Leita í fréttum mbl.is

Herfilegur misskilningur í höfði réttvísinnar

jagger og óliÓsköp er nú alltaf ömurlegt þegar lögreglan fer að skipta sér af prívat fjölskyldumálum saklausra einstaklinga. Það getur varla talist glæpur þegar maður reynir að rækta samband sitt við fyrrverandi eiginkonu og sambýlismann hennar eins og raunin var þarna á Selfossi í nótt. Maðurinn ætlaði að færa fyrrum einkavífi sínu blóm og konfektkassa og sambýlismanninum konnjakksflösku og síðan stóð til að hefja uppbyggjandi spjall um mannleg samskipti, fjölskuyldutengsl, gagnkvæma ástúð og náungakærleik. En einhvernveginn í ósköpunum komst stjörnusýslumaðurinn Stones í Árnessýslu að fyrirætlun eiginmannsins fyrrverandi og lét menn sína handtaka hann og varpa í dýflissuna eins og hverju öðru kaupþingsfóli. En svona getur lífið oft verið miskunarlaust og góður ásetningur orðið að herfilegum misskilningi í höfði réttvísinnar.

Svo er aftur spurning um, hvað stjörnusýslumaðurinn Stones myndi taka til bragðs ef hann frétti af því að Mick Jagger og Keith Richard væru blindfullir og útúrdópaðir að brjótast inn á aðalfund kvenfélagsins á Selfossi og hefðu auðsjánlega ekkert kristilegt í huga varðandi kvenfélagskonurnar. Myndi hann siga varðsveit sinni á piltana eða líta framferði þeirra sem listrænan gjörning sem yrði að hafa sinn gang?


mbl.is Reyndi að brjótast inn til fyrrverandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Sennilega mundi nú Mr.Stones bara syngja þekktasta lag þeirra félaga. Kann ekki við að nefna það í svona virðulegu blaði.

Vona að vorið sé komið á Nesið og krían mætt að Rifi.

ÞJÓÐARSÁLIN, 8.5.2010 kl. 09:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki vil ég nú taka undir að sýslumaður Árnesinga sé veruleikafirrtur, því fer fjarri, en hann er bráðröskur og að sama skapi skemmtilegt yfirvald, sem lætur lýðinn ekki komast upp með moðreyk og útúrsnúninga á lögum Íslenska ríkisins.

Nú, vorið er komið á Nesið, það vantar ekki, þó enga hafi ég séð kríuna enn sem komið er. 

Jóhannes Ragnarsson, 8.5.2010 kl. 11:20

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha......

Ég má til með að senda stons-aranum þessa.

Níels A. Ársælsson., 8.5.2010 kl. 11:22

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm, mér er ekki skemmt svo sem nema þetta sé grín sem það auðvitað er

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2010 kl. 17:24

5 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Mér sínist þetta vera brennivíns rugl í manngreyinu,sem er greinilega ekki sáttur við að það er annar maður hjá þessari Konu. En ég kem ekki auga á tilefni til að skemta sér yfir þessu eða hafa mannlega harmleiki í flimmtingum.

Þórarinn Baldursson, 9.5.2010 kl. 11:42

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jóhann! ég held að hún Ester hafi ekki átt við embættismanninn heldur þig! Ekki nokkur heilvita maður skríður i  til einhvers um miðja nótt með óopnaða konnjakksflösku án þess að vera neyddur eða þvingaður. Maður fær sér bara einn og svo annan og annan og fer svo að sofa. En að vekja upp alla embættismenn, kvenfélög og presta á Selfossi, bara til að bjóða upp á smá sopa er della. Nú trúi ég engu lengur sem þú skrifar Jóhannes!!

Eyjólfur Jónsson, 9.5.2010 kl. 18:14

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú verður að trúa, Eyjólfur, þú verður að trúa, annars ert glataður maður.

En Ester, hún á örugglega annað hvort við stjörnusýslumanninn eða manninn sem heimsókti sína fyrrum heittelskuðu. En hún hefur á röngu að standa, ég fer ekki ofan af því.

Jóhannes Ragnarsson, 9.5.2010 kl. 18:54

8 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jóhannes minn, þetta sama sagði Séra Sigurður við okkur börnin. Og hvernig fór fyrir okkur? Við trúðum og trúðum og stöndum uppi með ekki neitt í dag. Svona fer ef maður trúir Jóhannes minn.

Eyjólfur Jónsson, 9.5.2010 kl. 19:09

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það hefur verið eitthvað meir en lítið bogið við þessaa trú ykkar fermingarsystkynanna. Kanske hefur kenningin hjá séra Sigurði verið röng í einhverju atriði, eða atriðum. Sennilega hefur karlálftin verið of lin við ykkur; eða notaði séra Sigurður nokkurntímann vöndinn við fermingarundirbúininginn?

Jóhannes Ragnarsson, 9.5.2010 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband