Leita í fréttum mbl.is

Þökk sé blessuðum Sjálfstæðisflokknum

AuðvaldskrakkiÍ kvöld, þegar við göngum til náða, skulum við ekki gleyma að þakka Sjálfstæðisflokknum fyrir allar þær þúsundir og aftur þúsundir manna og kvenna sem sitja í skuldasúpunni fyrir tilverknað þessa dásamlega flokks. Hafi hægrimönnum á norðurhveli jarðar einhverntímann tekist vel upp í svindli, þjófnaði og arðráni þá var það undir styrkri stjórn Sjálfstæðisflokksins á árunum 1991 til 2009. Auðvitað reis snilld Sjálfstæðisflokksins hæst í október 2008 þegar honum lánaðist að hvolfa landinu fyrir efnahagsbjörgin; enda var það slíkur skellur að begmálaðu um gjörvalla heimsbyggðina.

Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi steypt þjóðinni í hroðalegar skuldir, lagt efnahagslífið í rúst og látið alskonar glæpi þrífast eins og skordýraplágu undir sínum ránfuglsverndarvæng, þá skulum við hafa sem fæst orð um það, en kenna núverandi ríkisstjórn alfarið um hvernig komið er. Til dæmis er allt í lagi fyrir baráttuglaða sjálfstæðismenn með að kalla liðsmenn núverandi þingmeirihluta þjóðníðinga, landráðamenn, fasista, djöfla og andskota, á opnberum og óopinberum vettvangi ef það kynni að verða til þess að ríkisstjórnin félli og Sjálfstæðisflokkurinn kæmist, helst með Framsóknarmaddömunni, í ríkisstjórn og bjargaði kvótanum, endurreisti Gamla Ísland tafalaust og fargaði öllum vömmum og skömmum um guðhrædda og sómakæra sjálfstæðismenn með strokleðrum og pappírstæturum.

Það ætti varla að þurfa að taka fram, að allir sjálfstæðismenn eru guðhræddir og sómakærir, enda gaf Guð sjálfur í eigin persónu þeim Sjálfstæðisflokkinn.  


mbl.is Þúsundir í skuldasúpunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jóhannes. Ég er efnislega sammála þér, en tek þó ekki undir öll stóru orðin sem þú notar. En notkunn orða er bara smekksatriði hvers og eins.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2010 kl. 18:15

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Við getum a.m.k. verið sammála um, Hólmfríður, að sjálfstæðismönnum á blogginu er tamt að kalla núverandi ríkisstjórn landráðamenn, þjóðníðinga og fasista.

Jóhannes Ragnarsson, 6.2.2010 kl. 18:39

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Og þig og mig OFSAFULLA EINTRJÁNUNGA.

Hann Axel vinur okkar notar ýmis orð um okkur, og er mjög skapstyggur um þessar mundir.

Samkvæmt því sem hann og guðsmaðurinn Jón Valur skrifa, þá er efnahagskreppan í heiminum, einkavinavæðing bankanna og hrunið hér allt Clinton og Carter sem var forseti fyrir 30 árum að kenna.

Er ekki í lagi með þessa menn?

Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 20:13

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þeir eru afskaplega úfnir og geðstirðir heiðursmennirnir sem þú nefnir Sveinn. Mér dettur helst orðið ,,brundílska" í hug um karlagreyin. Með sama áframhaldi fá þeir ekki inni á elliheimili sökum skapvonsku.

Jóhannes Ragnarsson, 6.2.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband