Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lítill maður og gigtveikur eftir orrustuna um Stalíngrad

stal1.jpgÓlíkt hafast mennirnir að. Á meðan Belgar ausa málningardrullu yfir líkneski af Leópolda belgíukóngi öðrum og taka það svo niður til að svívirða það, þá fara gamlar verkalýðshetjur í Rússlandi að styttum af Stalíni sáluga og kyssa þær á kinnarnar. Einn Rússinn, lítill maður og giktveikur eftir orrustuna um Stalíngrad, varð að láta sér nægja að kyssa Stalín dulítið á aðra rassakinnina, af því hann náði ekki hærra með munninn. En Stalín fékk sinn koss og skiptir þá litlu mál á hvaða kinn það var.

Svo var það ein gípan, dóttir gamals Sjálfstæðisflokksþingmanns, sem enn í dag er ægilega hróðug yfir að hafa hengt bleika taudulu utan á Jón Sigurðsson, standmynd steypta í eir, á Austurvelli. Þessi orkankérlíng heldur því líka fram að hún sé fémíníst og sosialist, samasem sosialfémíníst; en það er víst eitthvað málum blandið, þessháttar endaleysa er auðvitað ekki til. En þetta er allt í lagi, þessi kérlíng er í góðum félagskap hálfvitlausra grillufangara við að stofna eitthvað sérkennilegt fyrirbæri með hvítum miðaldra karli. Það ku kalla framleiðsluna Sosialistaflock Isslands, þó hún sé útötuð og öll í útbrotum af krataeðlissjúkdómi.

En hvernig fer að lokum með karlaumingjann hann Leópolda annan er alveg óvíst. Hann verður kannski hogginn niður með sleggju og molunum kastað í höfnina í Andwerpen. Eða einhver bóndinn fær að nota hann fyrir fuglahræðu úti á túni hjá sér. Guð forði okkur bara frá því, að íslenskir bændur og búalið taki ekki uppá því og steypa Jóni Sigurðssyni af stalli sínum og fara með hann út í sveit til að láta hann hræða fugla.


mbl.is Tóku niður styttu af konunginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá sem tekur trúðfífl alvarlega, sem og fjarstæðukennda drykkjuheimspeki ...

fullAð taka mark á misheppnuðum gamanmálum fullra og vanþroska spjátrunga er ekki gott, það er það sama og túlka óráðshjal langdrukkins fyllirafts sér í hag eins og um óumdeilanlegan sannleik væri að ræða. Þessháttar marklausan þvætting lætur maður kjuran, af því hann er ekki svaraverður. Sá sem tekur trúðfífl alvarlega, sem og fjarstæðukennda drykkjuheimspeki, er illa á vegi staddur, í ójafnvægi, jafnvel með grátsótt.

Fordómar, þar með taldir kynþáttafordómar, gera yfirleitt ekki betur en að auglýsa litla greind og fávísi þess er berar fordóma sína. Og kynþáttafordómum svarar aunginn vitur maður með öðrum kynþáttafordómum. Að stunda fordóma og kynþáttahatur á hvítum miðaldra karlmönnum er sóðaleg iðja og heimskuleg og hefir það eitt í för með sér að gjöra heimsósómann verri. 

Myndbandið af þessum lítt þroskaða dreng, Pétri Jóhanni, eða hvað hann svo sem heitir, ber uppeldi hans í móðurgarði fremur ófagurt vitni; þennan pilt á fortakslaust að setja á leikskóla, helst vöggustofu, og freista þess að endurala hann upp og reyna að gera úr honum mann. Að horfa upp á fullorðinn mann skaka sér eins og lóða tík og með hvítvínssull í glasi eins og dómsmálaráðherra sem aldrei hefir náð að ganga úr barndómi, er svo ókræsilegt, að mann setur hljóðan um stund. Já. Sem betur fer vóru vitfirringarnir á vitfirringahælinu hans Jósefs Svejks mikið menningarlegri og stilltari en misheppnaði brandaraspjátrungurinn Pétur, nema þessi sem þóttist vera heilagur Wenzel og var geymdur í eins manns klefa, svo að heilagleikinn smitaði ekki út frá sér, hann var auðvitað á pari við nútíma leiðinlegan íslenskan skemmtikraft.  


mbl.is Sakar Pétur um rasisma og kvenfyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eineltisfólin á Píratahælinu

xb2_1254087.jpgFyrst ekkert hæfi fannst hjá Stjána, kallkjökrinu, er sjálfhætt þessum eltingarleik við þá endaleysu. Þetta skilur Katrín Jakobsdóttir kvenna best, enda er hún ekki haldin kynþáttahatri í garð hvítra, miðaldra karlmanna. En þegar komið er inn fyrir dyrnar hjá Stenngrimi Johoð og Katrínu í Vinstrigrænum byrjar bullandi fordómavaðall í garð sömu hvítu miðaldra karlanna; það gerir efrimillistéttarfémínísminn, sem hinir sérkennilegu vinstrigrænu leppalúðar ku aðhyllast af miklum móð.

Eitt sinn vóru dusilmennin á Píratahælinu ósköp niðursokkin við að leggja greyið hann Ásmund Friðriksson í einelti og skildu ekki við hann fyrr en þau höfðu reytta af honum alla æruna. Nú hafa þau á hælinu snúið sér að Stjána Samherja og ætla sér eflaust að gera honum sömu skil og Ásmundi. Píratahælið heyrir, eins og aðrar sjúkrastofnanir, undir heilbrigðisráðuneytið og heilbrigðisráðherra, og ætti dóttur Swabbó Sendiherra þeirra Davíðs og Halldórs að vera í lófa lagið að snara eineltissjakölunum fyrir horn með því að loka Píratahælinu og senda sjúklingana þar á vergang.

En óskaplega er það dásamlegt, þegar við hugsum út í það í raun og veru, að Katrín skuli bera svona líka fullt traust til hans Stjána, sem er nú einusinni tvíburabróðir þeirra frægu Svarfdælinga Gísla, Eiríks og Helga. Katrín veit líka, að Píratafólin eru vandræðafólk, þ.e. ef fólk skildi kalla. Þið munið eflaust hvurnig þessi illfygli fóru með hana Brýgýttu? Jú, þeir boðuðu hana á opinn fund, það er svo mikið gagnsæi og gegnumtrekkur á Píratahælinu, og hraunuðu, spændu og kukkuðu yfir hana þvers og kruss, þar til hún flúði vit sínu fjær af vettvangi, hágrátandi og frussandi. Því er best fyrir þau á Píratahælinu að láta eiga sig að reyna að leggja Stjána Samherja í einelti því það mundi ríða þeim að fullu.


mbl.is Ekkert sem gefi til kynna vanhæfi Kristjáns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því skrautlegri niðurstaða, sem eðjótin eru fleiri, sem að ráðum koma

fingur4.jpgRáðabrugg eðjóta geta vissulega tekið á sig æði skrautlegan blæ og því skrautlegri, sem eðjótin eru fleiri er koma að ráðum. Eitt geggjaðasta uppátæki pólitískra bjána er eflaust ,,ferðagjöfin" sem eðjótin kalla svo. Þeir eru ekki sárhentir fuglarnir sem gerðir eru út af Sjálfstæðisflokknum þegar þeir kasta aurum úr ríkissjóði eins og skít út um hvippinn og hvappinn í auvirðilegasta lýðskrumsskyni, og gáfumannahreyfingar VG og Framsóknar taka undir í sódónískri falsettu.

Sá sem fann upp að kasta péníngum sisona úr sameiginlegum sjóði landsmanna í heimskulegustu vitleysu, sem sést hefur lengi, á skilið að vera dreginn fram í dagsljósið og heiðraður með blábjánaorðunni og gerður að sérlegri goðsögn í lifanda lífi. Og varla eru þær mannvitsbrekkurnar síðri, sem fundu upp hludda-bódda-leiðina, og tóku þegar í stað að ausa péníngum í fyrirtæki gráðugra apakatta nokkrum dögum eftir að fyrsta kóvíð nítján vírusið fannst á Íslandi. Það lítur helst út fyrir að aunginn maður hafi verið ófullur í stjórnkerfinu í allan vetur. Og yfir öllu þessu hoppa og kvaka Katrín, Bjarniben, Stenngrimur Johoð og gamla geggjaða Framsóknarmaddaman eins og villtir hanar á mannataðshaugi.

En hvað er svo sem að fárast um óendanlega eðjótsku, hlandaulahátt og heimskra manna ráð þegar aungin verkfæri eru til, sem notna mætti til að kveða þetta ólán niður í eitt skipti fyrir öll. Hægri vængurinn í íslenskum stjórnmálum er fyrir nokkru síðan orðinn svo úrkynjaður og siðvilltur að ekki verður úr bætt héðan af, af honum er því aungra bjargráða að vænta. Á hinum íslenska stjórnmálafugli er hinsvegar aunginn vinstri vængur, bara hægri vængur. Þar af leiðandi er umræddur fugl dæmdur til að fljúga í hringi uns hann brotlendir, sona doldið eins og í Hruninu góða. Og þegar helvítið brotlendir, þá vaða þessir duglegu að hræinu og endurreisa það í fyrri mynd; það gerði Stenngrimur duglegi eftir Hrun og hælir sér af. Það er mikill vinstrihreyfingarmaður Stenngrimur duglegri og varla vóru Johanna og krataeðlissjúklingarnir hennar síðri.   


mbl.is Nýta verður ferðagjöfina í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aspir eru til ýmislegs gagns og gamans

hangiÞá var séra Atgeir p. Fjallabakssen séðari þegar hann, af sinni alkunnu snyrtimennsku, lét hengja bölvaðan þrjótinn í öspinni. Það var betri nýting á asapartré en að ráðast að því með öxi og fella það. Mannauminginn, sem séra Atgeir lét hengja, hafði gerst margsekur um ölvun og hórdóm. Meðal annars lýsti séra Atgeir því yfir í stólræðu, að þrjóturinn hefði komið af stað brókarsótt meðal kvennpéningsins í héraðinu; sóttin hefði smitast út eins og þrálát veirusýking og mörg heimili hefðu legið í rúst eftir ófögnuðinn.

Þegar þeir embættuðu kauða, sendi oddvitinn lipran strák með spotta og talíu lengst upp í öspina. Talíuna batt hann rammlega við trjástofninn og renndi síðan hengingarólinni gegnum talíuna niður á jörð. So hnýtti oddvitinn dágóða snöru á annan endann meðan séra Atgeir blessaði verki og söng dálítinn stúf úr sálmi yfir snörunni. Þar næst var lykkjunni smokrað yfir höfuð glæpamannsins og mátuð við hálsinn á honum. Þá var ekki annað eftir en gefa drengjunum skipun um að leggjast á lausa endann og draga fantinn upp með trjábolnum, alla leið að talíunni. En þorparinn var vondur og sálarlaus og hengdist ekki svo glatt. Er upp var komið vafði þetta sérstaka ómenni löppunum utan um trjábolinn, reif spottann úr höndum þeirra sem niðri voru, smeygði snörunni af hálsinum og renndi sér niður á jörð. Skipti nú fljótt veður í lofti, því þrjóturinn flaug á strax á séra Atgeir og barði hann í nefið, svo hjartablóð þess annálaða værðarklerks spýttist í allar áttir. Svo hvarf hið illa óbermi sjónum manna.

Nú má vel vera, að maðurinn á Flateyri sem hjó aspirnar þar, hafi viljað koma í veg fyrir að þær væru misnotaðar af heimamönnum til að hengja meðbræður sína. Annað eins hefir gerst, eins og rakið er hér að ofan. Þá er algengt að strákar í indjánaleik eða fornmannaleik klifri upp í tré með boga og skjóti örvum inn um glugga fólks. Í Reykjavík laumaði strákfjandi ör af streng inn um eldhúsglugga inni í Sogum og felldi húsmóðurina, sem þar stóð og var að sjóða graut og baka hveitibrauð í ofninum. Þá að var gætt, var konugarmurinn dauð á eldhúsgólfinu með ör í gegnum hálsinn. Um þennan atburð orkti stjúpsonur hennar og var ljóðið lesið og sungið við útför hennar:

,,Hún fóstra gamla var að baka brauð,
er barst í hana örvarpíka.
En er hún var borin í burtu dauð
var brauðið ónýtt líka."


mbl.is Sektaður fyrir að fella níu aspir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann þekkir ekki Samherja og hæfið finnst ekki og mun aldrei finnast

x17Það þarf ekki lengur vitnanna við, leit að hæfi er tilgangslaus. Þar með hefir Stjána verið bjargað fyrir horn. Það er stórfurðulegt, að nokkrum manni skuli hafa dottið í hug að Stjáni, þessi gagnheiðarlegi stjórnmálaskörungur og vitmaður, væri tengdur Samherja, þegar hið rétta er að hann hefir aldrei heyrt talað um Samherja og veit ekki enn þann dag í dag hvað Samherji er né hvar hann býr. En það er tilgangslaust að kanna það sem ekki er til.

Einnig kemur fram, að Þórhildur nokkur Sunna, hvur sem það nú er, botnar ekkert í því, að formaður nefndar, griðkona göfug úr Framsóknarfjósinu, vill ekkert með hæfi Stjána gera, enda hefir það ekki fundist, fremur en botninn úr keraldi sveitunga Stjána. Sjálfur er Stjáni so undur saklaus á svipinn; ekki einstaka sinnum heldur alltaf. - Hann hefir verið Jesús Kristur í fyrra lífi, segir dulræn kona á Dalvík um gripinn, - enda bendir nafnið hans eindregið til þess, þ.e. Kristján, bætir kona þessi ævinlega við þegar hún fjallar um Stjána.

Stjáni heldur sig talsverðan mann, ekki vantar það. En það er bara þetta með hæfileikana. Sagt er að hæfi Katrínar Jakobsdóttur sé álíka og hjá Stjána, sem sé, að hún láti vel að stjórn og segi aðeins það sem henni er sagt að segja, og Katrín kvakar eins og páfagaukur og hefir hlutverk gluggaskrauts hjá tveimur stjórnmálaflokkum. Því miður er það ekki alveg þannig með Stjána; hann þykir ágætur að tauta upp úr sér það sem aðrir, honum meiri, vilja að hann segi, en skraut er hann ekkert. Sá sem setti Stjána út í glugga í fegrunar- og skrautsskyni fyrir hús sitt og heimili, væri lítill sem aungin fagurkeri og smekklaus með afbrigðum. En hæfi Stjána ráðherra hefir ekki fundist og mun aldrei finnast, það er hið eina sem skiptir máli. 

Vinir Stjána, sem eru með honum á myndinni, hafa heldur aldrei heyrt minnst á Samherja. En þessir þrír eru hinsvegar samherjar, miklir samherjar.


mbl.is Frekari könnun á hæfi Kristjáns Þórs tilgangslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðar seldi hann allt landið í ræningjahöndur

fall_1050199.jpgHann var helvítis þefdýr og þorpari. Ömmu sína seldi hann í ánauð til Brasilíu og þar mátt gamla konan praktíséra til andlátsstundar. Um þetta fékkst aunginn; Ríkisútvarpið þagði þunnu hljóði og öðrum fjölmiðlum stóð hjartanlega á sama; það var litið á athæfið sem vel heppnaða auðgunaraðgerð. Síðar seldi hann allt landið í ræningjahöndur, án þess nokkur gæti rönd við reist. Bæjarstjórar og bankastjórar luku lofsorði á manninn og framtak hans, það var frjálst framtak, það var einkaframtak.

Einn morguninn lá hrappurinn fyrir neðan tröppurnar í fjölbýlishúsinu. Hann var aldeilis stein - steindauður, þegar að var komið, klæddur pilsi og með brjóstahaldara!. Hvaða erindi hann hafði á í fjölbýlishúsið hafði aunginn hugmynd um, - ja, nema sá sem ýtti á eftir þrælnum niður tröppurnar, en nafni þess sómamanns verður ekki getið, þó svo það ætti að vera uppi með þjóðinni og á hvurs manns vörum meðan land byggist. Svo og settust menn í efri stéttum á rökstóla og sömdu hugnæma historíu um burtköllun þorparans og tókst svo vel til, að síðan hefir hann verið píslarvottur í huga þjóðarinnar. Samt sagði þessi mannaumingi aldrei orð af viti og það sem hann vann var til óheilla og ama.

Ekki létu betri menn og konur þjóðfélagsins þar við sitja heldur létu ríkissjóð reisa líkneski út um borg og bí af svíninu. Einnig byggðu þeir skóla í hans minning, og skip var heitið eftir honum. Og djúpt neðan allra djúpa býr sannleikurinn, hroðalegri en orð fá lýst. En sá er hratt helvítinu niður tröppurnar, með þeim blessunarlega árangri að karlfíflið hálsbrotnaði, ber harm sinn í hljóði, en gleði í sinni fyrir að hafa unnið þjóðþrifaverk. 


mbl.is „Náttúrulega svakaleg heimska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað í ósköpunum er kennt í Giljaskóla?

ast.jpgGiljaskóli? Hvað er nú það? Kunningi minn, gagnmenntaður maður, prófessor, doktor og dúx, sagði már að Giljaskóli væri auðvitað skóli þar sem börnum, unglingum og fullorðnum sé kennt að gilja, með öðrum orðum, er þetta námsbraut þar sem nemendur eru leiddir í allan sannleikann um æxlun, einkum mannfólks. En ég er ekki viss um að kunningi minn hafi á réttu að standa. Þetta gæti líka verið jólasveinaskóli þar sem viðskipta- og hagfræðingar eru þjálfaðir í að vera giljagaurar, en hingað til hefir þó ekki þurft á sérskóla að halda til að ná jólasveinanáttúrunni fram í viðskiptafræðingum og hagfræðingum, enda eru umræddar greinar ekki fræði; gamall og góður bóndi sagði, þegar ungur sveitungi hans útskrifaðist sem viðskiptafræðingur, að hann hefði verið sendur suður á skóla til að læra til þjófs.

Hinsvegar koma blautþurrkur ekki giljunarfræðum og giljagaurafræðum ekki beinlínis við. Við vorum einusini með svona heldur hvimleiðan þokkapilt með okkur á sjónum í gamla daga. Sá gerði sér lítið fyrir að át drukkinn upp úr heilum pakka af blautþurrkum og stíflaðist. Þegar við vórum komnir út á sjó settist piltur á klosettið því sér væri íllt í maganum. Svo sat helvítið á skálini í rúman sólarhring og neitaði að koma á dekk fyrr en hann væri búinn að kukka. Jú jú, so losnaði stíflan í belgnum á honum og allur óþverrinn geystist í kosettið, og drengurinn sturtaði niður um leið og hann hafði skeint sig með haldklæði eins okkar. Þessi helvískur lopi, blautþurrkurnar, tóku strax til sinna ráða og stífluðu nú salernisrör skipsins. Að sjálfsögðu tóku nokkrir velviljaðir menn sig til og fjarlægðu þrjótinn í hafið, áður en lagst var að bryggju. Það er náttúrlega ekki hægt að sigla með sona helvítis óþverrum.

Jú, nú hefir spursmálið viðvíkjandi skólamálið skýrst svo um munar. Giljaskóli er skóli þar sem nemendur læra á eðlunarfærin; verða, sem maður segir, fullnuma í giljagleði og eru færir um að gera dodo í frímínútunum án leiðsagnar. Og ekki er að spurja um, að sona Giljaskóli er þjóðþrifafyrirtæki, sem bæði skilar hagvexti og arði.  


mbl.is „Þörf áminning“ um blautþurrkurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andstyggileg og furðuleg myrkraverk norðanlands

boyÞað er alltaf sama bölvuð óáranin á öllu þarna fyrir norðan. Það fer að verða áleitin spurning hvort þessi landsfjórðungur fái staðist öllu lengur og muni leggjast á hliðina og og fjara út ú haust. Það er ljóst að Norðlendingar eru sérfræðingar og íslandsmethafar í frömdum glæpum pr. mann og er nú svo komið, að nær annar hvor maður norðanlands situr í fangelsi fyrir andstyggileg og furðulega myrkraverk. Og merkur sálrannsakandi að sunnan, afar skyggn og vel gefinn, lýsti því yfir um daginn, að enginn vafi léki lengur á því, að bústaður Fjandans, sjálfs Erki-Djöfulsins, er fyrir norðan land.

Um þá er brutust inn á Blönduósi er fátt annað vitað en að þeir kómu austan úr Eyjafirði, frægir að gripdeildum og ójöfnuði. Enda hefir komið til tals, að Norðurlandið verði girt af við fyrstu hentugleika og aungvum Norðanmanni hleypt suður fyrir heiðar; það er til mikils að vinna, að framgangsmáti og sérkennilegt siðferðislíf Norðlendinga nái aldrei að grafa um sig á Suðurlandi.

Fyrir nokkrum árum fóru frú Ingveldur og Kolbeinn, ásamt Máríu Borgargagni, Indriða Handreði, Brynjari Vondulykt og Óla Apaketti, í helgarferð norður í land. Þau voru öll mjög tekin og aum er þau komu til baka og hrósuðu happi að hafa komist lifandi til baka. Til að mynda lenti Kolbeinn Kolbeinsson í þremur öfuguggum, sem króuðu hann af að húsabaki og frömdu þar á honum svívirðingu, sem þeim sjálfum virðist í blóð borið. Þær frú Ingveldur og Borgargagnið gátu, með fordæmalausu snarræði, bjargað sér undan margra tuga lögreglusveit. Þær höfðu þó ekki annað til sakar unnið en að lokka tvenn hjón til býsna siðlausra athafna. Fyrir þetta saklausa athæfi var trylltum og froðufellandi norðlenskum þorpurum í lögreglubúningum sigað á þær eins og blóðgrimmum hundum.  


mbl.is Brotist inn á þremur stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvurjir mættu og hvurjir mættu ekki?

x22Auðvitað kom fjöldi manns saman á Austurvelli til að mótmæla illum lögregluprjónum í Amríku, en þó samt einkum og sérílagi þeim abelsínugula í Hvíta húsinu. Annars hefir aldrei virkað neitt að mótmæla sauðnautum, þau halda áfram ínu bauli hvað sem tautar og raular.

En varðandi mótmælin á Austurvelli brennur mest á oss hvurjir mættu þar og hvurjir mættu ekki. Mætti til dæmis skarfurinn á Bessastöðum?; eða Bjarniben og Samherjarnir? Og hvernig er með Sigmund Davíð, Sigurð Inga og samherjatelpuna Katrínu Jakkó? Mættu þau? Nei, ætli nú það, - þeim þykir mikilvægara að móðga ekki þann abelsínugula fyrir vestan. Svo getur allt eins vel verið, að fyrrgreint fyrirfólk styðji í raun og sann þann abelsínugula og alla Hálfdánana Varðstjóra, sem hafa sér til dundurs að fella blámenn vestur í Bandaríkjum Norður Amríku.

Hér í siðmenningunni á Íslandi hefir Hálfdán Varðstjóri beðið í allan dag eftir mótmælunum, en hann gaf sínum mönnum skipun um að færa sér að minnsta kosti einn mótmælanda eftir mótmælafundinn. Hálfdán Varðstjóri telur nefnilega og trúir því, að handfjötlun hans á mótmælendum og öðrum slíkum undirmálslýð hafi þau áhrif, að sá fénaður hugsi sig tvisvar um áður en það leggur aftur leið sína niður á Austurvöll.



mbl.is Fjöldi fólks kominn saman á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband