Leita í fréttum mbl.is

Hlægilegasta fyrirbrigði íslenskrar stjórnmálasögu

x25Ef reynt er að glugga niður í því hvert sé hlægilegasta fyrirbrigði íslenskrar stjórnmálasögu hlýtur fyrirbrigðið Vinstrihreyfingin grænt framboð að lenda þar mjög ofarlega á blaði. Þessi samtök, sem í upphafi áttu, í huga margra þeirra sem stóðu að stofnun þeirra að verða flokkur hinna róttæku, vinstrisósíalistanna, arftaki Kommúnistaflokks Íslands, Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins meðan það var sósíalískur flokkur. En hin frómu áform sósíalistanna, sem komu að stofnun VG, fóru fljótlega aldeilis á annan veg en þeir róttæku ætluðu sér. Er þar skemmst frá að segja, að VG komst aldrei til nokkurs sósíalísks þroska, varð bara að þroskaheftu afstyrmi í lúkunum á fólki, sem kunni að sölsa svona samtök undir sig og var þegar allt kom til alls frábitið sósíalisma og sósíalískum þjóðskipulagsbreytingum.

Það hefur því verið ansi hlálega að heyra upp á síðkastið ýmsa fréttasnápa, stjórnmálafræðinga og pólitíkusa borgarastéttarinnar slá fram fullyrðingum um að VG væri vinstrisósíalískur flokkur og að fráfarandi formaður þess sé vinstrisósíalisti! Svona villumálflutning kallaði Þórbergur gamli Þórðarson ,,vísvitandi ruglandi" sem óvandaðir menn nota til að afvegaleiða og brengla stjórnmálaumræðuna. Og þegar snáparnir slá þessari ömurlegu ruglandi fram í kjaftaþáttum fjölmiðlanna, dettur auðvitað engum viðstaddra í hug að leiðrétta lágkúruna og subbuskapinn. Þegar VG gekk svo í eina sæng með sótsvörtustu pólitísku auðvaldsöflum landsins, Sjálfstæðisflokki og Framsókn, var það endanleg yfirlýsing flokksins um að VG væri ekki sósíalískur flokkur af nokkru tagi heldur einungis enn einn af þessum slepjulegu og óheiðarlegu flokkum borgarastéttarinnar.   

xd2Og sko bara, í dag lengist afrekalisti VG á hinni pólitísku þýlyndisskrá og var hann þó orðinn nógu langur fyrir. Maður sem nýverið hrökklaðist úr embætti fjármálaráðherra vegna spillingar og subbuskapar er núna, fáeinum dögum síðar, talin hæfur til að gegna embætti forsætisráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar. Og þetta ætla aumingjarnir í VG að éta ofan í sig eins og annað sem auðvaldið ber á borð fyrir þá. Getur einhver sagt mér til hvers Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð á sínum tíma? Ég fyrir mína parta er nokkuð viss um að þetta kynlega félag var í upphafi ekki sett á laggirnar til að stunda orgíur og slímusetur í fanginu á Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum, eða auðvaldi og nýfrjálshyggju yfirleitt, - að minnsta kosti heyrði ég aldrei á neitt þessháttar minnst þegar ég tók þátt í stofnun VG.


mbl.is Ríkisráðsfundur síðar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband