22.3.2010 | 14:27
Hrunverjar og Hrungil - Tækifæri aldarinnar farið forgörðum?
Það hefði verið ráð að koma Efnahags-Hrunverjunum okkar, helst gjörvöllum Sjálfstæðisflokknum, fyrir á botni Hrungils áður en hraunið fór að flæða þar ofaní. En eins og flestir vita, þá var draugmori alskonar, púkastóð og illum sendingum gjarnan komið fyrir undir malarbingjum og stórum steinum eftir að búið var að kveða illþýðið niður, eins og kallað var.
Ef ríkisstjórnin hefði haft kvarnirnar í lagi í gærmorgun, hefði hún vitanlega brugðist hart við þegar fréttist af gosinu og látið flytja hrunskallana- og kellingarnar í snarhasti austrí Hrungil og búið þannig um hnútana að hin íslenska þjóð þurfi eftirleiðis aldrei að óttast að ræningjalýðurinn mikli, hrunsskrímslin, láti á sér kræla meir. En því miður, lítur út fyrir að þetta mikla tækifæri til að afmá peninggræðgisdraugana sé runnið út í sandinn, - að minnsta kosti í bili.
![]() |
Hraunflæði niður í Hrunaárgil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2010 | 22:16
Kristilegi konuþjófurinn í Kristjánsstað

![]() |
Vilja lána óháð Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2010 | 20:42
Segðu okkur frekar hvernig á að serða skirfstofukvinnu
Ég held að helvískum graðnaglanum honum Stráss Kahn væri nær að segja okkur frekar sögur af óstilltu kvennafari sínu en að umla einhverja dómsdagsvitleysu um hrunið og kryppuna á Íslandi. Íslenska hrunið er bara venjuleg, óhjákvæmileg auðvaldskreppa, innibyggð í kapítalismann. Um slíkan óþverra þarf Stráss kallinn Kahn ekki að halda ræður yfir heilþvegnum og siðblindum auðvaldslýð eins og framkvæmdastjórn ESB.
Afturámóti væri akkur í að heyra Stráss Kahn segja heimsbyggðinni frá því hvernig hann sarð skrifstofukvinnu sína trekk í trekk á skrifstofupúltinu á skrifstofu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það er áreiðanlega meira bragð af þeim uppáferðum en niðurhruni íslenskra kapítalista, sem væru best geymdir niðrá 5000 faðma dýpi innan um sædjöfla og marbendla í Kyrrahafinu.
http://www.dv.is/frettir/2008/10/22/framhjahald-tefur-islandsbjorgun/
![]() |
Hið sorglega dæmi frá Íslandi |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2010 | 10:56
Samherji pantar ályktun frá atvinnumálanefnd
Ég er ekki frá því að betur færi á að atvinnumálanefnd Dalvíkur gerði kröfu á Samherja þess efnis að fyrirtækið tryggði hráefni fyrir vinnsluna á Dalvík með því minnka sjófrystingu skipa sinna, minnka útflutning á óunnu hráefni og draga úr kvótaleigu frá fyrirtækinu.
Hótanir Samherjamanna í garð láglaunfólks í landvinnslu er í besta falli óþokkaskapur af verstu tegund, sprottin af pólitískri heift.
![]() |
Vilja auka kvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2010 | 20:23
Tímabært að skrúfa fyrir Samherja til frambúðar
Hótun samherjadólganna um að loka frystihúsinu á Dalvík í tvo mánuði í kúgunartilgangi, sýnir svo ekki verður um villst, að tímabært er orðið, þó fyrr hefði verið, að skrúfa í fyrir þetta ólánsfyrirtæki í eitt skipti fyrir öll. Samherji, ásamt nokkrum öðrum sjávarútvegsfyrirbærum af sama kalíberi, hafa sem kunnugt er, fengið að valsa óáreytt um landið þvert og endilangt með þá göfugu hugsjón að leiðarljósi að soga til sín aflaheimildir og skilja bygðarlög eftir í sárum. Það er því ekki nema von að forsvarsmenn slíkrar hugsjónastarfsemi hafi í hótunum við allt og alla ef þeir fá ekki allar sína frekju- og yfirgangsóskir uppfylltar.
Við hótunarlýð LÍÚ er ekki til nema eitt ráð: Taka af þeim skip og aflaheimildir með einu pennastriki og afhenda fólkinu í landinu, eigendum fiskveiðiauðlindarinnar. Vafalaust væri best að ríkið tæki allar ,,stórútgerðir" í landinu eignarnámi og hér verði fyrst, að minnsta kosti, um sinn rekin öflug ríkisútgerð, sem myndi sjá um að dreifa aflanum til vinnslu í sjávarbyggðirnar. Með tímanum tækju síðan íbúarnir í þessum byggðum við útgerðinni í réttu hlutfalli við hvað hvert og eitt þeirra töpuðu af aflaheimildum í kvótafárinu mikla.
Að lokum legg ég til, að ríkisstjórnin leysi upp og banni LÍÚ-samtökin með lögum sem allra fyrst.
![]() |
Loka í átta vikur í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2010 | 12:02
Vafningalaus bilun eða forhert ósvífni
Ef það er rétt sem mbl.is hefur eftir Bjarna Ben í þessari frétt, þá er ekki nema um tvennt að velja: Annaðhvort er maðurinn órfjarri því að vera í lagi, eða þá að hann er viss um að fólkið í landinu séu fáráðlingar sem óhætt sé að mata á lygum og þvættingi eftir hentugleikum, en slíkur þankagangur er að sjálfsögðu forhert ósvífni.
Það er t.d. staðreynd, að það var Sjálfstæðisflokkurinn, sem Bjarni Ben er formaður fyrir, sem brást þjóðinni herfilega og setti allt í uppnám með gjörðum sínum, rústaði efnahagslífi þjóðarinnar og bjó til jarðveginn fyrir Icesave og aðra efnahagslega stórglæpi.
Hitt er svo aftur annað mál, að aukið fylgi glæpasamtakanna sem kenna sig við sjálfstæði í skoðannakönnunum er áhyggjuefni útaf fyrir sig. Fólk virðist eiga erfitt með að setja stjórnmál í rökrétt samhengi orsaka og afleiðinga. Frá því Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum fyrir um ári síðan hefur æ betur komið í ljós að það fer ekki stjórnmálaflokkur í venjulegum skilningi þess orðs, heldur harðsvíruð samtök gjörspilltra kapítalista sem svífast einskis þegar um völd og áhrif er að tefla.
Reyndar voru það reginmistök hjá VG að hlaupa í ríkisstjórn með Samfylkingunn síðastliðinn vetur. Réttast hefði verið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið að hanga um óákveðin tíma í snörunni sem hann sjálfur hnýtti um háls sér og þjóðarinnar.Þá hefði fólk kanske gert sér aðeins berti grein fyrir hverskonar stórhættulegt fyrirbæri Sjálfsæðisflokkurinn er.
![]() |
Ríkisstjórnin á að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2010 | 20:53
Áður en hann sólundar vinningnum í brennivín og kvenfólk
Já. Nú þarf góðan fjárfestingaráðgjafa til að ná í skottið á heppna lottóspilaranum og hrista aurana úr vösum hans í eitthvert arðvænlegt fyrirtæki eins og Fons, Bakkavör, Brim og Exista, áður en hann sólundar vinningnum í brennivín og kvenfólk hjá Geira á Gullfingri.
Fyrir rúmum áratug vann Kolbeinn Kolbeinsson stóra upphæð í lottóinu, sem hann faldi fyrir frú Ingveldi eiginkonu sinni. Þegar Kolbeinn hafði stundað eilífðarútstáfelsi og rall í fimm vikur og leit orðið út eins og útlifaður og soltinn fressköttur, skarst frú Ingveldur í leikinn. Hún svipti eiginmann sinn bæði frelsi og fjárráðum, læsti hann inni í herbergi með svo litlum glugga að Kolbeinn gat með engu móti skriðið útum hann og bar honum þurrt rúgbrauð og þunna súpu með gulrót útí kvölds og morgna. En þegar frú Ingveldur komst að því Kolbeinn hafði leynt hana 20 milljón króna lottóvinningi kastaði fyrst tólfunum, því fyrir utan að leggja hendur á Kolbein og misþyrma honum, svelti hún hann heilu hungri í þrjá sólarhringa og tók af honum fötuna, sem hafði skaffað honum til að ganga erinda sinna þegar honum var mál. Fyrir peningana, sem Kolbeini hafði ekki tekist að koma í lóg, keypti frú Ingveldur hlutabréf í DeCode og þóttist hólpin að hafa geta bjargað því sem bjargað varð af lottóvinningnum góða.
![]() |
Íslendingur meðal vinningshafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2010 | 14:08
Viðeigandi lausn á vandamáli rektora

![]() |
Rektorar lýsa yfir áhyggjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2010 | 13:43
Griðkona yrkir bragarbót
Einn merkasti þingmaður Alþingis, Vigdís Hauksdóttir griðkona úr Framsóknarfjósinu, ku, samkvæmt frétt mbl.is, lagt fram frumvarp til laga, sem ætlað er að sigta út og eyða hortittum og skothendum í lagasentningu í framtíðinni.
Sú var tíðin að flokksystkyni griðkonunnar úr Framsóknarfjósinu sömdu lög allt hvað af tók á Alþingi Íslendinga og létu hvorki stuðla eða endarím tefja kveðskaparlist sína svo sem þjóðskáldum gömlu Framsóknarmaddömunnar er siður. Hvað hæst hefur kveðandi Framsóknarflokksins risið þegar Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir, ásamt minni hagyrðingum, orktu í félagi við frjálshyggjuprestana í Sjálfstæðisflokknum hin alræmdu ,,Frjálshyggjulög" hver höfðu virkjun græðginar að leiðarljósi. Að vísu tókst ekki betur til hjá frjálshyggjuskáldunum en svo, að þeir kváðu efnahagslíf þjóðarinnar niður, að svo miklu leyti sem hægt er að kveða þessháttar líf niður í svaðið.
En nú hefur hin merka griðkona Vigdís tekið sér leyfi frá störfum við hlóðirnar í eldhúsi Framsóknarmaddömunnar til að yrkja bragarbót fyrir lagasetningar Halldórs, Finns og Valgerðar og skuggalegar afleiðingar þeirra.
![]() |
Vilja sigta gölluðu lögin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2010 | 08:15
Uppvakningurinn af Pimlico og Sigurveig dræsa
Það er alltaf eitthvað sem er að koma manni á óvart í henni veröld. Í óafsakanlegri fáfræði minni hef ég lengi verið þeirrar trúar, að barónessur væri löngu útdauð dýrategund, hafi jafnvel aldrei verið til nema í lygasögum sem voru skrifaðar handa börnum fyrir tvöhundruð árum eða fyrr. En nú bregður svo við, að ljóslifandi barónessa skýtur upp kollinum á mbl.is. Og meir en það: baróessan kveður uppúr með, að ekkert sé óeðlilegt við að Bretar og Hollendingar krefji íslenskan almenning um milljarða á milljarða ofan fyrir glæpaverk nokkurra stórbilaðra kapítalista sem ættaðir eru af Íslandi. Mér sýnist á öllu, að umrædd barónessa sé ekki minna siðblind og rotin en icesaveódámarnir, enda af sömu rót runnin og þeir.
Annars minnir lygileg tilvist barónessunnar af Pimlico og forvitnileg speki hennar óneitanlega á stjórnmálakonuna Sigurveigu dræsu, en Sigurveig dræsa flutti merka ræðu á lokuðum aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðiskvenna á dögunum. Í erindi Sigrurveigar dræsu kom sem sé fram, að allir væru skyldugir að virða og taka þátt í hinu stórlýðræðislega og alfrjálsa kapítalíska gangverki ef ekki ætti illa að fara; meðal annars, að auðvitað ætti almenningur á Íslandi að borga Icesaveskuldir sínar svo ekki skapaðist fordæmi sem raskað gæti ró auðhyggjunnar í heiminum. Orðrétt sagði Sigurveig dræsa: ,,Við sjálfstæðiskonur og menn, getum af stjórnmálalegum ástæðum líðandi stundar, af því við erum í stjórnarandstöðu um þessar mundir, leyft okkur að vera á móti icesavesamningum ríkisstjórnarinnar ef það mætti verða til að að ríkisstjórnin segði af sér. En auðvitað myndum við samþykkja allar kröfur Breta og Hollendinga undir eins og við værum komin í stjórnarráðið aftur, annað væri ófyrirgefanlegt út frá grundvallarhugsjónum hinnar kapítalísku sjálfstæðisstefnu."
![]() |
Barónessa segir kröfur á Íslendinga hæfilegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- Mismunandi tegundir glæpagengja og rummungsþjófa
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1546246
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007