14.2.2010 | 11:10
Ófyrirleitin hræsni auðvaldsdindla
Sú var tíðin að leppalúðar á borð við Vilhjálm Egilsson höfðu í flimtingum talsmáta á þá leið að ,,hæfilegt atvinnuleysi" væri blátt áfram nauðsynlegt og áttu þá við að atvinnuleysi væri fyrirtækjum og kapítalismanum almennt afar þénanlegur pískur á launafólk til að halda kjörum þess niðri. Þegar dindlar úr hrunaflokkaelítunni miðri koma núna með grátstafinn í kverkunum fram fyrir alþjóð og formæla atvinnuleysi er það ekki trúverðugur málflutningur heldur ófyrirleitin hræsni. Bág staða atvinnulífsins nú um stundir er atvinnurekendavaldinu, sem að mestu leiti er til heimilis í Sjálfstæðisflokknum, fyrst og fremst að kenna. Með fáheyrðri græðgi keyrðu þessi auðvaldsillyrmi þjóðina svo gott sem í þrot þannig að eftir stendur sviðin jörð hvert sem litið er.
Mætti ég biðja Vilhjálm Egilsson og hans nóta vinsamlegast að halda sér saman og fara á námskeið þar sem siðblindu fólki er kennt að læra að skammast sín.
Atvinnuleysið ekki ásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 144
- Frá upphafi: 1545276
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 120
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Þú ert harðorður í garð Vilhjálms. Sú var tíðin að ég hreinlega þoldi ekki þennan mann og ég man eftir þessu blaðri hans á sínum tíma um "hóflegt atvinnuleysi". En hin síðari ár finnst mér Vilhjálmur hafa verið með allra skynsömustu sjálfstæðismönnum og ég er farinn að hlusta þegar hann talar en ég hlusta á afar fáa sjálfstæðismenn. Til dæmis það sem hann segir hér finnst mér einfaldlega hárrétt, hann er réttilega að benda á að núverandi spár um hagvöxt séu óásættanlegar fyrir alla og það verður að blása meiri krafti í atvinnulífið.
Óskar, 14.2.2010 kl. 11:29
Jóhannes, mikið er ég sammála þér. Vilhjálmur er einungis nú að notafæra sér atvinnuleysið því félagar hans í atvinnurekstri eru verkefnalausir og því í álíka slæmum málum og jafnvel verri en við launþegarnir.
Svo vil ég bara bæta hér inn að sjálfstæðismaðurinn Pétur Blöndal predikaði þau fræði fyrir ca. 10 árum að það þyrfti að viðhalda ca. 5-7% atvinnuleysi svo atvinnurekendur gætu ráðskast meir með vinnuaflið en ella.
Pétur var líka talsmaður þess að hingað komu hátt í 30 þúsund manns á "góðæristímabilinu". Þó ég benti honum á hvað það ógnaði framtíðaratvinnuhorfum okkar fólks, þá taldi hann það minna áhyggjuefni þar sem hann sagði blákalt að við værum of dýrt vinnuafl. Atvinnurekendur græddu meir á innflutta ódýra vinnuaflinu.
Hvenær ætlar fólk að skilja að menn með svona hugarfar eru þjóðinni til tjóns.
DanTh, 14.2.2010 kl. 11:33
Stóra vandamálið núna er að Ríkisstjórnin er stefnulaus og enginn veit hvað þessir Ráðherrar eru sammála um að fara í. Það þarf að byrja strax og hefði þurft að gera fyrir ári síðan að virkja, virkja og virkja og skapa meiri tekjur og gjaldeyri. Það þarf að stækka kökuna en ekki éta hana innan frá.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 14.2.2010 kl. 11:54
Er nú ekki blindi sjálfstæðisvirkjunarsinnin risin úr rekkju og farin að predíka um að það þurfi að virkja og virkja enn meir.
En ég bara spyr. Hvernig á að fjármagna þessar virkjanir, og hverjum ætlið þið sjálfstæðismenn núna að GEFA orkuna?
Gott væri ef þú svaraðir því Adda ÞorbjörgEn Viljhálmur er svona vindhani sem snýr í þá átt sem hentar hverju sinni hjá honum.
Sveinn Elías Hansson, 14.2.2010 kl. 12:26
"Mætti ég biðja Vilhjálm Egilsson og hans nóta vinsamlegast að halda sér saman og fara á námskeið þar sem siðblindu fólki er kennt að læra að skammast sín."
Jóhannes, hún er undarleg sú tilfinning þegar maður finnur sig vera sammála kommúnista. Vil þó bæta því við að Gylfi nokkur Arnbjörnsson ætti að fara á sama námskeið og Vilhjálmur.
Magnús Sigurðsson, 14.2.2010 kl. 13:49
Já Magnús rétt hjá þér með Þursinn Gylfa.
Hann þarf ekki bara að fara á námskeið, það þarf að steypa honum af stóli forseta Así, og kjósa þar mann til forystu sem hefur tengsl við hinn almenna launþega. Sá maður heitir AÐALSTEINN BALDURSSON og er formaður framsýnar. Hann hefur oft gagnrýnt valdaliðið innan Así, með litlum þökkum frá þursinum.
Sveinn Elías Hansson, 14.2.2010 kl. 13:59
Sveinn, við þurfum að auka tekjurnar okkar hratt. Við eigum mikil verðmæti í orkunni okkar og enginn er hér að segja að við þurfum að gefa hana. Ég vil því óhikað viðurkenna að ég vil virkja og nýta þær lausnir sem við höfum tiltækar núna.
Við þurfum að klára þau álver sem eru komin með samþykktir og svo þurfum við líkt og Gísli Hjálmtýrsson segir að selja hana til annarskonar smærri orkuþurfandi atvinnusköpunar. Við þurfum líka að nýta okkur aðrar auðlindir en orkuna. Aðalatriðið er að ónýttar auðlindir skapa ekki tekjur og þær þurfum við núna strax ef við viljum halda mennta og heilbrigðiskerfinu í línu við vestræn lönd.
Þú spyrð hvernig við ætlum að greiða fyrir þær? Hvernig væri að við borgararnir stofnuðum fyrirtæki fyrir innlenda fjármagnseigendur og fjárfestum í virkjunum? Hitt er svo með erlendri fjármögnun sem greiðir sig upp á einhverjum árum eins og með allar stærri fjárfestingar.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 14.2.2010 kl. 14:04
Hverjar eru hinar auðlindirnar fyrir utan orku og fisk?
Við borgararnir stofnuðum fyrirtæki fyrir innlenda fjármagnseigendur.Bíddu nú aðeins, eru þeir ekki búnir að gera nóg af sér, væri nú ekki betra að þeir greiddu eitthvað upp í skaðann sem þeir hafa valdið, eins og tildæmis glæpahundurinn Björgólfur Þór, sem endalaust tekur þjóðina í rassgatið.
Hvaða erlenda fjármögnun ert þú að tala um , ekki hefur mér sýnst að það bíði menn í röðum með dollarabúnt í vasanum til að fjárfesta hér.
Ætli þeir séu nú ekki frekar að bíða eftir því að fá hér eitthvað fyrir lítinn pening.
Það er alveg merkilegt hvað sjálfstæðismenn eru blindir á alla glæpina sem framdir hafa verið í skjóli þessa flokks, og halda að almenningur sé ekki kominn með svöðusár í rassgatið.
Sveinn Elías Hansson, 14.2.2010 kl. 14:42
Auðlindir okkar fyrir utan vatn og fisk eru vatnið, hveraflóran, landslagið, mannauðurinn etc.
Þú misskilur eitthvað eðli hlutafélaga þegar ég kem með tillögu um að almenningur stofni hlutafélag þá eru sömu einstaklingarnir fjármagnseigendur þess. Þú getur orðið fjármagnseigandi, þeir eru ekki eingöngu "vont" fólk.
Það bíða aðilar í röðum með mögulegt fjármagn, það stendur á leyfum og stefnumótun. Þetta fólk sem ætlar að hætta peningum sínum og annarra vill vita fyrirfram hverjar framtíðar reglur verða hér á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki blindur á glæpi og afglöp frá árinu 2006 og tekur ábyrgð á því sbr. rannsóknarskýrslu flokksins sem er á netinu. Þeir einir flokka rannsökuðu hvað hefði farið úrskeiðis hjá sér. Eins og allir sjá núna er ekki búið að gera það sama í Ríkisstjórnarflokkunum og fjármálaelítan er þar ennþá alltof sterk og aðhaldslaus. Hverjir eru að fá afskriftirnar í milljarða tali í dag? Eru það heimilin?
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 14.2.2010 kl. 19:07
Er það góð latína að Sjálfstæðisflokkurinn ,,rannsaki" sjálfan sig?
Og hvað kom útúr þeirri ,,rannsókn", með leyfi, Adda Þorbjörg? Ég fæ ekki betur séð en flestir úr gamla settinu sé enn á róli í sölum Alþingis, svo dæmi sé tekið. Og af hverju náði umrædd ,,rannsókn" ekki lengra aftur en til 2006?
Jóhannes Ragnarsson, 14.2.2010 kl. 19:28
Auðlindirnar eru segirðu landslagið, er ekki nú þegar allt vaðandi í ferðamönnum?Hveraflóran, er ekki verið að reisa virkjanir út um allt á hverasvæðum,hverir eru nú ekkert séríslenskt fyrirbæri.Mannauðurinn. ég vona að þú sért ekki að tala um alla lögfræðinga,fjármála,viðskipta og hagfræðingastóðið sem setti hér allt á hausinn,sér er nú hver mannauðurinn í því liði.
Hvaða aðilar bíða í röðum með seðlabúntin til að fjárfesta?Eru þeir ekki frekar að bíða eftir hrunaútsölunni?
Sjálfstæðisflokkurinn rannsakaði sjálfan sig. Þetta er einhver besti brandari sem ég hef heyrt á öldinni, og þeir rannsökuðu sjálfan sig aftur til 2006, af hverju ekki til 1991, þegar hrunameistarinn komst til valda í boði samspillingarmannsins Jóns Baldvin,
Rannsökuðuþeir kúlulán til 7 hægri, eða , setu Illuga í sjóði 9, eða viðskipti Bjarna með vafningana sína.Hvað með nýjustu afrek sjálfstæðismannanna Ásbjörns Óttarssonar eða Tryggva Herbertssonar, hefur það verið skoðað?
Að einhver skuli rannsaka sjálfan sig er eins og að troða gaddavír ofan í mann gegnum meltingarveginn og út um neðra opið, og spyrja síðan var þetta ekki gott, á ég að gera þetta aftur.
Hvernig væri nú að sjálfstæðismenn færu nú að ranka úr rotinu og taka til hjá sér?
Sveinn Elías Hansson, 14.2.2010 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.