Leita í fréttum mbl.is

Sko minn kall

svabbi1Sko minn kall, það er bara ekkert stóráfall þó þjóðin segi svavarssamningum ofurgóða til andskotans á laugardaginn! En máske er Steingrímur að vinna úr áfallinu hjá sérfræðimennuðum áfalladoktorum, enda hefur hann haft tíma til þess frá því Ólafur Ragnar, fornvinur hans, neitaði að skrifa uppá ávisunina frá Svavari Gestssyni.

Hinsvegar trúi ég mátulega látalátunum í Steingrími varðandi umrætt áfall. Það lítur nefnilega út fyrir að Steingrímur hafi fórnað öllu, flokki, ríkisstjórn og þjóð, fyrir orðstýr Svavars sem samningamanns og súpersnillings og telji það skyldu sína að hanga eins og grimmur rakki á Icesave-roðinu, ef það mætti forða því að stór og andstyggileg skítaklessa lenti á hvítu skyrtubrjósti gamla sósíalistaloddarans sem þáði sendiherrastöðu úr gjafmildum höndum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. En það þýðir auðvitað ekkert að hanga á roðinu, skítaklessan er löngu farin að þorna framaná belgnum á herra Gestsson.

Í dag kaus ég utankjörstaðar um Icesave-lögin, því ég fer út á sjó á morgun og verð úti í ballarhafi í hálfan mánuð. Að sjálfsögðu sagði ég NEI við lögunum; NEI, NEI, og aftur NEI ... og þvert NEI!

Ef aftur verður samið við Breta og Hollendinga um að þjóðin greiði fyrir stórglæpi forhertra afbrotamanna, krefst ég þess að sá samningur verði líka lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu; það er nefnilega þjóðin, fólkið í landinu, alsaklaust fólk, sem á að borga fyrir glæpina í beinhörðum peningum, ofan í aðrar búsifjar sem það hefur mátt þola vegna framferðis glæpamannana


mbl.is Viðræður geta haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver óþverri í vatninu í Reykjanesbæ?

vaÞeim er ekki fisjað saman í þessum Reykjanesbæ fremur en fyrri daginn. Ekki er nóg með að þeir hafi sérstakt dálæti Sjálfstæðisflokknum, sem nýverið lagði efnahag íslensku þjóðarinnar í rúst með fáheyrðum frjálshyggjuviðbjóði og últraspillingu, heldur flykkjast þeir eins og soltnar tíkur á kjörstað til þess eins að kjósa frjálshyggju- og spillingarfyrirbærið Árna Sigfússon í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins.

Það er ekki nema von að þeir sem stenda álengdar og horfa á þessi skrípalæti spyrji sjálfa sig í forundran, hvort vesalings fólkinu í Reykjanesbæ sé ekki sjálfrátt, sé ekki við bjargandi, og svari sjálfu sér að bragði, því svarið liggur nefnilega í augum uppi: - Nei, því er ekki við bjargandi.

Hvernig á þessum ósköpum stendur þarna suður með sjó er ekki auðvelt að fá botn í. Mér er næst að halda að einhver óþverri sé í neysluvatninu hjá fólkinu, máske gamalt kanapiss frá blessaðri burtsofnuðu herstöðinni á Miðnesheiði. Það væri að minnsta kosti þess virði að setja upp vatnsrannsóknarstöð á herspítalanum góða til að komast að því hvort vansból Reykjanesbæjara séu menguð af mannskemmandi ólyfjan, sem geri fólk svo ruglað í höfðinu að því þyki sjálfsagt að kjósa Árna Sigfússon í prófkjörum og bæjarstjórnarkosningum.  


mbl.is Árni Sigfússon með 92% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG í Kópsvogi féll á prófinu - svavarsvæðingin færist í aukanna

vgEkki er annað hægt að segja en að VG í Kópavogi hefi fallið illa á forvalsprófinu í dag. Að flokkur sem kallar sig ,,vinstrihreyfingu" að fornafni skuli láta sig hafa það að kjósa hægrisinnaðan spjátrung í fyrsta sæti á framboðslista í næstsærsta bæjarfélagi landsins er hvort tveggja í senn, stórhlægilegt og fyrir neðan allar hellur. Og til að bæta gráu ofaná svart lenti Guðný Dóra Gestsdóttir, systir Svavars flokkseigendakeisara og icesave-snillings, í öðru sæti. Þar með er VG í Kópavogi fallið ofaní ruslflokk í pólitískum skilningi.

Það er því ljóst að flokkseigendafélgi Svavars, Álfheiðar og Steingríms hefur tekist að koma sínum bútíkum í fyrsta sæti framboðslista VG í fjórum stærstu sveitarfélögum landsins. Þessi niðurstaða undirstrikar í leiðinni að VG er ekki vinstriflokkur, því síður samtök sósíalista og síst af öllu flokkur alþýðu og verkalýðs.

En þrátt fyrir að stuðningsmenn svavarsvæðingar, Icesave-samninga, óbreytts kvótakerfis í sjávarútvegi, fjórflokksins og borgarlegs snobbs og undirlægju háttar hafi unnið nokkrar orrustur innan VG uppá síðkastið og telji sig þar með hafa öll tromp á hendi, er stríðinu fráleitt lokið!

 Úr því sem komið er hlýtur að fara að styttast í óhjákvæmilegt uppgjör innan VG, uppgjör á milli hins hægrisinnaða og svavarsvædda arms og vinstriarmsins. Ég er ekki í nokkrum vafa um hvor aðilinn stendur af sér veðrið í því uppgjöri og hvor þeirra deyr eins og útlifuð skepna inní Samfylkinguna og/eða Framsóknarflokkinn.


mbl.is Ólafur Þór afgerandi í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agnes hefði mátt vanda sig betur

Í grófum dráttum er greining Agnesar Bragadóttur á klofningnum í VG rétt hvað varðar mönnun armana í flokknum, en því miður að öðru leyti ansi yfirborðsleg. Hún hefði að ósekju mátt gefa sér betri tíma til að vinna greinina, leita álits almennra flokksmanna í ríkari mæli til að fá innsýn í hvernig línurnar liggja í grasrótinni svokölluðu. Klofningurinn í VG snýst ekki nema að sáralitlu leyti um ESB, hann er miklu djúpstæðari og á sér aðdraganda sem nær mörg ár afturfyrir ríkisstjórnarþátttöku VG.
mbl.is Djúpstæður klofningur hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átök í forvali VG í Kópavogi

vg5vg6Í forvali VG í Kópavogi í dag takast á um fyrsta sæti þau Karólína Einarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi og um annað sæti Þórir Steingrímsson og Guðný Dóra Gestsdóttir. Talið er að mjótt geti orðið á mununum.

Ólafur Þór og Guðný Dóra (systir Svavrs Gestssonar) eru fulltúar flokkseigendafélags VG þar sem Svavar Gestsson, Álfheiður Ingadóttir og Steingrímur J. ráða ríkjum.

Karólína og Þórir eru hinsvegar fulltrúar hinna almennu félaga í VG sem vilja halda raunverulegri, sígildri vinstristefnu á lofti í störfum sínum.

Á þessu kjörtímabili hefur Ólafur Þór setið í bæjarstjórn fyrir VG við dapran orðstýr, þótt frámunalega atkvæðalítill og það svo að flestum félagsmönnum VG í Kópavogi sem hafa kynnt sér störf hans í bæjarstjórn blöskrar. Uppá síðkastið hefur bæjarstjórnarmaðurinn Ólafur Þór verið býsna duglegur við að hringja í væntanlega kjósendur í forvalinu til að minna á sig, en einkum þó og sér í lagi að kasta rýrð á meðframbjóðendur sína. Það hefur sem sé verið meginþema í símamálflutningi Ólafs Þórs, að reyna að fleyta sjálfum sér áfram í forvalinu með dylgjum og jafnvel rógi um þá sem honum stendur mest ógn af, þ.e.a.s. þeim Karólínu og Þóri Steingríms. Þessi vinnubrögð eru að vissu leiti skiljanleg, því ekki hefur Ólafur Þór af miklu að státa varðandi störf sín í bæjarstjórn Kópavogs. 

 


mbl.is Átta prófkjör á sex stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

500 skeinisblöð

peningaskeiniÞað er algjör óþarfi, raunar óþolandi, að Rannsóknarnefnd Alþingis frest útkomu skýrslu sinnar trekk í trekk útaf 500 skeinisblöðum frá óalandi ribbalda sem koma við sögu í skýrslunni. Það hefði verið yfrið nóg fyrir umrædda ribbalda að koma sínum vafasömu pappírum á framfæri eftir að skýrslan væri komin út. Og til hvers að gera gælur við skrælingjalýð á borð við þann sem með athöfnum sínum og athafnaleysi komu þjóðinni á kaf ofaní forarvilpukviksyndi niðurlægingar og hörmunga? Í hugum flestra landsmanna eiga umræddir ódámar ekki nokkurn einast siferðilegan rétt á andmælum. Landsmenn vilja að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verði gerð opinber strax, vegna þess að hún varðar sömu landsmenn ekki síður en hina óaladi ribbalda og illlyktandi skeinisblöð þeirra, 500 að tölu. 
mbl.is Skýrslunni enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur þríhross?

Þessar forláta yfirlýsingar hæstvirts fjármálaráðherra og formanns VG um þjóðaratkvæðagreiðsluna um svarsvædda Icesave-samninginn, minnir mig í fljótu bragði á ekki minni mann en Pétur þríhross framkvæmdastjóra í Sviðinsvík. En Pétur þessi þríhross átti til að gefa út þá yfirlýsingu, þegar hann var drukkin, að hann væri, ,,sku fanen gale mæ, ingen íslandsmann." Þess má geta að umræddur framkvæmdastjóri lýsti því enn fremur stundum yfir þegar hann var sérlega góðu skapi, að hann væri það sem á útlendum tungumálum er kallað ,,sósíalist."
mbl.is Óvíst hvort Steingrímur kýs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrastóllinn ætlar að verða Steingrími dýr

Hann ætlar að verða Steingrími dýr þessi ráðherrastóll, sem hann var búinn að bíða eftir að skríða uppí í 18 ár ,,til að hafa áhrif" eins og hinir ríkisstjórnarsjúku í VG segja. Það verður að segjast eins og er, að það kaus ekki nokkur maður VG síðastliðið vor, nema e.t.v. Steingrímur sjálfur, Álfheiður og Svavarsfjölskyldan, til að þjóna hagsmunum auðvaldsins og borgarastéttarinnar, sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave-glæpinn hvað sem hann kostaði. Þá virðist ráðherrastóllinn langþráði ætla verða þess valdandi að flokkur ráðherrans sem situr í stólnum, Vinstrihreyfingin grænt framboð, splundrist á næstunni. Að minnsta kosti er VG klofin að minnsta kosti í tvennt eftir endilöngu og fólk farið að tala um í fullum þunga að stofna róttækan vinstriflokk þar eð VG uppfylli allsekki þau skilyrði sem heiðarlegur alvöru vinstriflokkur þarf að uppfylla.

Eins og staðan er í dag, er ekki útlit fyrir annað en Steingrímur J. ríði frá ráðherrastóli sínum hymmneskum með öll sín hertygi í lamasessi; með brynju slitna, klofinn skjöld, sundrað sverð ... og syndagjöld.


mbl.is Vonbrigði að ekki náðist samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaus fegurð trúarinnar

fool1.jpgÉg held þau hafi gott af því, hollensku stjórnvöldin, að trúa því statt og stöðugt að Íslendingar ætli að borga þeim Icesave-aurana. Að trúa því að fólk, sem enga aðkomu á að fjármálabralli kapítalistanna, ætli að reiða fram milljarða á milljarða ofan, er svo endalaust fallegt að engin orð eru til yfir slíka fegurð. Það er eins og trúa því að höndin sem maður skar af sér í ógáti við eldhúsborðið vaxi aftur og allt verði eins og ekkert hafi í skorist.

En hvort Hollendingar og Bretar halda áfram að trúa, eftir að Íslendingar hafa sagt þeim að halda kjafti og éta skít í þjóðaratkvæðagreiðslunni miklu, er ómögulegt að segja, en ekki er samt ólíklegt að trúarhiti þeirra lækki um fáeinar gráður eftir þá afgreiðslu. 


mbl.is Ekki nógu gott fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar síra Baldvin sló meðhjálpara sinn á kjaftinn

pre1Að sælla sé að gefa en þiggja eru ekki ný sannindi, fjarri fer því.Uppá síðkastið hefur þó orðið nokkur breyting á hvað þetta varðar. Með stórsókn frjálshyggjukapítalismans síðustu þrjá áratugi hefur frasinn um að gefa og þiggja snúist dálítið í roðinu því samkvæmt frjálshyggjunni er mun betra að þiggja en gefa, til dæmis að þiggja gjafakvóta, banka fyrir ekkert og fá afskrifaða milljarða eftir glæpsamleg fjármálaumsvif.

Víkur nú sögunni að hinum háheilaga kennimanni, síra Baldvini sóknarpresti. Síra Baldvin er einn þeirra manna sem aldrei hvika frá þeim grundvallaratriðum sem þeir byggja líf sitt á, hvað svo sem frjálshyggjuhannesum heimsins dettur í hug að boða fólki. Því varð það að síra Baldvin mælti með sínum djúpa kóralbassaróm, að sælla væri að gefa en þiggja" um leið og hann rak meðhjápara sínum á kjaftinn vegna þess að rotta hafði komist inní skrúðhúsið nagað messuklæðin svo þau voru öll götótt eftir. Það var svo þungt högg, að meðhjálparinn lá í dái í fimm daga, en þá þókti síra Baldvini nóg komið og sagði við meðhjálparann: - Tak sæng þína og gakk, ófétis þrjóturinn þinn, ég ætla að messa á sunnudaginn. Þá raknaði meðhjálparinn úr rotinu og reis eins og draugur uppúr rúminu og vafraði útá götu með sæng sína undir hendinni.  


mbl.is Jafnvel sælla að gefa en þiggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband