi eins og skopparakringla og veit ekki hvort hún eigi að reka ráðsmannsskrattann úr ríkisstjórninni eða hafa hann kjuran við að einkavæða innviðina.

Af gömlu géðsúru Framsóknarmaddömunni er það samt helst að frétta, að beðið er í ofvæni eftir því að kérlíngargepillinn drekki sig í hel svo hægt verði, með góðri samvisku, að sökkva henni í Fjóshauginn að baki Framsóknarfjósinu. Enn fremur hafa vorir bestu vísindamenn komist að því með ótal rannsóknum, sem hafa sýnt, að krataeðlisveiran og framsóknarvírusinn er einn og sami hættulegi baktéríuvírúsinn og veldur, sem kunnugt er, einkennilegri höfuðveiki, sem lýsir með lygum, svikum, siðrofi og géðvillu. Það er það, drengir mínir. Og í gær mé Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður fram af svölum Hallgrímskirkjuturns á Skólavörðuholti. Þar sem veður var hagstætt til verknaðarins féll þvag æðsta skuggastjórnanda Framsóknarmaddömunnar ofan í hvirfla langt að kominna ferðalanga. Varð uppi fótur og fyrir kirkjudurum Hallgríms og Einars Karls, sem líka er framsóknarmaður eins og Kolbeinn, rifu ferðalangar í hár sér og uppskáru hlandblauta fingur, sem strax fóru að anga af hlandsteini og eðlislægrar vírúsafýlu úr pípulögnum krataeðlisframmara.   


mbl.is Ummælin „algjörlega óásættanleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband