Leita í fréttum mbl.is

Spaugstofa andlegra auðnuleysingja

fisk3_877461.jpgNú berast þær fréttir úr Vestmannaeyjum, að þar hafi verið stofnað félag grínista þar sem inngönguskilyrðið virðist vera að hafa greind vel undir meðallagi. Markmið þessa ágæta félags er að stuðla að því að mafístarfsemi fái að viðgangast áfram óáreytt í sjávarútvegsmálum. Sagt er að félag þetta sé ,,þverpólitískt", hver fjandinn sem það nú er, en samt tekið sérstaklega fram að ungir sjálfstæðismenn séu meðal stofnenda. Það kemur ekki á óvart að svokallaðir ,,sjálfstæðismenn" fari fyrir svona kjánafélagsskap, enda er Sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórnmálaflokkur í þeirr merkingu sem almenningur leggur í það orð, heldur samansúrruð glæpasamtök sem meðal annars unnu það sér til frægðar nýverið að leggja efnahag þjóðarinnar í rúst með glæpsamlegum aðförum.

Það er broslegt í meira lagi, að hið nýstofnaða varnarlið gjafakvótaþega og mafíósa skuli bera það á borð fyrir fólk, að svokölluð fyrningarleið sé aðför gegn landsbygginni, eftir að kerfið, sem hinir þverpólitísku elskhugar þess vilja verja með öllum ráðum, hefur rústað fjölda sjávarbyggða allt í kringum landið. Ennfremur segjast þessir misheppnuðu grínistar í Eyjum að þeir vilji alls ekki að misvitrir stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn, bitrir fyrrverandi útgerðarmenn og pakk sem hefur ekkert vit á sjávarútvegsmálum (gjafakvótaþegar og erfingjar þeirra eru þeir einu sem hafa vit á sjávarútvegsmálum) afnemi fiskveiðistjórnunarkerfi sem Hannes Hólmsteinn, Ragnar Árnason og Magnús Kristinsson segja að sé það langbesta sem til er í heiminum. Hinsvegar virðast labbakútarnir í þessu nýstofnaða kvótavinafélagi ekki hafi frétt af því ennþá að 75-80% þjóðarinnar hefur skömm á kvótakerfinu og vill afnema það. Og ekki virðast umræddir labbakútar hafa hugmynd um að það heldur, að það er þessi sama þjóð sem á fiskinn í sjónum en ekki örfáir gjörspilltir gjafakvótaþegar.

Hvort á maður heldur að hlægja eða eða biðja Guð að hjálpa mönnum sem tala um misvitra stjórnmálamenn en eru ekki einusinni misvitrir sjálfir heldur fávitrir? 


mbl.is Félag gegn fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Þetta er nákvæmlega svona eins og þú lýsir, engu við það að bæta. Gjörspilltir pabbastrákar að grenja, hræddir um arfinn sinn, og eru ekki enn farnir að skilja það að þeir eiga bara ekkert í þessu. Misvitrir og þverpólitískir.

Bjarni Kjartansson, 17.2.2010 kl. 11:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.2.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Væri ekki kjörið hjá Rúv að senda beint út frá fundum þessara grínista, nú þegar að á að hætta með spaugstofuna.

Ég held að þarna sé um óborganlega skemmtiþætti að ræða.

Sveinn Elías Hansson, 17.2.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband